2021
Þjóna þeim sem stríða við heilsufarsvanda
Júlí 2021


Reglur hirðisþjónustu

Þjóna þeim sem stríða við heilsufarsvanda

Við getum verið hendur frelsarans við að hugga og hjálpa.

Ljósmynd
man delivering groceries

Sjúkdómar, ofnæmi, fötlun eða aldur geta haft áhrif á getu meðlima til að tilbiðja og þjóna. Ef þjónandi bræður og systur eru viðkvæm fyrir þessum þörfum, þá eru margar leiðir til að hjálpa meðlimum sem stríða við heilsufarsvanda að njóta betur blessana fagnaðarerindisins.

Eftir að ung móðir greindist með krabbamein, fannst henni hún ein og fyllt ótta. Þegar tíðindin um veikindi hennar tóku hins vegar að berast um deild hennar, varð hún fljótt umvafin ást og umhyggju systra sinna. Þegar erfiðar meðferðir hennar hófust, óku systur hana á staðinn og sátu hjá henni allan tímann meðan lyfjagjöfin stóð yfir. Þær báðust fyrir með henni, hvöttu hana, færðu henni það litla góðgæti sem hún gat borðað og færðu fjölskyldu hennar máltíðir viku eftir viku. Aðrar systur tóku sér tíma frá eigin annasama lífi til að þrífa húsið hennar. Ein systirin vissi að ákveðnar meðferðir myndu gera henni erfitt um svefn og því skipulagði hún síðbúnar heimsóknir til að horfa á gamanmyndir. Í stað þess að bylta sér í rúminu, gat þessi unga móðir gleymt ótta sínum um stund og upplifað lækningarmátt hláturs og vináttu. Fyrir þessa þjónustu, prestdæmisblessun og deildarföstur var hún borin í gegnum mjög erfiðan tíma og sterk tengsl kærleika mynduðust á milli allra sem hlut áttu að máli.

Að annast þá sem búa við heilsufarslegar áskoranir, er ekki alltaf auðvelt. Við getum samt fylgt fordæmi frelsarans þegar við liðsinnum bræðrum okkar og systrum af kærleika, þegar heilsufarsvandi kemur upp. Við getum verið hendur hans við að hugga og hjálpa þeim sem umhverfis okkur eru, þar á meðal þeim sem glíma við áskoranir sem ekki eru svo sjáanleg líkamlegum augum okkar.

Hugmyndir til að íhuga

1. Virðið einkalíf þeirra. Sumir fyrirverða sig fyrir heilsufarslegt ástand sem truflar ykkur hugsanlega alls ekki. Spyrjið alltaf hvort í lagi sé að segja öðrum frá ástandi þeirra áður en þið gerið það.

2. Hvetjið til viðurkenndrar læknishjálpar. Forðist að mæla með heilsuvörum eða þjónustu sem ekki hafa sannað sig eða falla ekki undir viðurkennda læknishjálp. Miðlið hugmyndum og upplifunum eftir því sem þið eruð hvött til, en hvetjið aðra til að gera eigin rannsóknarvinnu og eiga samráð við hæfa lækna.

Ljósmynd
adult woman helps her mother put on clothing

Myndskreyting frá Getty Images

3. Þjónið þeim og biðjið fyrir þeim. Þegar fólk stendur frammi fyrir skammtíma heilsufarsvanda eða fyrirsjáanlegum aðstæðum, eins og fæðingu eða skurðaðgerð, sýnið þá umhyggju með, máltíðum, góðvild og bænum. Í neyðartilvikum getur tafarlaus aðkoma ykkar verið ómetanlegur stuðningur.

4. Hjálpið þeim að styrkjast. Hversu mikilvæg sem hún er þá þarfnast fólk meira en hjálpar ykkar eða þjónustu, sérstaklega ef það tekst á við alvarlegan eða langvarandi heilsufarsvanda. Það gæti líka þurft aðstoð við að læra að gera eftirfarandi sjálft:

  1. Berið kennsl á þarfir þeirra. Hvað vita þau að svo stöddu um eigið ástand? Hvernig líður þeim með það? Hverjar eru áhyggjur og þarfir þeirra nú og um framtíð? Hlustið af hluttekningu og án þess að dæma, og hjálpið þeim að horfast í augu við raunveruleikann af einlægni.

  2. Hafið styrkleika þeirra hugfastan. Spyrjið um annarskonar mótlæti sem þau hafa tekist á við og hvað þau lærðu af þeirri reynslu. Bendið á jákvæða eiginleika, gildi og færni sem þið hafið tekið eftir að þau búa yfir. Spyrjið hvaða persónulegu gildi eru þeim mikilvægust að lifa eftir í þessum nýju aðstæðum. Hvernig gætu þau lifað eftir þessum gildum?

  3. Gerið áætlun. Hvaða ákvarðanir þarf að taka fljótlega og hvaða fleiri upplýsingar þurfa þau til að taka þessar ákvarðanir? Hvaða tafarlausu hjálp eða úrræði þurfa þau og hvað þurfa þau þegar til lengri tíma er litið? Hvaða valkosti sjá þau? Hverjir eru kostir og gallar hvers þeirra?

  4. Skipuleggið teymið þeirra. Hver getur hjálpað? Nánasta fjölskylda ber mestu ábyrgð á að hjálpa, en stórfjölskyldan, vinir, aðrir deildarmeðlimir, heilbrigðisstarfsfólk, tiltæk opinber þjónusta, þið og félagi ykkar og heilagur andi getur allt verið hluti af teymi þeirra. Eftir því sem við á og með leyfi þeirra, skuluð þið fá forseta Líknarfélags og öldungasveitar til að hjálpa þeim að kanna hvernig þið, aðrir meðlimir og auðlindir kirkjunnar gætu raunverulega komið að gagni.

  5. Bjóðið andanum að vera með. Biðjið með og fyrir þeim, bjóðið Drottni að staðfesta og vera leiðandi í ákvörðunum þeirra og hjálpið þeim að finna elsku hans.