Námshjálp
11. Landið helga á tímum Nýja testamentis


11. Landið helga á tímum Nýja testamentis

Ljósmynd
Biblíukort 11

N

Lykill

Stjórnarfarsleg landamæri

Sídon

Abílene

Sarepta

Líbanonsfjöll

Damaskus

Litani

Sýrland

Hermonfjall

Farfar-áin

Týrus

Fönikía

Sesarea Filippí

Húledalur

Galílea

Ptólemais (Akkó)

Korasín

Betsaída

Kapernaum

Kíson

Kana

Magdala

Galíleuvatn (Kinneret-vatn)

Karmelfjall

Nasaret

Tíberías

Taborfjall

Jarmuk-áin

Nain

Gadarena

Sesarea

Gilbóafjall

Dekapólis

Samaría

Salím?

Samaría

Ainon?

Saronsléttan

Síkar

Ebalfjall

Jabbok-áin

Joppe

Garísímfjall

Arímaþea?

Ajalon-áin

Betel

Jórdan-áin

Perea

Fíladelfía

Jeríkó

Hafið mikla (Miðjarðarhaf)

Asótus

Sórek-áin

Emmaus

Betabara

Jerúsalem

Olíufjallið

Betfage

Betanía

Kúmran

Móabsvellir

Nebófjall

Askalon

Eikidalur

Betlehem

Júdea

Gasa

Hebron

Makaerus

Gerar-áin

Ídúmea

Dauðahafið

Arnon-áin

Besórlækur

Beerseba

Masada

Óbyggðir Júdeu

Nabatea

Seredá

Kílómetrar

0 20 40 60

A B C D

1 2 3 4 5 6 7 8

1

1

2

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

  1. Týrus og Sídon Jesús bar Kórasín og Betsaída saman við Týrus og Sídon (Matt 11:20–22). Hann læknað dóttur konu af Þjóðunum (Matt 15:21–28).

  2. Ummyndunarfjallið Jesús ummyndaðist hér frammi fyrir Pétri, Jakob og Jóhannesi, og þeir meðtóku lykla ríkisins (Matt 17:1–13). (Sumir telja að Ummyndunarfjallið sé Hermonfjall; aðrir álíta að það sé Taborfjall.)

  3. Sesarea Filippí Pétur vitnaði að Jesús væri Kristur og fékk loforð um lykla ríkisins (Matt 16:13–20). Jesús sagði fyrir um eigin dauða og upprisu (Matt 16:21–28).

  4. Galílea, hérað Jesús varði mestu af lífi sínu og þjónustu í Galíleu (Matt 4:23–25). Hér flutti hann fjallræðuna (Matt 5–7); læknaði líkþráan (Matt 8:1–4); og valdi, vígði og sendi út postulana tólf, og svo virðist að allir hafi þeir að undanskildum Júdasi Ískaríot verið Galíleumenn (Mark 3:13–19). Í Galíleu birtist Kristur upprisinn postulunum (Matt 28:16–20).

  5. Galíleuvatn, síðar nefnt Tíberíusarvatn Jesús kenndi frá báti Péturs (Lúk 5:1–3) og kallaði Pétur, Andrés, Jakob og Jóhannes til að verða mannaveiðara (Matt 4:18–22; Lúk 5:1–11). Hér hastaði hann einnig á storminn (Lúk 8:22–25), kenndi dæmisögur frá báti (Matt 13), gekk á vatninu (Matt 14:22–32), og birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína (Jóh 21).

  6. Betsaída Pétur, Andrés og Filippus voru fæddir í Betsaída (Jóh 1:44). Jesús fór einslega afsíðis með postulunum nálægt Betsaída. Mannfjöldinn elti hann, og hann mettaði hina 5.000 (Lúk 9:10–17; Jóh 6:1–14). Hér læknaði Jesús blindan mann (Mark 8:22–26).

  7. Kapernaum Hér átti Pétur heima (Matt 8:5, 14). Í Kapernaum, sem Matteus kallaði „eigin borg Jesú,“ læknaði Jesús lamaða manninn (Matt 9:1–7; Mark 2:1–12), læknaði þjón hundraðshöfðingjans, læknaði tengdamóður Péturs (Matt 8:5–15), kallaði Matteus til að vera einn af postulum sínum (Matt 9:9), lauk upp blindum augum, kastaði út djöflum (Matt 9:27–33), læknaði visna hönd manns á hvíldardegi (Matt 12:9–13), flutti ræðuna um brauð lífsins (Jóh 6:22–65), og samþykkti að greiða skatt, sagði Pétri að fá peningana úr munni fiskjar (Matt 17:24–27).

  8. Magdala Þetta var heimili Maríu Magdalenu (Mark 16:9). Jesús kom hér eftir að hafa mettað 4.000 (Matt 15:32–39), og farísear og saddúkear kröfðust þess af honum að hann sýndi þeim tákn frá himni (Matt 16:1–4).

  9. Kana Jesús breytti vatni í vín (Jóh 2:1–11) og læknaði son konungsmanns, sem var í Kapernaum (Jóh 4:46–54). Í Kana var einnig heimili Natanaels (Jóh 21:2).

  10. Nasaret Vitjanir englanna til Maríu og Jósefs áttu sér stað í Nasaret (Matt 1:18–25; Lúk 1:26–38; 2:4–5). Eftir komuna frá Egyptalandi eyddi Jesús bernsku sinni og æsku hér (Matt 2:19–23; Lúk 2:51–52), lýsti yfir að hann væri Messías og var hafnað af sínu eigin fólki (Lúk 4:14–32).

  11. Jeríkó Jesús veitti blindum manni sýn (Lúk 18:35–43). Hann snæddi einnig með Sakkeusi „yfirtollheimtumanni“ (Lúk 19:1–10).

  12. Betabara Jóhannes skírari vitnaði að hann væri „rödd hrópandans í eyðimörkinni“ (Jóh 1:19–28). Jóhannes skírði Jesú í ánni Jórdan og vitnaði um að Jesús er guðslambið (Jóh 1:28–34).

  13. Óbyggðir Júdeu Jóhannes skírari prédikaði í óbyggðunum (Matt 3:1–4), þar sem Jesús fastaði í fjörutíu daga og var freistað (Matt 4:1–11).

  14. Emmaus Upprisinn Kristur gekk eftir veginum til Emmaus með tveimur lærisveina sinna (Lúk 24:13–32).

  15. Betfage Tveir lærisveinar færðu Jesú ösnufola og á honum hóf hann sigurgöngu sína inn í Jerúsalem (Matt 21:1–11).

  16. Betanía Hér var heimili Maríu, Mörtu og Lasarusar (Jóh 11:1). María hlustaði á orð Jesú, og Jesús talaði við Mörtu um að velja „góða hlutann“ (Lúk 10:38–42); Jesús reisti Lasarus upp frá dauðum (Jóh 11:1–44); og María smurði fætur Jesú (Matt 26:6–13; Jóh 12:1–8).

  17. Betlehem Jesús fæddist og var lagður í jötu (Lúk 2:1–7); englar boðuðu fjárhirðunum fæðingu Jesú (Lúk 2:8–20); vitringum var leiðbeint með stjörnu til Jesú (Matt 2:1–12); og Heródes drap börnin (Matt 2:16–18).