Námshjálp
13. Trúboðsferðir Páls postula


13. Trúboðsferðir Páls postula

Ljósmynd
Biblíukort 13

N

Lykill

Fyrsta ferðin

Önnur ferðin

Þriðja ferðin

Rómarförin

Ítalía

Svartahaf

Rómaborg

Makedónía

Pontus

Þríbúðir

Biþýnía

Appíusartorg

Þessaloníka

Filippí

Púteólí

Tróas

Beroja

Galatía

Samóþrake

Mýsía

Asía

Pergamos

Kappadókía

Antíokkía

Lýdía

Frýgía

Smyrna

Íkóníum

Tarsus

Kíos

Efesus

Pisidía

Lýstra

Aþena

Korinta

Laodíkea

Regíum

Akaía

Míletus

Pamfýlía

Derbe

Lýkía

Perge

Antíokkía

Patmos

Kilikía

Sýrakúsa

Mýra

Knídus

Ródus

Kýpur

Salamis

Melíta (Malta)

Krít

Pafos

Sídon

Sýrland

Týrus

Góðhafnir

Fönikía

Damaskus

Ptólemais

Miðjarðarhaf

Sesarea

Samaría

Joppe

Jerúsalem

Gasa

Kýrene

Alexandría

Egyptaland

Líbýa

Kílómetrar

0 100 200 300 400

A B C D E F G H

1 2 3 4

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

  1. Gasa Filippus prédikaði um Krist og skírði hirðmann frá Eþíópíu á leið sinni til Gasa (Post 8:26–39).

  2. Jerúsalem Sjá kort 12 varðandi atburði í Jerúsalem.

  3. Joppe Pétur meðtók í sýn að Guð veitir mönnum af Þjóðunum gjöf iðrunar (Post 10; 11:5–18). Pétur reisti Tabíþu frá dauðum (Post 9:36–42).

  4. Samaría Filippus þjónaði í Samaríu (Post 8:5–13), og síðar kenndu Pétur og Jóhannes hér (Post 8:14–25). Eftir að þeir veittu gjöf heilags anda, reyndi Símon töframaður að kaupa þá gjöf af þeim (Post 8:9–24).

  5. Sesarea Hér, eftir að engill hafði þjónað hundraðshöfðinga er Kornelíus hét, leyfði Pétur að hann fengi að skírast (Post 10). Hér flutti Páll vörn sína frammi fyrir Agrippu (Post 25–26; sjá einnig JS — S 1:24–25).

  6. Damaskus Jesús birtist Sáli (Post 9:1–7). Eftir að Ananías læknaði sjón hans, var Sál skírður og hóf þjónustu sína (Post 9:10–27).

  7. Antíokkía (í Sýrlandi) Hér voru lærisveinarnir fyrst kallaðir hinir kristnu (Post 11:26). Agabus spáði um hungursneyð (Post 11:27–28). Miklar deilur urðu í Antíokkíu varðandi umskurn (Post 14:26–28; 15:1–9). Í Antíokkíu hóf Páll aðra ferð sína með Sílasi, Barnabasi og Júdasi Barsabbas (Post 15:22, 30, 35).

  8. Tarsus Heimaborg Páls; hingað sendu bræðurnir Pál svo að hann nyti öryggis (Post 9:29–30).

  9. Kýpur Eftir ofsóknir flýðu sumir heilagir til þessarar eyju (Post 11:19). Páll ferðaðist um Kýpur í fyrstu trúboðsferðinni (Post 13:4–5), eins og Barnabas og Markús gerðu síðar (Post 15:39).

  10. Pafos Páll lagði bölvun á töframann hér (Post 13:6–11).

  11. Derbe Páll og Barnabas prédikuðu fagnaðarerindið í þessari borg (Post 14:6–7, 20–21).

  12. Lýstra Þegar Páll læknaði bæklaðan mann, voru hann og Barnabas tignaðir sem guðir. Páll var grýttur og talinn vera dauður en náði sér og hélt áfram að prédika (Post 14:6–21). Heimili Tímóteusar (Post 16:1–3).

  13. Íkóníum Í fyrstu ferð sinni prédikuðu Páll og Barnabas hér og var hótað grýtingu (Post 13:51–14:7).

  14. Laódíkea og Kólossa Laódíkea er ein af greinum kirkjunnar sem Páll heimsótti og fékk bréf frá (Kól 4:16). Hún er einnig ein af borgunum sjö sem taldar eru upp í Oinberunarbókinni (hinar eru Efesus, Smyrna, Pergamos, Þýatíra, Sardis og Fíladelfía; sjá Op 1:11). Kólossa liggur 18 kílómetrum í austur frá Laódíkeu. Páll ritaði hinum heilögu sem þar bjuggu.

  15. Antíokkía (í Pisidíu) Í fyrstu ferð sinni, kenndu Páll og Barnabas Gyðingunum að Kristur væri afkomandi Davíðs. Páll bauð fram fagnaðarerindið til Ísraels, og síðan mönnum af Þjóðunum. Páll og Barnabas voru ofsóttir og reknir brott (Post 13:14–50).

  16. Míletus Þegar Páll var hér í þriðju ferðinni, varaði hann öldunga kirkjunnar við því að „skæðir vargar“ mundu koma inn í hjörðina (Post 20:29–31).

  17. Patmos Jóhannes var fangi á þessari eyju þegar hann meðtók sýnina sem nú er að finna í Opinberunarbókinni (Op 1:9).

  18. Efesus Apollós kenndi hér kostgæfilega (Post 18:24–28). Páll, í sinni þriðju ferð, kenndi í Efesus í tvö ár og sneri mörgum (Post 19:10, 18). Hér veitti hann gjöf heilags anda með handayfirlagningu (Post 19:1–7) og vann mörg kraftaverk, þar með talið að reka út illa anda (Post 19:8–21). Hér efndu dýrkendur Artemisar til æsinga gegn Páli (Post 19:22–41). Hluti Opinberunarbókarinnar var stílaður til kirkjunnar í Efesus (Op 1:11).

  19. Tróas Þegar Páll var hér í annarri ferðinni sá hann í sýn mann í Makedóníu sem bað um hjálp (Post 16:9–12). Þegar hann var hér í þriðju ferð sinni, reisti Páll Evtýkus upp frá dauðum (Post 20:6–12).

  20. Filippí Páll, Sílas og Tímóteus sneru konu er Lýdía hét til trúar, köstuðu út illum anda og voru barðir (Post 16:11–23). Þeir fengu guðlega hjálp til að losna úr fangelsi (Post 16:23–26).

  21. Aþena Þegar Páll kom til Aþenu í annað sinn, prédikaði hann á Aresarhæð (Aeropagus) um „guðinn ókunna“ (Post 17:22–34).

  22. Korinta Páll fór til Korintu í annarri ferð sinni, þar sem hann dvaldi hjá Akvílas og Priskillu. Hann prédikaði hér og skírði marga (Post 18:1–18). Frá Korintu ritaði Páll bréf sitt til Rómverja.

  23. Þessaloníka Páll prédikaði hér í annarri trúboðsferð sinni. Trúboðshópur hans fór héðan til Beroju eftir að Gyðingar höfðu ógnað öryggi þeirra (Post 17:1–10).

  24. Beroja Páll, Sílas og Tímóteus fundu göfugar sálir til þess að kenna í annarri trúboðsferð Páls. Gyðingar frá Þessaloníku eltu þá og ofsóttu (Post 17:10–13).

  25. Makedónía Páll kenndi hér í annarri og þriðju ferð sinni (Post 16:9–40; 19:21). Páll hrósaði hinum heilögu í Makedóníu fyrir örlæti þeirra, en þeir gáfu honum og hinum fátæku heilögu í Jerúsalem (Róm 15:26; 2 Kor 8:1–5; 11:9).

  26. Melíta Páll varð skipreika hér á þessari eyju á leið sinni til Rómar (Post 26:32; 27:1, 41–44). Hann sakaði ekki þrátt fyrir snákabit og læknaði marga sem sjúkir voru á Melíta (Post 28:1–9).

  27. Rómaborg Páll prédikaði hér í tvö ár í stofufangelsi (Post 28:16–31). Hann skrifaði einnig pistla, eða bréf, til Efesusmanna, Filippíumanna, og Kólossubúa og til Tímóteusar og Fílemon á meðan hann var fangi í Rómaborg. Fyrsta bréf sitt ritaði Pétur frá „Babýlon,“ sem líklega var Rómaborg, skömmu eftir ofsóknir Nerós gegn hinum kristnu á árinu 64 e.Kr. Almennt er álitið að Pétur og Páll hafi liðið píslarvættisdauða hér.