Aðalráðstefna
Djúpt í hjörtum okkar
Aðalráðstefna apríl 2020


Djúpt í hjörtum okkar

Drottinn er að reyna að hjálpa okkur – öllum – að færa fagnaðarerindi hans dýpra í hjörtu okkar.

Bræður og systur, þetta eru yndislegir tímar sem við lifum á. Nú, er við fögnum upphafi endurreisnarinnar, þá er einnig viðeigandi að fagna áframhaldandi endurreisn þeirri sem við erum vitni að. Ég fagna því með ykkur að lifa á þessum tímum. 1 Í gegnum spámenn sína, heldur Drottinn áfram að stilla því upp, sem við munum þarfnast við undirbúning komu hans. 2

Eitt af því sem við munum þarfnast er áætlun barna og unglinga. Mörg ykkar eru kunnug áherslum þessa verkefnis á markmiðssetningu, ný aðildartákn og ráðstefnur Til styrktar æskunni. Við megum ekki láta þetta skyggja á sýn okkar á þeim lögmálum sem þetta verkefni er byggt á og tilgangi þeirra: Að hjálpa við að gróðursetja fagnaðarerindi Jesú Krists djúpt í hjörtu barna okkar og unglinga. 3

Ég hef trú á því að þegar við lærum að sjá þessi lögmál skýrar, munum við sjá þetta sem meira en bara verkefni fyrir meðlimi á aldrinum 8 til 18 ára. Við munum sjá hvernig Drottinn er að reyna að hjálpa okkur – öllum – að færa fagnaðarerindi hans dýpra í hjörtu okkar. Ég bið þess að heilagur andi muni hjálpa okkur að læra saman.

Sambönd – „verið með þeim“ 4

Fyrsta lögmálið eru sambönd. Vegna þess að þau eru svo eðlilegur hluti af kirkju Jesú Krists, gleymum við stundum mikilvægi sambanda í viðvarandi ferð okkar til Krists. Það er ekki ætlast til þess að við finnum eða göngum ein sáttmálsveginn. Við þörfnumst kærleiks og stuðnings frá foreldrum, öðrum fjölskyldumeðlimum, vinum og leiðtogum, sem eru einnig að ganga eftir veginum.

Svona sambönd taka tíma. Tíma til að vera saman. Tíma til að hlægja, leika, læra og þjóna saman. Tíma til að læra að meta áhugamál hvers annars og áskoranir. Tíma til að vera opinn og hreinskilin við hvert annað, er við stefnum að því að vera betri saman. Þessi sambönd eru ein aðal ástæða þess að koma sama sem fjölskyldur, sveitir, bekkir og söfnuðir. Þetta er grunnurinn að farsælu þjónustustarfi. 5

Öldungur Dale G. Renlund gaf okkur lykil að því að þroska þessi sambönd, þegar hann sagði: „Til að geta þjónað fólki af árangri …, þá þurfum við að geta séð það … með augum himnesks föður. Aðeins þá getum við byrjað að skilja virði sálarinnar. Aðeins þá getum við skynjað þann kærleika sem himneskur faðir ber til allra barna sinna.“ 6

Það er gjöf að geta séð aðra eins og Guð sér þá. Ég hvet hvert ykkar til að leita þessarar gjafar. Þegar augu okkur hafa opnast til að sjá, 7 munum við einnig geta hjálpað öðrum að sjá sjálfa sig eins og Guð gerir. 8 Henry B. Eyring forseti lagði áherslu á mikilvægi þessa er hann sagði: „Það sem skiptir mestu er það sem [aðrir læra] frá [ykkur] varðandi hver þau raunverulega eru og geta orðið. Ég tel að það sé eitthvað sem þau munu ekki læra af fyrirlestrum. Þau munu læra það af tilfinningunni um það hver þið eruð, hvaða mann þið teljið þau geyma og hvað þið teljið að þau gætu orðið.“ 9 Að hjálpa öðrum að skilja sitt sanna auðkenni og tilgang, er ein æðsta gjöfin sem við getum gefið. 10 Að sjá aðra og okkur sjálf eins og Guð gerir, tengir hjörtu okkar „saman í einingu og elsku.“ 11

Með síauknum áhrifum frá veraldlegum öflum, munum við þarfnast þess styrks sem kemur frá kærleiksríkum samböndum. Þannig að þegar við skipuleggjum viðburði, fundi og aðrar samkomur, munum þá hinn almenna tilgang þessara samfunda, sem er að byggja upp elskurík sambönd sem sameina okkur og færa fagnaðarerindi Jesú Krists enn dýpra í hjörtu okkar. 12

Opinberun, sjálfræði og iðrun – „tengja þau himnum“ 13

Að sjálfsögðu er það ekki nægilegt að vera tengd saman. Það eru margir hópar og samtök sem ná samstöðu í kringum ólíkan málstað. Hins vegar, þá er sú eining sem við sækjumst eftir, að verða eitt með Kristi, að tengjast honum. 14 Til þess að tengja hjörtu okkar himnum, þörfnumst við persónulegrar reynslu, eins og öldungur Andersen var að ljúka við að tala við okkur um. 15 Sú reynsla kemur þegar heilagur andi færi okkur orð og elsku Guðs í huga okkar og hjörtu. 16

Þessi opinberun kemur til okkar í gegnum ritningarnar, einkum Mormónsbók og með innblásnum orðum lifandi spámanna og annarra trúfastra lærisveina og í gegnum hina lágu og hljóðlátu rödd. 17 Þessi orð eru meira en blek á blaði, hljóðbylgjur í eyrum okkar eða hugsanir í hugum okkar og tilfinning í hjörtum okkar. Orð Guðs er andlegur kraftur. 18 Það er sannleikur og ljós. 19 Þannig þekkjum við hann! Orðið byrjar og eykur við trú okkar á Krist og kyndir undir þrá innra með okkur til að verða líkari frelsaranum, sem er að iðrast og ganga sáttmálsveginn. 20

Í apríl síðastliðnum hjálpaði Russell M. Nelson forseti okkur að skilja megin tilgang iðrunarinnar í þessari upplýsandi ferð. 21 Hann sagði: „Þegar við veljum að iðrast, veljum við að breytast! Við leyfum frelsaranum að breyta okkur í bestu útgáfu okkar sjálfra. Við veljum að líkjast Jesú Kristi meira!“ 22 Breytingarferlið, knúið áfram af orði Guðs, er leiðin til að tengjast himnum.

Undirliggjandi í boði Nelsons forseta um að iðrast er lögmál sjálfræðisins. Við verðum að velja iðrun fyrir okkur sjálf. Fagnaðarerindinu verður ekki þvingað í hjörtu okkar. Eins og öldungur Renlund sagði: „Uppeldismarkmið föður okkar á himnum er ekki að láta börn sín gera það sem rétt er, heldur að láta börn sín velja að gera það sem rétt er. 23

Í námsskránum sem barna og unglingaáætlunin leysti af hólmi, voru um 500 mismunandi atriði sem varð að uppfylla til að fá ýmsar viðurkenningar. 24 Í dag er í raun bara eitt. Það er boð um að velja að verða líkari frelsaranum. Við getum þetta með því að meðtaka orð Guðs með heilögum anda og leyfa Kristi að breyta okkur í bestu mögulegu útgáfu okkar sjálfra.

Þetta er talsvert meira en bara æfing í markmiðasetningu eða sjálfseflingu. Markmið eru einfaldlega verkfæri sem hjálpa okkur að tengjast himnum í gegnum opinberun, sjálfræði og iðrun – að koma til Krists og meðtaka fagnaðarerindi hans djúpt í hjörtum okkar.

Þátttaka og fórn – „leyfið þeim að leiða“ 25

Að lokum, til þess að meðtaka fagnaðarerindi Jesú Krists djúpt í hjörtum okkar þurfum við að vera virk í starfinu – að helga því tíma okkar og hæfileika, að fórna fyrir það. 26 Við viljum öll lifa lífi sem hefur merkingu og þetta á sérstaklega við hina upprennandi kynslóð. Þau þrá málstað.

Fagnaðarerindi Jesú Krists er besti málstaðurinn í heiminum. Ezra Taft Benson forseti sagði: „Guð hefur boðið okkur að flytja öllum heiminum þetta fagnaðarerindi. Þetta er sá málstaður sem við verðum að sameinast um á okkar tíma. Aðeins fagnaðarerindið mun bjarga heiminum frá hörmungum eigin sjálfseyðingar. Aðeins fagnaðarerindið mun sameina karla [og konur] af öllum kynþáttum og þjóðernum í friði. Aðeins fagnaðarerindið mun færa mannkyninu gleði, hamingju og sáluhjálp.“ 27

Öldungur David A. Bednar sagði: „Þegar við veitum æskunni umboð með því að bjóða þeim og leyfa þeim að framkvæma, mun kirkjan færast áfram á undraverðan hátt.“ 28 Of oft höfum við ekki boðið æskunni og leyft henni að færa fórnir fyrir þennan mikla málstað Krists. Öldungur Neal A. Maxwell sagði: „Ef æska [okkar] verður fyrir vonbrigðum með [verk Guðs], þá er líklegra að þau láti bugast af heiminum.“ 29

Hin nýja barna og unglingaáætlun snýst um það að gefa unga fólkinu umboð. Þau velja sín eigin markmið. Forsætisráð sveita og bekkja eru sett í sín viðeigandi hlutverk. Ungmennaráð deildar, leggur áherslu á sáluhjálparstarf og upphafningu á sama hátt og deildarráðið. 30 Sveitir og bekkir hefja fundi sína á því að fara yfir hvernig best er að framkvæma það verk sem Guð hefur falið þeim. 31

Nelson forseti sagði við unga fólkið í kirkjunni: „Ef þið veljið, ef þið viljið, … getið þið verið stór hluti af nokkru stóru, miklu, tignarlegu! … Þið eruð meðal þeirra bestu sem Drottinn hefur nokkru sinni sent í þennan heim. Þið hafið getu til að verða snjallari, vitrari og hafa meiri áhrif á heiminn en nokkur fyrri kynslóða!“ 32 Af öðru tilefni sagði Nelson forseti við æskuna: „Ég ber fullkomið traust til ykkar. Ég elska ykkur og það gerir Drottinn líka. Við erum fólk hans – helguð hans heilaga verki.“ 33 Þið unga fólk, skynjið þið það traust sem Nelson forseti ber til ykkar og hve mikilvæg þið eruð þessu starfi?

Þið foreldrar og fullorðnu leiðtogar, ég býð ykkur að sjá ungdóminn eins og Nelson forseti gerir. Um leið og unga fólkið skynjar elsku ykkar og traust, er þið hvetjið þau og kennið þeim að leiða – og víkið síðan til hliðar – munu þau vekja ykkur furðu með innsýn sinni, getu og skuldbindingu við fagnaðarerindið. 34 Þau munu upplifa gleði þess að velja að starfa í og fórna sér fyrir málstað Krists. Fagnaðarerindi hans mun festa dýpri rætur í hjörtu þeirra og starfinu mun miða áfram á undraverðan hátt.

Fyrirheit og vitnisburður

Ég lofa að þegar við einbeitum okkur að þessum reglum – samböndum, opinberunum, sjálfræði, iðrun og fórn – mun fagnaðarerindi Jesú Krists ná dýpra í hjörtu okkar allra. Við munum sjá endurreisnina miða áfram að endanlegum tilgangi sínum, endurlausn Ísraels og stofnun Síonar, 35 þar sem Kristur mun ríkja sem konungur konunganna.

Ég ber þess vitni að Guð heldur áfram að gera allt sem nauðsynlegt er til að undirbúa fólk sitt fyrir þann dag. Megum við sjá hönd hans í þessu dýrðlega verki er við vinnum að því að „[koma] til Krists og [fullkomnast] í honum.“ 36 Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Kenning og sáttmálar 45:12. Nelson forseti sagði: „Hugsið ykkur bara eftirvæntinguna og mikilvægi þess alls: Hver spámaður, allt frá Adam, hefur séð okkar dag. Hver spámaður hefur talað um okkar dag, þegar Ísrael yrði safnað saman og heimurinn myndi vera undirbúinn fyrir Síðari komu frelsarans. Hugleiðið þetta! Af öllum þeim sem hafa nokkru sinni búið á jörðinni, erum við þau sem fáum að taka þátt í þessum viðburði samansöfnunar. Þvílíkt spennandi sem það er!“ („Hope of Israel“ [heimslæg trúarsamkoma æskufólks, 3. júní, 2018], HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org).

    Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi:

    „Hve dásamlegur tími að lifa á.

    „Fagnaðarerindi Jesú Krists er sannarlega áreiðanlegasti, öruggasti, traustasti og ánægjulegasti sannleikurinn á jörðinni og á himnum, um tíma og eilífð. Ekkert – ekki neitt, enginn, engin áhrif – munu halda þessari kirkju frá því að uppfylla ætlunarverk sitt og sjá örlög hennar yfirlýst frá því fyrir mótun heimsins. … Það er engin ástæða til að vera hræddur eða hikandi við framtíðina.

    Ólíkt neinum tímabilum hér áður, þá mun þessi ráðstöfun ekki sjá stofnanalegt fráfall, hún mun ekki sjá á eftir prestdæmislyklunum, hún mun ekki þola endalok opinberana frá rödd almáttugs Guðs. … Dásamlegur tími til að lifa á!

    … ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég bjartsýnn fyrir síðari dögunum. … Trúið. Rísið upp. Verið trúföst. Nýtið svo vel þessa dásamlegu tíma sem við lifum á!“ (Facebook post, 27. maí, 2015; sjá einnig „Be Not Afraid, Only Believe“ (ræða flytt fyrir trúarkennara Fræðsludeildar kirkjunnar, 6. feb. 2015), broadcasts.ChurchofJesusChrist.org).

  2. Sjá Jóhannes 1:12.

  3. Stuttu eftir að við vorum kallaðir sem aðalforsætisráð Piltafélagsins, ræddi Henry B. Eyring forseti við okkur um þær einstöku áskoranir og tækifæri sem æska kirkjunnar stendur frammi fyrir í dag. Hann ráðlagði okkur að einbeita okkur að því sem myndi hjálpa fagnaðarerindi Jesú Krists að komast djúpt í hjörtu þeirra. Það ráð hefur verið leiðarljós okkar sem forsætisráð Piltafélagsins.

  4. Sjá „Be with Them,“ ChurchofJesusChrist.org/callings/aaronic-priesthood-quorums/my-calling/leader-instruction/be-with-them.

  5. Sjá Mósía 18:25; Alma 6:5.

  6. Dale G. Renlund, „Með augum Guðsaðalráðstefna, okt. 2015, 94; sjá einnig HDP Móse 1:4–6.

    Thomas S. Monson forseti sagði: „Það er ábyrgð okkar að sjá einstaklinga ekki eins og þeir eru, heldur frekar eins og þeir geta orðið. Ég skora á ykkur að hugsa með þessum hætti um þá.“ (Sjá aðra eins og þeir geta orðið,“ aðalráðstefna, okt. 2012).

    Öldungur Neal A. Maxwell sagði: „Of oft verður yfirborðs óhlýðni ungrar manneskju gagnvart stöðlum kirkjunnar, eða að því er virðast móttstöðutengdar efasemdir, eða yfirlýstur efi til þess að hún verði fljótlega stimpluð. Niðurstöðurnar gera orðið fjarlægð og stundum rofin tengsl. Sannur kærleikur er ekki hrifinn af stimplun!“ („Unto the Rising Generation,“ Ensign, apr. 1985, 9).

  7. Sjá 2. Konungabók 6:17.

  8. Sem meðlimur í Æðsta forsætisráðinu sagði Stephen L. Richards: „Hin æðsta tegund dómgreindar er þegar það er greint hjá öðrum og afhjúpar þeim betra eðli þeirra, hið góða innra með þeim“ (í Conference Report, apr. 1950, 162; í David A. Bednar, „Quick to Observe,“ Ensign, des. 2006, 35; Liahona, des. 2006, 19). Sjá einnig 2. Konungabók 6:17.

  9. Henry B. Eyring, „Teaching Is a Moral Act“ (ræða flutt í Brigham Young háskóla, 27. ágúst 1991), 3, speeches.byu.edu; emphasis added; sjá einnig Henry B. Eyring, „Help Them Aim High,“ Liahona, nóv. 2012, 60–67.

  10. Sjá HDP Móse 1:3–6.

  11. Mósía 18:21; sjá einnig HDP Móse 7:18.

  12. „Piltar sem hafa sterkt, jákvætt samband við virka [Síðari daga heilagra] fjölskyldu, jafnaldra og leiðtoga, sem hjálpa þeim að þróa samband við himneskan föður, eiga mestar líkur á að haldast virkir. Ákveðin dagskrá – eins og dagskrá sunnudaga, viðburðardagskrá [Piltafélagsins], væntingar persónulegs afreksstarfs … gætu haft lítil áhrif ef þessi sambönd eru ekki tilstaðar. … Hin mikilvæga spurning er ekki hvaða þáttum ákveðinnar áætlunar sé framfylgt, heldur hvernig þeir stuðla að jákvæðu sambandi sem styrkir trúarlegt auðkenni [Síðari daga heilagra] pilta“ (í „Be with Them,“ ChurchofJesusChrist.org/callings/aaronic-priesthood-quorums/my-calling/leader-instruction/be-with-them).

  13. Sjá „Connect Them with Heaven,“ ChurchofJesusChrist.org/callings/aaronic-priesthood-quorums/my-calling/leader-instruction/connect-them-with-heaven.

  14. Sjá Jóhannes 15:1–5; 17:11; Fillipí 4:13; 1. Jóhannesarbréf 2:6; Jakob 1:7; Omní 1:26; Moróní 10:32.

  15. Ritningarnar eru fullar af slíkum dæmum, hér má finna aðeins tvö þeirra: 1. Nefí 2:16; Enos 1:1–4.

  16. Sjá Lúkas 24:32; 2. Nefí 33:1–2; Jakob 3:2; Moróní 8:26; Kenning og sáttmálar 8:2–3.

  17. Sjá 2. Tímóteusarbréfið 3:15–16; Kenning og sáttmálar 68:3–4; 88:66; 113:10.

  18. Sjá 1 Þessalónikubréf 1:5; Alma 26:13; 31:5; Helaman 3:29; 5:17; Kenning og sáttmálar 21:4–6; 42:61; 43:8–10; 50:17–22; 68:4.

  19. Sjá Jóhannes 6:63; 17:17; Alma 5:7; Kenning og sáttmálar 84:43–45; 88:66; 93:36.

  20. Sjá Jóhannes 15:3; 1. Pétursbréfið 1:23; Mósía 1:5; Alma 5:7, 11–13; 32:28, 41–42; 36:26; 62:45; Helaman 14:13.

  21. Sjá 2 Nefí 31:19–21; 32:3, 5.

  22. Russell M. Nelson, „Við getum gert betur og orðið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

  23. Dale G. Renlund, „Veljið þá í dag,“ aðalráðstefna, október 2018.

  24. Þessi tala inniheldur einnig kröfur skátastarfsins, sem var þar til nýlega, og er hluti af piltastarfi kirkjunnar, aðallega í Bandaríkjunum og Kanada. Þar sem skátastarfið var ekki stundað var talan yfir 200. Að auki var viðburðardagskrá drengja, stúlkna, Piltafélagsins og Stúlknafélagsins ólíkt uppbyggð, sem gerði starfið talsvert flóknara fyrir fjölskyldur.

  25. Sjá „Let Them Lead“ ChurchofJesusChrist.org/callings/aaronic-priesthood-quorums/my-calling/leader-instruction/let-them-lead.

  26. Sjá Omní 1:26; 3. Nefí 9:20; 12:19; Kenning og sáttmálar 64:34. „Þau trúarbrögð sem ekki krefjast allra fórna, munu aldrei hafa allan þann trúarkraft sem nauðsynlegur er til lífs og sáluhjálpar“ (Lectures on Faith [1985], 69).

  27. Ezra Taft Benson, The Teachings of Ezra Taft Benson (1988), 167; í Kennið fagnaðarerindi mitt: leiðarvísir að trúboðsþjónustu. (2019), 13; sjá einnig Russell M. Nelson, „Hope of Israel,“ HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org.

  28. Fundir með öldungi David A. Bednar; sjá einnig „2020 Temple and Family History Leadership Instruction,“ 27. feb. 2020, ChurchofJesusChrist.org/family-history.

  29. Neal A. Maxwell, „Unto the Rising Generation,“ 11. Öldungur Maxwell hélt áfram: „Hvað notagildi varðar, hve mörg forsætisráð djákna og kennarasveita gera ekki annað en að kalla á einhvern til að flytja bæn eða bera út sakramenntið? Bræður, þetta eru virkilega sérstakir andar og þeir geta gert merkilega hluti ef þeir fá tækifæri til þess!“

  30. Sjá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 2.2, ChurchofJesusChrist.org.

  31. Ýmislegt er í boði í Gospel Library til að aðstoða þá ungu til að leiða, þar á meðal „Quorum and Class Presidency Resources,“ „Using Come, Follow Me—For Aaronic Priesthood Quorums and Young Women Classes, “ og í efni fyrir Stúlknafélagið og Aronsprestdæmissvetir í „Ward or Branch Callings.“

  32. Russell M. Nelson, „Hope of Israel,“ HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org. Á sömu trúarsamkomu sagði Nelson forseti: „Himneskur faðir okkar hefur geymt marga af göfugustu öndum hans – kannski ætti ég að segja, besta liðið hans – fyrir þennan síðasta þátt. Þessir göfugu andar – þessir bestu leikmenn, þessar hetjur – eruð þið!“

  33. Russell M. Nelson, upphafsorð í „Children and Youth: A Face to Face Event with Elder Gerrit W. Gong,“ 17. nóv. 2019, broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.

  34. Nelson forseti sagði: „Við þurfum að leyfa unga fólkinu að leiða, einkum þeim sem hafa verið kölluð og sett í embætti til að þjóna í forsætisráðum sveita og bekkja. Þeim verður úthlutað prestdæmisvaldi. Þau munu læra hvernig að meðtaka á innblástur er þau leiða bekki sína og sveitir“ (í „Children and Youth Introductory Video Presentation,“ 29. sept. 2019, ChurchofJesusChrist.org).

    Öldungur Quentin L. Cook sagði: „Ungmennum okkar er falið að axla aukna ábyrgð á yngri aldri – án þess að foreldrar og leiðtogar komi að og taki yfir þau mál sem þau geta gert sjálf“ (Breytingar til styrktar unglingum,“ aðalráðstefna, október 2019).

  35. George Q. Cannon forseti, kenndi: „Guð hefur haldið tilbaka öndum fyrir þessa ráðstöfun, sem hafa það hugrekki og staðfestu að takast á við heiminn og alla krafta hins illa, sýnilega og ósýnilega, til að boða fagnaðarerindið og viðhalda sannleikanum og stofna og byggja upp Síon Guðs okkar, óhrædd við allar afleiðingar. Hann hefur sent þessa anda í þessa kynslóð til að leggja grunninn að Síon, sem mun aldrei aftur vera rifin niður og til að ala upp réttláta afkomendur sem munu heiðra Guð og heiðra hann mest og vera hlýðin honum í öllum aðstæðum.“ („Remarks,“ Deseret News, 31. mars 1866, 203); sjá einnig Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 186.

  36. Moróni 10:32.