2023
Hvert var hlutverk og þjónusta Krists?
Janúar 2023


„Hvert var hlutverk og þjónusta Krists?“ Líahóna, jan. 2023.

Kom, fylg mér

Lúkas 1

Hvert var hlutverk og þjónusta Krists?

Ljósmynd
Jesús kennandi

Fjallræðan, eftir James Tissot © Brooklyn Museum of Art / Bridgeman Images

Jesús Kristur gerði sáttmála í fortilverunni um að koma til jarðarinnar og verða frelsari okkar (sjá HDP Móse 4:2; Abraham 3:27). Hann fullnaði bæði hlutverk sitt og þjónustu sem frelsari okkar.

Russell M. Nelson forseti útskýrði: „Hlutverk Drottins í jarðlífinu var að framkvæma friðþæginguna … [og] gera eilíft líf mögulegt fyrir hvern þann sem gerði sig hæfan fyrir það. … Þjónusta hans var allt annað sem hann gerði – kraftaverk hans, kenningar hans, elska hans, áhersla hans á helgiathafnir, bænarkennsla hans.“1

Hinum ýmsu þáttum sem tengjast hlutverki og þjónustu Krists er lýst víða í ritningunum. Gætið að lýsingu móður hans, Maríu, í Lúkasi 1:46–55. Hanna, sem líka var fordæmi um auðmýkt, flutti álíka bæn um þjónustu Drottins í 1. Samúelsbók 2:1–10.

Eins og lagt er til í kennslubókinni Kom, fylg mér, þá getið þið borið þetta saman við Sæluboð Jesú í Matteusi 5:3–12.2

Íhugið að skrá nokkra þætti varðandi þjónustu Krists sem þessi ritningarvers lýsa; einn þáttur hefur verið nefndur sem dæmi: