2023
Skjól frá storminum
Mars 2023


„Skjól frá storminum,“ Líahóna, mars 2023.

Velkomin í þessa útgáfu

Skjól frá storminum

Ljósmynd
regn fellur yfir sjó

Ljósmynd frá Getty Images

Hafið þið einhvern tíma setið í skjóli í regnstormi? Þegar regnið dynur á þaki skýlisins, dregur niður í öðrum hljóðum. Hvernig getur maður haldist þurr í miðjum storminum? Máttur og nærvera frelsara okkar er eins og slíkt skjól.

Þetta tölublað Líahóna fjallar um það hvernig Jesús Kristur veitir frið í stormum lífsins. Við fáum ekki sneitt hjá prófraunum og áskorunum. Líkt og skjólið sem heldur okkur þurrum í rigningunni, þá hjálpar Jesús Kristur okkur að finna frið í storminum, ef við bjóðum honum að koma með í ferð okkar. Ég býð ykkur að lesa greinina „Minn frið gef ég yður“ (á síðu 4), eftir öldung Dieter F. Uchtdorf. Hann kennir: „Jesús Kristur, sem stjórnar frumefnunum, getur líka létt byrðar okkar“ og „friður þarf ekki að hverfa úr hjörtum okkar, þótt við þurfum að þjást, syrgja og setja von okkar á Drottin.“

Ég hef líka upplifað „storma“ í lífi mínu. Slíkar raunir hafa kennt mér að Jesús Kristur er sannlega eina varanlega uppspretta hjálpar og friðar. Líkt og ég greini frá í grein minni „Mátturinn til að reisa við“ (á síðu 40), þá getur og mun frelsari okkar koma með okkur í ferð okkar heim. Hann er með okkur er við væntum lofaðra blessana. Það er aldrei of seint fyrir hann að lyfta okkur upp. Hann elskar ykkur. Ég bið þess að þið leyfið honum að verða skjól ykkar og griðastaður, í hverju sem þið takist á við.

Kærleikskveðjur,

Bonnie H. Cordon

aðalforseti Stúlknafélagsins