2023
Greftrunarhefðir Gyðinga
Mars 2023


„Greftrunarhefðir Gyðinga,“ Líahóna, mars 2023.

Greftrunarhefðir Gyðinga

Lasarus, Marta og María voru systkini sem bjuggu í borginni Betaníu. Þau voru vinir frelsarans og hann heimsótti þau oft. Á ákveðnum tímapunkti í þjónustu sinni, fór Jesús frá Júdeu, þar sem Betanía var staðsett, því Gyðingar á svæðinu vildu drepa hann (sjá Jóhannes 10:39–40). Meðan Jesús var í burtu, veiktist Lasarus og dó og var grafinn samkvæmt hefð Gyðinga (sjá Jóhannes 11:1–17).

Þetta eru nokkrir af þeim siðum sem þeir hefðu líklega fylgt við dauða Lasarusar og greftrun.

Ljósmynd
vökva er hellt á hönd

Eftir að manneskja lést, var augum hennar lokað. Líkaminn var þveginn með ilmjurtum eins og nardus, myrru og alóe (sjá Lúkas 23:56; Jóhannes 19:38–40).

Myndskreyting: Noah Regan

Ljósmynd
fólk stendur við hlið dúkvafins líks

Líkinu var vafið í dúk og borið á heimili fjölskyldunnar, þar sem ættingjar og nágrannar gátu komið í heimsókn (sjá Postulasagan 9:37).

Ljósmynd
líkami borinn á börum

Venjulega var líkið borið á börum til grafarinnar, innan átta klukkustunda frá andlátinu, svo allir gestir gætu séð það (sjá Lúkas 7:12–14). Konur leiddu gönguna. Fjölskyldumeðlimir rifu klæði sín sem sorgarmerki.

Ljósmynd
kona gengur inn í opna gröf

Sumar grafirnar voru höggnar í bjarg (sjá Matteus 27:58–60). Á grafhvelfingunum voru lítil op, svo fólk þurfti að beygja sig til að komast inn.

Ljósmynd
lík lá steinbekk í gröf

Líkið var lagt á bekk sem höggvinn var úr steini. Grafaropið var hulið með stórum, kringlóttum steini, til að koma í veg fyrir að þjófar eða dýr kæmust þar inn.1

Eftir að Jesús reisti Lasarus upp frá dauðum, höfðu lærisveinar hans ríka ástæðu til að vona, fremur en að syrgja aðeins missi ástvinar. Þeir gátu ekki neitað því, vegna Jesú Krists, að „gröfin hrósaði engum sigri og dauðinn hefði engan brodd“ (Mósía 16:7).

Heimildir

  1. Sjá Henri Daniel-Rops, Daily Life in Palestine at the Time of Christ (þýtt af Patrick O’Brian, 1962), 328–33; sjá einnig Bible Dictionary, „Burial.“