2019
„Þetta er málið!“
Apríl 2019


„Þetta er málið!“

Richard J. Anderson

Utah, Bandaríkjunum

Ljósmynd
man working on car

Myndskreyting eftir John Kachik

Ég kom seint heim kvöld eitt að vetri til, eftir mörg viðtöl sem biskup. Ég var úrvinda. Mikil streita hafði verið á vinnustaðnum vikum saman og ábyrgð í fjölskyldu og kirkju reyndu á þolmörkin.

Þetta kvöld varð ég gera við bílinn, svo ég kæmist til vinnu næsta dag. Ég fór í vinnugallann og skipti um hlutverk frá því að vera biskup yfir í að vera vélvirki. Ég lagðist undir bílinn á kalt gólfið og tók til starfa. Af hverju þurfti ég að upplifa kulda, þreytu og auma hnúa, eftir að ég hafði þegar unnið svo mikið um daginn? Ég var að missa þolinmæðina og tók að biðja af sjálfsvorkunn til himnesks föður.

„Gætir þú mögulega aðstoðað mig örlítið?“ sagði ég. „Ég er að reyna að gera mitt best til að vera góður faðir, eiginmaður og biskup og halda boðorðin. Myndi ég ekki þjóna betur, ef ég fengi einhverja hvíld? Þú mátt gjarnan hjálpa mér að koma þessu í lag, svo ég komist í rúmið.“

Allt í einu komu upp í hugann þrjú aðskilin greinileg orð: „Þetta er málið!”

„Hvað?“ svaraði ég.

Orðin komu aftur upp í hugann: „Þetta er málið!“

Það tók að renna upp fyrir mér ljós, sem fyllti hug minn og hjarta er orðin bárust í þriðja sinn: „Þetta er málið!“ Þessi orð voru skilaboð til anda míns. „Þetta“ var jarðlífið og ég var að upplifa stund vaxtar, sem gerði mér kleift að verða að því sem himneskur faðir ætlaði mér. Það var sem andinn segði við mig: „Áttirðu von á að jarðlífið yrði ekki erfitt?“ Þegar ég stóð upp af köldu steingólfinu, var ég annar maður.

Við getum séð raunir sem gjafir frá kærleiksríkum himneskum föður, ef við bregðumst þannig við þeim. Hann sér okkur fyrir tækifærum til að takast á við raunir, svo við getum snúið til hans. Þegar við gerum það, verðum við blessuð með visku og andlegum vexti.

Þessi þrjú orð sem komu upp í huga minn á þessu kalda kvöldi á steingólfi bílskúrsins míns, hafa orðið mér til blessunar í yfir 35 ár. Ég reyni að sjá til þess að engar raunir verði til einskis. Ég lít á raunir sem tækifæri til að læra eitthvað sem ég fæ ekki lært á neinn annan hátt.