2019
Nýr barnahluti Líahóna
Apríl 2019


Einungis stafrænt

Nýr barnahluti Líahóna

Í upphafi ársins 2019 tóku barnasíður Líahóna þremur megin breytingum:

  • Sjálfstæður hluti. Börnin munu nú hafa betri aðgang að trúarstyrkjandi frásögnum og verkefnum á barnasíðum sem nefnast Barnavinur. Í Líahóna verða áfram greinar fyrir unglinga og fullorðið fólk á öllum aldri.

  • Fleiri síður. Síðufjöldi hefur verið aukinn úr 14 í 24, sem felur í sér fleiri sögur, verkefni og hugmyndir til að kenna börnum heima og í Barnafélaginu. (Kennsluhugmyndir eru lagaðar að hinu nýja námsefni Kom, fylg mér.)

  • Nýr pappír. Hinn nýja barnvæna pappír er auðveldara að klippa, lita og teikna á.

Barnavinur fylgir með áskrift að Líahóna, án aukakostnaðar og verður sendur með tímaritinu. Að sinni verður ekki hægt að panta Barnavin einan og sér.

Allir sem fá Líahóna geta tekið þátt í því að auka aðgang barna að Barnavini. Þar sem börn eru ekki á heimilinu, er hægt að gefa hann barnabörnum, vini eða nágranna eða leiðtoga Barnafélagsins, sem getur komið því áleiðis til barns í deildinni eða greininni.

Ef þið viljið fá áskrift eða gefa hana öðrum, getið þið farið á store.lds.org, haft samband við næstu dreifingarstöð eða talað við deildar- eða greinarritara ykkar.

Látið Líahóna vita af því hvernig þið notið hinn nýja Barnavin á heimilinu og í kirkju með tölvupósti á liahona@ldschurch.org.