2019
Unglingar
Apríl 2019


Unglingar

Ljósmynd
Nyame S.

Þegar ég fór fyrst í efri deildir grunnskóla, var eitt sem ég átti erfitt með: Þegar nýtt efni var kynnt, átti ég erfitt með að skilja það. Kvöld eitt bað ég til himnesks föður um að hjálpa mér að skilja þessa áskorun og sigrast á henni. Ég átti trú og mér tókst að auka skilning minn á þessu. Upp frá því hafa bæn og trú verið á aðgerðalista mínum í skóla og hvar sem ég fer. Að vera í drengjaskóla er ögrandi, því sumir nemendur gera ýmislegt ósæmilegt. Þegar það gerist, koma orð foreldra minna mér í hug: „Gerðu ekkert sem flæmir burtu heilagan anda.“ Ég er þakklátur móður minni, sem stöðugt minnir mig á að hlusta á heilagan anda. Guð blessar okkur þegar við gerum það sem rétt er.

Nyame S., 16 ára, Ghana