2019
Ég mun sjá hann aftur
Apríl 2019


Ég mun sjá hann aftur

Ljósmynd
I Will See Him Again

Ég ólst upp í Níkaragva. Þegar ég var lítil gerði ég allt með eldri bróður mínum. Við gengum saman í skólann. Við fórum í búðina saman. Við upplifðum allskyns ævintýri í bakgarðinum. Við vorum hamingjusöm .

Þegar ég var níu ára, þá gerðist nokkuð mjög sorglegt. Bróðir minn lést í jarðskjálfta. Til að byrja með, þá virtist það ekki raunverulegt að hann væri farinn. Ég ímyndaði mér að hann myndi banka á dyrnar hjá okkur. Hann myndi segja okkur að hann hefði bara verið einhver staðar í burtu. Ég átti það til að horfa á dyrnar og óska þess að þetta myndi gerast. Mig langaði svo mikið að sjá hann aftur.

Smátt og smátt varð þetta auðveldara. Ég saknaði enn bróður míns, en ég gat aftur verið hamingjusöm.

Á þessum tíma var ég ekki meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þegar ég ólst upp lærði ég um kirkjuna og lét skírast. Dag einn var ég að vaska upp. Það voru páskar. Ég var að hugsa um upprisuna og varð hugsað til bróður míns.

Skyndilega kom tilfinning yfir mig. Ég minntist dagdraumanna sem ég hafði átt um bróður minn. Ég gerði mér grein fyrir að þeir voru alls ekkert kjánalegir. Þeir komu frá heilögum anda, til að hugga mig og leiða. Einhvern daginn mun bróðir minn raunverulega rísa upp. Ég mun þá sjá hann aftur.

Ef einhver sem þið elskið hefur dáið, þá er allt í lagi að sakna þeirra og vera sorgmæddur. Talið við fjölskyldu ykkar eða einhvern fullorðinn þegar þið eruð tilbúin til þess. Biðjið til himnesks föður um tilfinningar ykkar. Hann getur hjálpað ykkur að finna frið á ný.

Sama hvað, þá munið að Jesús Kristur elskar ykkur. Um páskana minnumst við fórnar hans fyrir okkur. Vegna hans, þá munum við öll rísa upp og geta lifað með fjölskyldum okkar um alla eilífð. ●

Huggunarspjöld

Klippið spjöldin út. Þið getið brotið þau í tvennt og notað sem bókamerki. Geymið þau í ritningum ykkar eða á einhverjum öðrum stað, til að skoða þegar þið eruð sorgmædd, einmanna eða hrædd.

„Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.“

Jóh 14:18

„Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra.“

Op 21:4.

„Verið þess vegna vonglaðir og óttist ei, því að ég, Drottinn, er með yður og mun standa með yður.“

K&S 68:6