2015
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Apríl 2015


Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér á eftir eru tvö dæmi.

Ljósmynd
photo of family gathered around a piano and singing

„Ver hjá mér hverja stund,“ bls. 30: Sálmar geta haft mikil áhrif á líf okkar, eins og sannaðist í tilviki Pak Mi-Jung, er texti sálmsins „Ver hjá mér hverja stund“ auðveldaði henni að ákveða að láta skírast. Rifjið upp hvernig sálmatextar hafa blessað líf ykkar og hugleiðið að segja fjölskyldu ykkar frá því. Biðjið hvern í fjölskyldunni að velja sér eftirlætis sálm og segja frá því hvernig hann hefur blessað líf þeirra. Syngið síðan sálmana með fjölskyldu ykkar. (Þið getið deilt þessu niður á tvær vikur.)

„Bænir og dómkirkjur,“ bls. 68: Eftir að þið hafið lesið þessa sögu, sýnið þá myndir af eða vísið til hinna ýmsu kirkna í borg ykkar og íhugið og ræðið þessar spurningar með fjölskyldu ykkar: Hvað eigum við sameiginlegt með öðrum trúarbrögðum? Hverjar eru tilfinningar himnesks föður til allra barna sinna? Hvernig eigum við að koma fram við þá sem eru annarrar trúar? Hugleiðið að nota greinina „Balancing Truth and Tolerance,“ eftir öldung Dallin H. Oaks í Tólfpostulasveitinni (Liahona, feb. 2013, 28–35), til að hjálpa ykkur að svara spurningunum.