2015
Hinn rétti vegur
Apríl 2015


Hinn rétti vegur

Úr „Förum ekki ranga leið,“ ráðstefnuræða, apríl 2014.

„Heyrið orð þess Guðs, sem gjörði yður“ (K&S 43:23).

Fyrir mörgum árum fór ég með fjölskylduna í Arches þjóðgarðinn í Utah, Bandaríkjunum. Einn af fallegustu og frægustu bogunum þar er nefndur Fíngerði boginn og við ákváðum að klífa fjallið til þess að komast að boganum.

Við hófum gönguna af miklum eldmóð en eftir stutta stund þurftu hin að hvílast. Ég ákvað að halda áfram einsamall því mig langaði svo mikið að komast á leiðarenda. Ég fylgdi manni sem virtist vita hvert hann væri að fara, án þess að gefa stígnum sem ég átti að fara nokkurn gaum.

Stígurinn varð smám saman erfiðari yfirferðar. Ég var viss um að fjölskylda mín hefði ekki getað farið eftir stígnum. Skyndilega sá ég Fíngerða bogann en mér til mikillar undrunar komst ég ekki að honum. Stígurinn sem ég hafði farið lá ekki að boganum.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og hélt tilbaka. Ég beið óþolinmóður eftir að hitta hópinn minn aftur. Þau útskýrðu að þau hefðu vandlega fylgt merkjunum sem vörðuðu leiðina og hefðu komist að Fíngerða boganum. Því miður hafði ég farið ranga leið. Ég lærði mikla lexíu þennan dag!

Missið ekki sjónar af veginum sem liggur til eilífs lífs með föður ykkar á himnum. Fylgið þeim reglum og boðorðum fagnaðarerindisins sem þið lærið og verið á hinum rétta vegi til að fá dvalið eilíflega hjá honum.