2015
Hvernig getur mér liðið nægilega vel með að ræða við biskupinn minn um það sem veldur mér hugarangri?
Apríl 2015


Spurningar og svör

„Hvernig getur mér liðið nægilega vel með að ræða við biskupinn minn um það sem veldur mér hugarangri?“

Ykkur getur kviðið því að ræða við biskupinn ykkar um eitthvað sem þið eigið erfitt með og það er bara eðlilegt. Oft fyllumst við kvíða áður en við upplifum eitthvað nýtt eða ræðum við einhvern fullorðinn.

Biskupinn ykkar er kallaður af Guði. Hann var kallaður af því að hann er trúfastur lærisveinn Jesú Krists. Hann mun gera sitt besta til að sýna gæsku og skilning. Markmið hans er að hjálpa ykkur að koma til frelsarans, svo þið getið fundið frið. Til að byrja með getur reynst óþægilegt að ræða við hann um það sem á ykkur hvílir en honum mun ekki finnast minna til ykkar koma. Hann mun í raun gleðjast yfir að þið þráið að bæta líf ykkar. Hann mun halda trúnað við ykkur.

Þið þurfið ekki að bera byrðina einsömul. Biskupinn ykkar getur hjálpað ykkur að finna svör og, ef þörf krefur, að iðrast, fyrir friðþægingu Krists, og sigrast á sektarkennd, örvæntingu eða tilfinningu óverðugleika.

Þið munið skynja elsku biskups ykkar þegar þið ræðið við hann. Þótt hann beri ábyrgð á öllum í deildinni eða greininni, leggur hann megin áherslu á velferð piltanna og stúlknanna. Þið eruð ekki að ónáða hann er þið biðjið um hjálp.

Þið getið beðið til himnesks föður um styrk og kjark til að ræða við biskup ykkar. Hann hefur heimilað biskupinum að hjálpa ykkur og hann er fús að gera það. Ef þið farið til hans með opinn huga og þrá til að gera betur, munið ykkur líða mun betur eftir að þið yfirgefið skrifstofuna hans.

Honum mun ekki finnast minna til ykkar koma

Biskupi deildar ykkar er veitt valdsumboð til að leiða ykkur í gegnum iðrunarskrefin. Stundum er aðeins hægt að iðrast fyllilega fyrir tilstilli frelsarans með því að fara til biskupsins. Þegar ég ræddi við biskupinn minn, hjálpaði hann mér að finna frelsarann og sigrast á mínu dýpsta sári. Biskupinn ykkar þráir að hjálpa ykkur. Köllun hans er að annast ykkur og honum mun ekki finnast minna til ykkar koma, ef þið þurfið að ræða við hann vegna einhvers sem þið hafið gert.

Madison D., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum

Biskup ykkar er fús til að hjálpa

Áður leið mér óþægilega í viðtölum en mér lærðist loks að biskupinn minn var alltaf fús til að hjálpa mér að finna lausn á vanda mínum. Treystið biskupi ykkar; hann er hirðir og deildin er hjörðin hans.

Jaime R., 19 ára, Kokabamba, Bólivíu

Hann mun ekki bregðast trausti ykkar

Mér hefur lærst að biskup er líklega sá áreiðanlegasti fullorðni einstaklingur sem unglingur getur leitað hjálpar hjá. Hann mun aldrei bregðast trausti ykkar – hvaðeina sem við segjum honum, fer ekki út fyrir skrifstofu hans. Stundum reynist afar erfitt að segja frá vanda okkar, en það er mun auðveldar að ræða undir fjögur augu við þann sem þykir vænt um okkur og ber hag okkar fyrir brjósti.

Nicole S., 18 ára, Idaho, Bandaríkjunum

Hann er til staðar til að hjálpa

Biskupinn er hirðir deildar ykkar. Hafið hugfast að hann mun gera sitt besta til að liðsinna ykkur og hann hefur mátt Guðs sér til hjálpar. Ef þið eruð óttaslegin, getið þið beðist fyrir um styrk, til að geta rætt við biskup ykkar. Þegar uppi er staðið, mun ykkur líða betur að hafa farið til hans – og það verður þess virði.

Samuel H., 14 ára, Idaho, Bandaríkjunum

Þið getið treyst honum

Biskup ykkar eða greinarforseti er sannur þjónn Drottins. Þið getið reitt ykkur á hann til leiðsagnar, er þið leitið innblásturs frá heilögum anda og í ritningunum. Við þurfum að skilja að hlutverk biskupsins er að hjálpa okkur og að hann nýtur handleiðslu Guðs.

Stanislav R., 19 ára, Donetsk, Úkraínu

Hafið hugfast að honum þykir vænt um ykkur

Ef þið þurfið að ræða við biskupinn um eitthvað sem á ykkur hvílir, getur verið þjóðráð að ræða fyrst við hann um skólann og aðra almenna hluti. Ef þið eruð kvíðin, því þið hyggist ræða við hann um mál sem tengist iðrun, hafið þá bara hugfast að honum þykir vænt um ykkur. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því hvað honum finnist um ykkur, því afhverju ætti hann hafa vanþóknun á þrá ykkar til að komast nær Kristi?

Ashley D., 17 ára, Arisóna, Bandaríkjunum

Biðjist fyrir til að komast að því

Íhugið hvers vegna ykkur finnst óþægilegt að ræða við biskupinn. Afhverju þið teljið að hann geti ekki hjálpað ykkur að leysa úr málinu. Biðjist fyrir til að komast að því hvort biskupnum þykir vænt um ykkur og hann sé kallaður til að hjálpa ykkur.

Adam H., 13 ára, Kaliforníu, Bandaríkjunum

Þótt ykkur verði á

Það getur reynst erfitt og óþægilegt að játa eitthvað fyrir biskupnum, en þegar það er yfirstaðið mun ykkur líða betur og verða ljóst að himneskur faðir elskar ykkur. Hann þráir að þið séuð hamingjusöm, jafnvel þótt ykkur verði á.

Amanda W., 16 ára, Utah, Bandaríkjunum