2015
Er í lagi að fara á dansleiki eða skemmtanir, þar sem ég veit að eitthvað miður gott mun eiga sér stað, til þess að sýna gott fordæmi?
Apríl 2015


Er í lagi að fara á dansleiki eða skemmtanir, þar sem ég veit að eitthvað miður gott mun eiga sér stað, til þess að sýna gott fordæmi?

Ljósmynd
A young man in a black plaid shirt is resting his chin on his hand.

Ljósmynduð teikning eftir Dave Peterson

Spyrjið ykkur sjálf: „Hvers konar fordæmi er ég í raun að setja á slíkum viðburðum?“ Ef þið hyggist fara þangað sem eiturlyf eða áfengi er haft um hönd, klæðnaður er ósiðsamur, tónlist með tvíræðan boðskap eða dansar eru klúrir, hvernig munið þið þá sýna fólkinu þar hvernig það getur skemmt sér án alls þessa? Hvort af þessu tvennu haldið þið að fólkið þar segði: „Þú ert frábært fordæmi um trú og staðla?“ eða „Afhverju varstu að koma hingað?“ Í flestum tilvikum sýnið þið mun betra fordæmi með því að fara alls ekki, því þá munið þið ekki viljandi og meðvitað gera ykkur berskjölduð fyrir freistingum.