2015
Fjölskyldukvöld – þið getið gert það!
Apríl 2015


Heimili okkar, fjölskyldur okkar

Fjölskyldukvöld – þið getið gert það!

Fjölskyldukvöld geta blessað og eflt ykkur, hvernig sem fjölskylda ykkar er.

Ljósmynd
composite of older photo and paint brushes with paint on them.

Ljósmyndir tengdar kirkjusögu birtar með leyfi Brigham Young háskóla; ljósmynd af málverki eftir iStock/Thinkstock

Faðir nokkur kemur þreyttur heim eftir langan vinnudag og uppgötvar að aðrir í fjölskyldunni eru líka geðstirðir. Það er mánudagskvöld og ómögulegt virðist vera að hafa fjölskyldukvöld. Eftir að hafa beðist fyrir um hjálp, ákveða foreldrarnir að hafa hlutina einfalda. Þau kalla á börnin sín, syngja sálm og biðja saman. Þau láta sérhvern hafa kerti til að kveikja á og segja um leið frá einhverju sem nýlega veitti þeim innblástur. Í hálfmyrkviðu herberginu er kertaloginn látinn tákna innblástur og heldur athygli barnanna vakandi. Vitnisburðir eru gefnir og ljúf tilfinning friðar og kærleika fyllir heimilið. Fjölskyldan lýkur kvöldinu þakklát fyrir að hafa haft fjölskyldukvöld.

Vissuðu þið að fjölskyldukvöld hafa verið á dagskrá kirkjunnar í 100 ár? Í apríl 1915 hvatti Æðsta forsætisráðið meðlimi til að helga eitt kvöld í viku fjölskyldubæn, tónlist, trúarnámi, sögum og athöfnum. (Sjá bls. 80, þar sem finna má útdrátt úr bréfi Æðsta forsætisráðsins.) Spámenn minna okkur stöðugt á mikilvægi fjölskyldukvölds. „Við megum ekki við því að vanrækja þessa guðlega innblásnu dagskrá,“ sagði Thomas S. Monson forseti. „Hún getur fært öllum í fjölskyldunni þann andlega þroska sem hjálpar þeim að standast freistingar sem alls staðar eru.“1

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga er þið gerið fjölskyldukvöld að vikulegri dagskrá:

Þetta er fyrir mig. „Fjölskyldukvöld eru fyrir alla,“ sagði öldungur L. Tom Perry í Tólfpostulasveitinni.2 Allir – giftir eða ógiftir, hvort sem þau eiga börn eða ekki – geta helgað þá stund til að efla fjölskylduna og læra fagnaðarerindið.

Ég get fundið tíma. Kirkjan setur fordæmið með því að hafa enga starfsemi á mánudagskvöldum. Þið getið sýnt Drottni og fjölskyldu ykkar að þið séuð fús til að taka frá tíma fyrir það sem mikilvægast er.

Ég get fundið út hvað virkar fyrir fjölskylduna mína. Ef fjölskylda ykkar er aðskilin, reynið þá að hafa „fjölskyldukvöld á netinu,“ að ræða saman sem fjölskylda með hjálp netsins eða í gegnum síma. Þarf einhver að vinna fram eftir? Hafið „fjölskyldukvöld í almenningsgarði“ í hléi nærri vinnustaðnum. Fráskilin faðir hafði „fjölskyldukvöld með bréfasamskiptum“ á hverju mánudagskvöldi og sendi þau börnum sínum sem bjuggu í fjarlægð.3 Látið hindranir vera hvata til finna lausnir.

Ég get byrjað í þessari viku. Hægt er að skipuleggja fjölskyldukvöld eftir þörfum og aðstæðum fjölskyldu þinnar. Hér eru nokkrar almennar ábendingar:

  • Byrja og ljúka með bæn.

  • Nota tónlist, líka sálma og Barnafélagssöngva.

  • Læra í ritningunum og af nútíma spámönnum.

  • Hafa ýmsar líkamlegar athafnir, þjónustuverkefni og trúartengdar athafnir viku eftir viku.

  • Njóta stundarinnar! Fara í leik eða búa til veitingar.

  • Vera sjálfum okkur samkvæm. Ef mánudagskvöld eru ekki laus, finnið þá annað kvöld sem er betra.

Ég vil fá blessanirnar. Spámenn hafa lofað að ef við tökum þátt í fjölskyldukvöldum, munu miklar blessanir hljótast: Ást og hlýðni mun aukast á heimilinu. Trúin mun festa rætur í hjarta unga fólksins. Fjölskyldur „munu hljóta kraft til að takast á við ill áhrif og freistingar“ sem umlykja.4

Þótt fjölskyldukvöldin ykkar séu ekki alltaf fullkomin, mun fjölskyldan eflast og blessast af framlagi ykkar. „Hvert fjölskyldukvöld er eitt einstakt penslafar á striga sálna okkar,“ sagði öldungur David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni. „Enginn einn atburður virðist kannski tilkomumikill eða eftirminnilegur. En rétt eins og … penslaförin bæta hvert annað upp og mynda undursamlegt meistaraverk, þá mun það, að vera samkvæmur sjálfum sér í smáu sem stóru, á sama hátt leiða til mikilsverðs andlegs árangurs.“5

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, „Óbreytanlegur sannleikur fyrir breytanlega tíma,“ Aðalráðstefna, apríl 2005.

  2. L. Tom Perry, „Therefore I Was Taught,“ Ensign, maí 1994, 38.

  3. „Family Home Evening: Any Size, Any Situation,“ Ensign, des. 2001, 42.

  4. Æðsta forsætisráðið, í samant. James R. Clark, Messages of the First Presidency of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 6. bindi (1965–75), 4:339.

  5. David A. Bednar, „Meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir,“ Aðalráðstefna, okt. 2009, 19.