2023
Bræður og systur í Drottni
September 2023


„Bræður og systur í Drottni,“ Líahóna, sept. 2023

Bræður og systur í Drottni

„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn“ – og hann gaf okkur hvert annað.

Ljósmynd
Kristur reisir upp son ekkjunnar frá Nain

Kristur reisir upp son ekkju í borginni Nain.

Á ferð sinni um Kapernaúm, fór frelsari okkar til borgar að nafni Nain. Nálægt borgarhliðinu mætti hann líkfylgd. Ótímabær dauðdagi einkabarns hafði skilið bjargræðislausa ekkju eftir eina.

„Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: ‚Grát þú eigi!‘

Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru, námu staðar. Þá sagði hann: ‚Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!‘“

Þegar hinn látni settist upp og tók að mæla, „gaf [Jesús] hann móður hans“ (sjá Lúkas 7:11–15; leturbreyting hér).

Hvort heldur það væri gagnvart hinum eina eða níutíu og níu,1 þá var frelsari okkar ávallt hin fullkomna fyrirmynd samúðar, trúar, vonar, kærleika, elsku, fyrirgefningar, miskunnar og þjónustu í lífi sínu.2 Hann býður okkur öllum: „Kom … fylg mér“ (Lúkas 18:22) og verið „alveg eins og ég er“ (3.Nefí 27:27).3

„Alveg eins og ég er“

Til að fylgja hinu fullkomna fordæmi frelsarans og verða eins og hann, meðtökum við boð hans um að ganga með honum á sáttmálsvegi hans (sjá HDP Móse 6:34). Stundum þekkjum við sáttmálsveginn á þeim helgiathöfnum sáluhjálpar og upphafningar sem marka hann – skírn og staðfestingu til meðtöku heilags anda og að verða meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; vígsla Melkísedeksprestdæmisins (fyrir bræður); musterisgjöf í húsi Drottins (fyrir hvert okkar, sem einstaklingar); og musterisinnsiglun.

Helgiathöfn sem er nauðsynleg fyrir sáluhjálp og upphafningu er helg athöfn sem framkvæmd er af prestdæmishafa með valdsumboð sem kennir okkur þann sáttmála sem helgiathöfnin tengist. Í vissan hátt getum við hugsað um helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar sem táknræna athöfn sem færir okkur bindandi samband við Guð og hinn heilaga son hans í lifi okkar í gegnum sáttmála.

Hvert okkar, sem ástkærir synir og ástkærar dætur Guðs, gerir sinn eigin helga sáttmála við Guð. Við gerum svo sem einstaklingar, í okkar eigin nafni, eitt í einu. Þetta sáttmálssamband við Guð veitir okkur hverju og einu kraft, von og loforð. Þessir sáttmálar geta breytt eðli okkar, helgað þrár okkar og gjörðir og hjálpað okkur að afklæðast hinum náttúrlega manni eða konu, er við látum undan umtölum hins heilaga anda. Hvert og eitt okkar getur með sáttmála orðið sem barn Guðs fyrir friðþægingu Krists Drottins – „[undirgefin], hógvær, [auðmjúk], [þolinmóð], [elskurík]“ (Mósía 3:19).

Þjóna saman í sáttmála

„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn“ (Jóhannes 3:16) – og hann gaf okkur hvert annað. Að tilheyra sáttmála – að vera tengdur Guði og hvert öðru í gegnum sáttmála – býður okkur að uppfylla guðlegt auðkenni okkar og tilgang í samfélagi við himin og með því að tengjast og skapa samfélag heilagra er við elskum og þjónum hvert öðru og þeim sem umhverfis eru. Guð fer ekki í manngreinarálit er hann veitir tækifæri til að gera sáttmála og að tilheyra samfélaginu. Hann býður okkur, hverju og einu, konum og körlum, giftum og ógiftum, hver sem bakgrunnur okkar er eða aðstæður, að koma til hans og hvers annars með sáttmála.

Þegar við tilheyrum Drottni í gegnum sáttmála, tilheyrum við einnig hvert öðru í gegnum sáttmála. Merkilegir hlutir gerast þegar við elskum Drottin og vinnum saman, ráðgumst saman og þjónum hvert öðru. Sáttmálsþjónusta styrkir bönd okkar við Drottin og hvert annað. Þetta á einnig við um persónulegt samband okkar við himneskan föður, fjölskyldu okkar, kirkjusöfnuð, samfélag og fjölskylduættliði. Þegar við lifum eftir sáttmálum okkar, töpum við hinu sjálfsmiðaða sjálfi og finnum okkar besta Kristmiðaða sjálf.

Hin guðlega sæluáætlun Guðs

Russell M. Nelson forseti sagði þetta um hina guðlegu sæluáætlun Guðs: „Himnarnir eru jafn opnir konum, sem hafa hlotið kraft Guðs, sem á sér rætur í prestdæmissáttmálum þeirra, og körlum sem hafa prestdæmið.“4

Camille N. Johnson, aðalforseti Líknarfélagsins sagði: „Við höfum rétt á að fá aðgang að prestdæmisvaldi í krafti persónulegs verðugleika.“5 Hún vitnaði í Nelson forseta og sagði: „Við þurfum konur sem vita hvernig á að tengjast þeim krafti sem Guð býður sáttmálsfólki sínu.“6 Fólk sem heldur sáttmála sína, sem leitar og lifir í trú, auðmýkt og þrautseigju, kenndi Johnson forseti, getur hlotið leiðsögn, innblástur, gjafir andans, opinberanir og „hjálp og styrk til að verða líkari Jesú Kristi og himneskum föður.“7 Þegar við bjóðum fram einstakar gjafir okkar í samvinnu við Drottin og hvert annað, sköpum við „einn [líkama]“ (1. Korintubréf 12:13).

Í áætlun Guðs eru mæður og feður félagar og meðhjálp. Við hjálpum hvert öðru sem jafnir félagar í kærleika og réttlæti til að næra og sjá fyrir hvert öðru og fjölskyldum okkar. Hrein hugsun og hegðun eru forsenda fyrir þá opinberun og þann innblástur sem konur og karlar þarfnast. Á heimilum þeirra eiga feður og eiginmenn að sitja í forsæti í mildi, hógværð og fölskvalausri ást – eiginleikum sem karlar og konur þarfnast í öllum samböndum okkar.8

Himnarnir gráta þegar karlar eða konur beita hvers konar ofbeldi, yfirráð eða þvingun. Fortölur, umburðarlyndi, góðvild og hrein þekking eru kristilegir eiginleikar sem við leitumst eftir – hvort sem við erum gift, einhleyp, ekkjur/ekklar eða fráskilin (sjá Kenning og sáttmálar 121:41–42). Þetta er vegna þess að staða okkar frammi fyrir Drottni og kirkju hans er ákvörðuð af persónulegum eiginleikum okkar og réttlæti í að halda sáttmála okkar.

Ljósmynd
karlar og konur saman á ráðsfundi

Ráðgast í ráðum

Í þessum sama anda, þá ráðgumst við í ráðum er við þjónum saman í kirkju Drottins. Í ráðum okkar leitast leiðtogar eftir innsýn og hugmyndum frá öllum. Ég er þakklát fyrir hverja þá ótrúlegu konu og þann karl sem ég hef fengið forréttindi að þjóna með, hlið við hlið, í framkvæmdarráðum kirkjunnar. Þessar göfugu konur og karlar hjálpa til við að safna saman Ísrael í gegnum trúboðsþjónustu, búa okkur undir að mæta Guði með prestdæmis og fjölskylduþjónustu, sameina fjölskyldur að eilífu í þjónustu í musteris- og ættarsögustarfi og hirðisþjónustu við þá sem þarfnast aðstoðar í gegnum velferðar eða sjálfsbjargarþjónustu.

Í hverju tilfelli komumst við að betri niðurstöðu og gengur betur í þjónustu Drottins þegar við metum framlag hvers annars og störfum í sameiningu, bræður og systur í verki hans.

Einnig er ég þakklátur fyrir að bræður og systur, leiðtogar og meðlimir eru sameinaðir í verki sáluhjálpar og upphafningar í stikum okkar og deildum. Alls staðar í kirkjunni, undir leiðsögn einbeittra trúboðsleiðtoga, má finna öldunga og systur í leiðtogaráðum sem eru þjálfunarleiðtogar, þau leiða trúboða okkar, hverra verk og ábyrgð eru hátt metin og skipta máli. Í bandaríska hernum starfa Síðari daga herprestan, karl- og kven-liðsforingar á vegum kirkjunnar, sem blessa þá sem þjóna í hinum ýmsu deildum hersins.9 Í hirðisþjónustu fá piltar okkar og stúlkur tækifæri og þörf til að þjóna. Í þjónustu okkar stöndum við öll saman.

Ein leið okkar til að standa sem vitni Guðs er að þjóna sem vitni um helgiathafnir hins endurreista fagnaðarerindis. Systur og bræður standa sem vitni fyrir skírn, bæði fyrir hina lifandi og dánu. Bræður og systur standa sem vitni fyrir viðbótarhelgiathafnir í húsi Drottins. Þar, með lyklum musterisforsetans, framkvæma systur heilagar helgiathafnir fyrir systur og bræður framkvæma heilagar helgiathafnir fyrir bræður.

Í sæluáætlun Guðs, sagði Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, „blessar prestdæmiskraftur okkur öll. Lyklar prestdæmisins stýra jafnt konum sem körlum og helgiathafnir prestdæmisins og vald prestdæmisins eiga jafnt við um konur og karla. … Sérhver sem starfar í embætti eða köllun, sem meðtekin er af hendi þess sem hefur lykla prestdæmisins, iðkar valdsumboð prestdæmisins við framkvæmd úthlutaðra skyldna hennar eða hans.“10

Rís ofar heiminum

Er við stefnum að því að verða ‚eitt,‘ á sama hátt og Jesús Kristur er eitt með föðurnum (Jóhannes 17:21), verðum við að „[íklæðast] … Drottni Jesú Kristi“ (Rómverjabréfið 13:13).

Við getum helgast er við lærum, náð fyrir náð, og gerum eiginleika Jesú Krists að okkar eigin – að elska ríkulegar, fyrirgefa auðveldar, vera seinni til að dæma, þjóna og fórna fúslegar, vera fordæmi samúðar enn ríkulegar og oftar.

Treystum kenningu og fordæmi Krists, fögnum í sannleika og verðum auðmjúkir fylgjendur hans (sjá 2. Nefí 28:14) – hvert og eitt okkar sem einstaklingar og sem bræður og systur í Drottni.11

Heimildir

  1. Fyrir tvo blinda menn sem sátu við veginn (sjá Matteus 20:30–34), trúfastan holdsveikan mann (sjá Markús 1:40–41), mann sem Jesús bjargaði frá óhreinum anda (sjá Markús 5:2–19) hafði frelsarinn samúð og læknaði þá. Þegar Jesús sá „þar margt manna, [kenndi] hann í brjósti um þá“ og sendi þá einungis á brott eftir að hafa fætt þá með nokkrum brauðum og fiskum (sjá Matteus 14:14, 23). Einlæg og djúpstæð samúð frelsara okkar er einnig augljós í dæmisögum hans um hinn fyrirgefandi konung, miskunnsama Samverjann og hinn týnda son (sjá Matteus 18:27, 33; Lúkas 10:33; 15:20).

  2. Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu (2004) kallar þessa og aðra guðlega eiginleika sem frelsari okkar sýndi okkur „kristilega eiginleika“ (sjá kafla 6).

  3. „Hvers konar menn [og konur] ættuð þér því að vera? Sannlega segi ég yður, alveg eins og ég er“ (3. Nefí 27:27).

  4. Russell M. Nelson, „Andlegir fjársjóðir,“ aðalráðstefna, okt. 2019.

  5. Camille N. Johnson forseti: What Must Women and Men Do to Have Access to Priesthood Power?,“ Church News, 30. okt. 2022, thechurchnews.com.

  6. Russell M. Nelson, „Tilmæli til systra minna,“ aðalráðstefna, okt. 2015.

  7. Camille N. Johnson forseti: What Must Women and Men Do to Have Access to Priesthood Power?,“ thechurchnews.com.

  8. Sjá „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.is, Kirkjuefni > Námsefni og kennslugögn > Ritningar > Grunngögn.

  9. Þetta er svo eins og er í hinum ýmsu deildum bandaríska hersins.

  10. Dallin H. Oaks, „Lyklar og vald prestdæmisins,“ aðalráðstefna, apr. 2014.

  11. Sjá Russell M. Nelson, „Sigrast á heiminum og finna hvíld,“ aðalráðstefna, okt. 2022.