2023
Hvernig hjálpar hryggð Guði að skapi okkur við iðrun?
September 2023


„Hvernig hjálpar hryggð Guði að skapi okkur við iðrun?“ Líahóna, sept. 2023.

Kom, fylg mér

2. Korintubréf 7

Hvernig hjálpar hryggð Guði að skapi okkur við iðrun?

Ljósmynd
Jesús faðmar mann

Ljósmynd: Mark Mabry

Páll postuli kenndi: „Sú hryggð sem er Guði að skapi leiðir til þess að menn taki sinnaskiptum, … en þegar menn hryggjast að hætti heimsins leiðir það til dauða“ (2. Korintubréf 7:10). Við kunnum að upplifa veraldlega hryggð, skömm og vonleysi þegar við syndgum. Samt, þegar við snúum okkur til frelsarans í iðrun, bjóðum við honum að breyta hjörtum okkar og snúa hryggð okkar í gleði (sjá Alma 36:18–20).

Hryggð Guði að skapi og sönn iðrun

Þegar við finnum hryggð Guði að skapi, gerum við okkur grein fyrir vanköntum okkar og viljum gera betur. Við finnum von um framtíðina – og skynjum elsku frelsarans til okkar.

Hugleiðið þessar spurningar er þið lesið 2. Korintubréf 7:

  • Hvað þýðir það þegar „hryggð ykkar leiddi til þess að þið bættuð ráð ykkar“? (vers 9).

  • Hvað gerum við þegar við upplifum hryggð Guði að skapi? (sjá vers 10–11).