2023
Þjóna af þolinmæði
September 2023


„Þjóna af þolinmæði,“ Líahóna, sept. 2023.

Reglur hirðisþjónustu

Þjóna af þolinmæði

Við getum þróað eiginleika aukinnar þolinmæði í lífinu og er við þjónum öðrum.

Ljósmynd
þrjár konur á göngu saman

Í 2. Korintubréf 12:7–8, talar Páll um að biðja þrisvar fyrir því að fjarlægja „[flein] í [holdinu].“ Bæn hans var hins vegar ekki svarað með að fjarlægja áskorunina. Í stað þess, sagði Drottinn við hann: „Náð mín nægir þér.“ Páll sýndi þolinmæði og trú í svari sínu: „Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér“ (vers 9).

Drottinn kenndi Moróní einnig að í gegnum náð Jesú Krists getum við lært og vaxið í styrk: „Og komi menn til mín, mun ég sýna þeim veikleika sinn. Og náð mín nægir öllum mönnum, sem auðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra“ (Eter 12:27).

Þjóna af þolinmæði

Við, eins og Páll, höfum flest beðið um lausn í lífi okkar – stundum oftar en þrisvar sinnum. Stundum er það rétti tíminn til að fá þá blessun og á öðrum stundum, eins og með Pál, er verið að kenna okkur og styrkja. Á þeim stundum getum við lært þolinmæði og lært að bíða eftir tímasetningu Drottins.

Við þörfnumst kristilegs viðhorfs þolinmæði er við þjónum. Við kunnum að þjóna fólki sem tekst á við ólíkar áskoranir og er á mismunandi stigum skilnings á fagnaðarerindinu og það tekur þolinmæði og kærleika að þjóna fólki sem er jafnvel ekki móttækilegt.

Ljósmynd
kona með höfuð uppreist

Ljósmynd frá Getty Images

Öðlast þolinmæði

Þegar við förum að þekkja frelsarann, munum við vita betur hvað hann myndi gera ef hann þjónaði í okkar stað. Hvernig getum við þróað hinn kristilega eiginleika þolinmæði?

  • Viðurkennið að jarðlífið er uppfullt af aðstæðum sem reyna þolinmæði okkar og það er eðlilegt að vera svekktur stundum. Munið að með þolinmæði og trú á Drottinn getum við bætt viðbrögð okkar við streituvaldandi ástandi. Verið þolinmóð við tilraunir ykkar til að vera þolinmóðari.

  • Biðjið Guð um hjálp þegar þið finnið að þið eigið erfitt með að vera þolinmóð. Djúpur andardráttur og bæn getur hjálpað til við að færa ró og frið.

  • Að hlusta á andlega upplyftandi tónlist sem færir friðsælt andrúmsloft, getur hjálpað ykkur að vinna ykkur í gegnum tilfinningar óþolinmæði.

  • Viðurkennið tímasetningu Drottins í lífi ykkar. Vilji okkar og þrá ætti að aðlagast tímasetningu hans.

  • Þolinmæði er hugarfar. Munið að óðagot og að vera alltaf að flýta sér, lagar sjaldnast líf okkar.

Hugmyndir að þolinmæði við hirðisþjónustu

Stundum eru hirðisþjónustuverkefni okkar að hjálpa öðrum að sýna þolinmæði í erfiðleikum. Hér eru nokkrar leiðir fyrir okkur til að hjálpa:

  • Sýnið einstaklingnum eða fjölskyldunni að við elskum og önnumst þau, sama hverjar áskoranir þeirra séu, jafnvel ef þau halda af einhverri ástæðu að ekki sé hægt að elska þau.

  • Miðlið þeim reynslu ykkar, þar sem þið hafið þurft að læra þolinmæði, og að þið getið tengt við það hvað það getur verið erfitt. Hjálpið þeim að finna að þau eru ekki ein, ef þau upplifa óþolinmæði eða eru ósátt.

  • Biðjið fyrir þeim, að þau geti haft þolinmæði í gegnum erfiðar stundir og látið þau vita að himneskur faðir muni heyra bænir þeirra svo að þau geti fundið þann styrk.

  • Veitið hlustun, þegar þau þarfnast einhvers til að tala við. Ein besta leiðin til að þola erfiðar raunir eða aðstæður er að hafa skilningsríkan vin.