2023
Skírn að föstudagskvöldi
September 2023


„Skírn að föstudagskvöldi,“ Líahóna, sept. 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Skírn að föstudagskvöldi

Þrá mín til að iðrast hjálpaði mér að finna frelsarann og kirkju hans.

Ljósmynd
kona stendur framan við kirkjubyggingu

Myndskreyting: Katy Dockrill

Eftir að upplifa byrjunarspennuna yfir því að koma til Bandaríkjanna frá Kína til að öðlast doktorsgráðuna mína, fannst mér öll fræðiritin sem ég varð að lesa og skrifa yfirþyrmandi. Ég var einnig óviss um það hvernig að eiga samskipti við námsráðgjafa minn, sem jók við álag mitt. Mér fannst ég týnd og einmana og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera.

Niðurstaða mín var sú að gamlar syndir mínar hefðu valdið þjáningu minni og að ég þarfnaðist iðrunar. Það var komið kvöld og ég leitaði að kirkjunni á netinu. Ég komst að því að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu væri eina kirkjan sem var opin til kl. 21:00. Ég tók ákvörðun um að iðrast í kirkjunni, svo ég lagði af stað í klukkustundargöngu.

Þegar ég kom að kirkjunni kl. 18:00 sá ég ljós og heyrði hlátur og tónlist berast að innan. Ég leitaði hringinn í kringum bygginguna en fann ekki dyrnar. Í gegnum glugga sá ég föður leika sér við son sinn í einu herbergjanna. Ég bankaði á gluggann til að ná athygli hans. Hann leiðbeindi mér að dyrunum, bauð mig velkomna inn og sagði mér að það væri skírn í gangi.

Ég fylgdi honum eftir og fór inn í herbergi þar sem maður var að blessa dreng sem var nýskírður. Þar sem ég stóð við dyrnar, hlustandi á blessunina, fann ég að Guð var einnig að hvísla blessunum í eyra mér. Ég fann hlýju í hjarta mér og fann það sem ég skildi seinna að voru áhrif heilags anda. Ég heyrði einnig rödd segja að mér hefði verið fyrirgefið.

Eftir skírnina hitti ég aðra og kynntist mikið af góðu fólki. Ég var ekki lengur týnd. Maður sem kynnti sig sem fyrrverandi „greinarforsetann,“ bauðst til að keyra mig heim. Nokkrum mánuðum síðar, eftir að hafa heyrt trúboðslexíurnar, var ég skírð.

Skírnardaginn minn árið 2018 í Cambridge, Massachusetts, talaði bróðir um það hvernig ástkær himneskur faðir okkar hefði skipulagt þessa föstudagsskírn. Hann útskýrði að skírnin hefði átt að fara fram næstkomandi sunnudag, en vegna skipulagsvandamála varð að færa hana til föstudagskvöldsins. Án þessarar breytingar, hefði ég kannski aldrei kynnst kirkjunni, frelsara okkar og himneskum föður og bræðrum mínum og systrum í fagnaðarerindinu.