2023
Myndi þig langa að vita meira?
September 2023


„Myndi þig langa að vita meira?,“ Líahóna, september 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Myndi þig langa að vita meira?

Einn tjaldfélaga minna var öðruvísi en hinir hermennirnir, svo ég spurði hann hvers vegna.

Ljósmynd
maður að skírast í stöðuvatni

Thomas Salisbury að skíra höfundinn í Sông Bé-vatninu, Víetnam.

Ljósmynd birt með leyfi höfundar

Ég gekk í bandaríska landherinn fyrir þriggja ára verkefni og kom til Suður-Víetnam á 20 ára afmælisdegi mínum. Átta mánuðum seinna var ég settur í herdeild norðvestur af Saigon. Þar tók ég fljótlega eftir því að einn af tjaldfélögum mínum, Thomas Salisbury, var ólíkur öllum hinum.

Mismunurinn var svo áberandi að ég spurði hann loksins: „Tom, af hverju ertu svona öðruvísi en allir aðrir?“

„Vegna þess að ég er Síðari daga heilagur,“ svaraði hann.

„Hvað er Síðari daga heilagur?“ spurði ég.

Hann sá til þess að ég myndi hitta hann og Harold Lewis, heimkominn trúboða sem þjónaði sem aðstoðarmaður prests herdeildarinnar. Á fyrsta fundi okkar í tjaldi sem þjónaði sem lítil kapella, samþykkti ég að ef ég virkilega tryði því sem þeir væru að segja mér, myndi ég skírast. Ég fékk einnig eintak af Mormónsbók, sem ég geymdi í neðri vasa herbuxnanna minna og las hvenær sem tími gafst til.

Nokkrar kennslustundir fylgdu og ég fann að hver lexía svaraði spurningum sem ég hafði haft í leit minni að sannleika. Þegar Tom og Harold spurðu mig svo hvort ég vildi láta skírast, sagði ég hins vegar nei. Ég vissi ekki hvernig ég myndi geta haldið öll þau boðorð sem þeir höfðu kennt mér.

Eftir að sitja umdæmisráðstefnu í Saigon, fór ég til Ástralíu í viku í hvíld og slökun. Á meðan á dvöl minni þar stóð, byrjaði ég að taka eftir hve mikilvægar kenningar fagnaðarerindisins höfðu orðið mér. Þegar ég snéri til baka til Víetnam, tilkynnti ég Tom samstundis að ég óskaði þess að skírast.

Fljótlega skírði Tom mig í Sông Bé-vatninu, Harold staðfesti mig meðlim kirkjunnar og Timothy Hill, kirkjuhópsleiðtogi okkar, vígði mig djákna.

Þegar ég kom svo aftur heim til Bandaríkjanna, sex vikum síðar, kynnti ég kærustu minni fagnaðarerindið og síðar varð hún eiginkona mín. Hún meðtók einnig hinn vonarfyllta boðskap fagnaðarerindisins.

Ég verð ávallt þakklátur Tom fyrir að spyrja mig hvort ég vildi vita meira. Fordæmi hans og boð, svöruðu þrá minni fyrir því að finna sannleikann og njóta blessana fagnaðarerindisins.