Tónlist
Musterið


99

Musterið

Íhugult

1. Ég má í æsku minni

til musterisins gá.

Þar helgan texta´ að heyra,

þar helgan anda´ að sjá,

því musterið er herrans hús,

þar helgir dómar bíða.

Ég undirbý mig æskufús

þess ákalli að hlýða.

2. Ég hlýt á helgum degi

að halda þangað inn.

Ég syng um Guð og segi:

„Mér sæll er vilji þinn.“

Í musterinu máttur Guðs

oss mjúkum böndum vefur.

Þangað sæki´ eg sannleik hans,

hann sameinað oss hefur.

Lag og texti: Janice Kapp Perry, f. 1938

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson

© 1980 Janice Kapp Perry. þennan söng má afrita til nota heima eða Í kirkju, en ekki Í hagnaðarskyni.

Kenning og sáttmálar 124:39–41