Tónlist
Jólanótt


24

Jólanótt

Blítt

1. Stjörnur skinu, störnur lýstu,

stormköld nóttin var og hljóð.

Englar komu, englar sungu,

englar fluttu sigurljóð.

Stjarnan ljómar, söngur hljómar,

friðinn oss ber frelsarinn hér.

Hlustið, menn! Hann hljómar enn.

2. Sjáið ljósið, ljósið skæra.

ljósið er stjarnan þín skær.

Lýsir langveg ljós þitt, Jesús,

leiðir það vitringa nær.

Lát þitt bjarta ljósið skarta,

lýsi það mér lífsveginn hér.

Ljóma nú jólin þín senn.

Texti: Nancy Byrd Turner, 1880–1971

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: Pólskt lag; úts. Darwin Wolford, f. 1936

Texti © 1930 Westminster Press; endurnýjaður 1958; úr HYMNS FOR PRIMARY WORSHIP. Aðlagað og notað með leyfi Westminster/John Knox Press. Úts. © 1989 IRI.AFRITUN þESSA EFNIS ER BÖNNUð.

Lúkasarguðspjall 2:8–14

Matteusarguðspjall 2:1–2