Aðalráðstefna
Verða meira í Kristi: Dæmisaga um hallalínu
Aðalráðstefna október 2021


Verða meira í Kristi: Dæmisaga um hallalínu

Að tímasetningu Drottins, þá snýst þetta ekki um hvar við byrjum, heldur skiptir mestu hvert við stefnum.

Þegar ég var ungur drengur var ég afar metnaðarfullur. Dag einn eftir skóla spurði ég: „Mamma, hvort ætti ég að verða þegar ég verð fullorðinn: Atvinnumaður í körfubolta eða rokkstjarna?“ Því miður, þá sýndi „tannlausa undrið“ Clark engin merki um íþróttamennsku eða tónlistarfrægð. Þrátt fyrir margar tilraunir var mér ítrekað neitað um að taka þátt í námshraðbraut skólans. Kennarar mínir lögðu loks til að ég ætti bara að halda mig við venjulega kennslustofu. Með tímanum, þróaði ég góðar námsvenjur. Það var þó ekki fyrr en í trúboði mínu í Japan sem mér fannst vitsmunalegir og andlegir möguleikar mínir koma í ljós. Ég hélt áfram að vinna hörðum höndum. Í fyrsta skipti í lífi mínu tók ég markvisst að hafa Drottinn með í framþróun minni og það hafði allt að segja.

Ljósmynd
Öldungur Gilbert sem ungur drengur
Ljósmynd
Öldungur Gilbert sem trúboði

Bræður og systur, í þessari kirkju höfum við trú á guðlegum möguleikum barna Guðs og getu okkar til að verða að einhverju meiru í Kristi. Að tímasetningu Drottins, þá snýst þetta ekki um hvar við byrjum, heldur skiptir mestu hvert við stefnum.1

Ég ætla að útskýra þessa reglu með því að nota grunnkunnáttu í stærðfræði. Látið ekki skelfast við að heyra orðið stærðfræði á aðalráðstefnu. Stærðfræðideild BYU – Idaho fullvissar mig um að jafnvel byrjandi muni skilja þetta grunnhugtak. Þetta byrjar á formúlu fyrir línu. Skurðurinn, fyrir tilgang okkar, er upphaf línunnar. Skurðurinn getur ýmist haft háan eða lágan upphafspunkt. Halli línunnar getur því hvort heldur verið jákvæður eða neikvæður.

Ljósmynd
Slopes and intercepts

Við höfum öll mismunandi skurðpunkta í lífinu – við byrjum á mismunandi stöðum með mismunandi lífsgjafir. Sumir fæðast með háan upphafspunkt, með ótal tækifærum. Aðrir standa frammi fyrir upphafsaðstæðum sem eru krefjandi og virðast ósanngjarnar.2 Við þróumst síðan eftir hallalínu persónulegra framfara. Framtíð okkar ræðst mun minna af upphafspunkti okkar og miklu meira af hallalínunni. Jesús Kristur sér guðlega möguleika hvar sem við byrjum. Hann sá þá í betlaranum, syndaranum og hinum óstyrka. Hann sá það í fiskimanninum, tollheimtumanninum og jafnvel vandlætaranum. Sama hvar við byrjum, þá tekur Kristur tillit til þess sem við gerum með það sem okkur er gefið.3 Heimurinn einblínir á skurðpuntinn okkar en Guð einblínir á hallalínuna. Í útreikningi sínum, mun Drottinn gera allt sem hann getur til að hjálpa okkur að snúa hallalínunni okkar í átt til himins.

Þessi regla ætti að hughreysta þá sem eiga erfitt og fá þá sem allt virðist ganga í haginn til að hugleiða . Ég ætla að byrja á því að ávarpa einstaklinga með erfiðar upphafsaðstæður, sem getur verið fátækt, menntunarmöguleikar eða erfiðar fjölskylduaðstæður. Aðrir glíma við líkamlegar áskoranir, geðheilsuraskanir eða sterkar erfðafræðilegar tilhneigingar.4 Fyrir alla sem takast á við erfiða upphafspunkta, vitið að frelsarinn þekkir baráttu ykkar. Hann „[tók á sig vanmátt ykkar], svo að hjarta hans fyllist miskunn …, svo að hann [mætti] vita … hvernig [ykkur yrði] best liðsinnt í vanmætti [ykkar].“5

Ég ætla að miðla þeim sem standa frammi fyrir erfiðum upphafsaðstæðum tveimur ábendingum til hvatningar. Í fyrsta lagi, einbeitið ykkur að stefnu ykkar en ekki hvar þið byrjið. Það væri rangt að hunsa aðstæður ykkar – þær eru raunverulegar og það þarf að takast á við þær. Ofuráhersla á erfiðan upphafspunkt, getur þó orðið til þess að hann skilgreinir ykkur og takmarkar jafnvel getu ykkar til að velja.6

Ljósmynd
Piltar í Boston

Fyrir mörgum árum þjónaði ég með hópi ungmenna í Bostonborg, Massachusetts, sem að mestu voru ný í fagnaðarerindinu og fyrir væntingum kirkjunnar. Það var freistandi að láta samúð og umhyggju yfir aðstæðum þeirra vera löngunarhvata til að lækka staðla Guðs.7 Ég áttaði mig að lokum á að áhrifaríkasta leiðin til að sýna elsku mína, væri að draga aldrei úr væntingum mínum. Með öllu því sem ég vissi, lögðum við áherslu á möguleika þeirra og hver þeirra tók að lyfta hallalínunni. Vöxtur þeirra í fagnaðarerindinu var stígandi og stöðugur. Í dag hafa þau þjónað í trúboði, útskrifast úr háskóla, gift sig í musterinu og eru til fyrirmyndar í einka- og atvinnulífi.

Ljósmynd
Uppvaxnir piltar í Boston

Í öðru lagi skuluð þið hafa Drottin með í því ferli að lyfta hallalínunni. Meðan ég þjónaði sem forseti BYU – Pathway Worldwide, minnist ég þess að hafa setið í fjölmennri trúarsamkomu í Líma í Perú, þar sem öldungur Carlos A. Godoy var ræðumaður. Þegar hann horfði yfir söfnuðinn, hreifst hann af því að sjá svo marga trúfasta fyrstu kynslóðar háskólanema. Öldungur Godoy, sem ef til vill íhugaði eigin vegferð við slíkar aðstæður, sagði klökkur: Drottinn mun „hjálpa ykkur meira en þið getið hjálpað ykkur sjálf. Hafið [því] Drottin með í þessu ferli.“8 Spámaðurinn Nefí kenndi „að vér frelsumst fyrir náð, að afloknu öllu, sem vér getum gjört.“9 Við verðum að gera okkar besta,10 sem felur í sér iðrun, en það er aðeins fyrir náð hans sem við fáum skilið guðlega möguleika okkar.11

Ljósmynd
BYU–Pathway trúarsamkomu í Líma í Perú
Ljósmynd
Öldungur Godoy talar í Líma í Perú

Ég ætla að að lokum að miðla þeim sem hafa háa upphafspunkta tveimur ábendingum til leiðsagnar. Í fyrsta lagi, getum við sýnt svolitla auðmýkt vegna aðstæðna sem við höfum mögulega ekki skapað sjálf? Sem fyrrverandi forseti BYU, sagði Rex E. Lee þetta við nemendur sína: „Við höfum öll drukkið úr brunni sem við höfum ekki grafið og hlýjað okkur við eld sem við höfum ekki kveikt.“12 Hann hvatti síðan nemendur sína til að gefa til baka og endurnýja þá menntunarbrunna sem fyrri brautryðjendur höfðu komið á laggirnar. Misbrestur á því að endursá í þá akra sem aðrir hafa gróðursett, getur jafngilt því að skila talentu án aukningar.

Í öðru lagi, ef við einblínum á háan upphafspunkt, getur það oft vakið falska kennd um að við séum að blómstra, þegar okkar innri hallalína gæti í raun verið fremur stöðnuð. Clayton M. Christensen, prófessor við Harvard-háskóla, kenndi að hinir auðmjúku væru farsælastir, því þeir búa að nægu sjálfstrausti til að láta leiðrétta sig og læra af hverjum sem er.13 Öldungur D. Todd Christofferson ráðlagði okkur að „vera fús til að líta í eigin barm og viðurkenna það sem þarf að leiðrétta.“14 Jafnvel þótt hlutirnir virðist ganga vel, verðum við að leita tækifæra til að bæta okkur með innilegum bænum.

Óháð því hvort við byrjum við ríkulegar eða erfiðar aðstæður, þá munum við aðeins skilja endanlega möguleika okkar þegar við höfum Guð í samfélagi með okkur. Ég átti nýlega samtal við þjóðþekktan kennara, sem spurðist fyrir um árangur BYU – Pathway. Hann var vel gefinn og fyrirspurn hans var einlæg, en hann var greinilega á eftir veraldlegum svörum. Ég sagði honum frá varðveisluáætlunum okkar og kennsluaðferðum. Ég lauk þó á því að segja: „Þetta eru allt góðar aðferðir, en raunveruleg ástæða þess að nemendur okkar ná árangri er vegna þess að við kennum þeim sína guðlegu möguleika. Ímyndaðu þér að alla ævi hefði þér verið sagt að þú gætir aldrei náð árangri. Íhugaðu síðan áhrif þess að vera kennt að þú sért sonur eða dóttir Guðs með guðlega möguleika.“ Hann varð hugsi og svaraði síðan einfaldlega: „Þetta er áhrifamikið.“

Bræður og systur, eitt af þessum kraftaverkum kirkju Drottins, er að sérhvert okkar getur orðið að einhverju meiru í Kristi. Ég þekki enga aðra stofnun sem sér meðlimum sínum fyrir fleiri tækifærum til að þjóna, gefa til baka, iðrast og verða að betra fólki. Hvort sem við byrjum við erfiðar eða ríkulegar andlegar aðstæður, þá skulum við einblína á og láta hallalínu okkar stefna til himins. Þegar við gerum það, mun Kristur lyfta okkur á hærri stað. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Clark G. Gilbert, „The Mismeasure of Man“ (trúarsamkoma BYU – Pathway Worldwide, 12. jan. 2021), byupathway.org/speeches. Í þessum boðskap kannaði ég hvernig heimurinn vanmetur oft mannlega möguleika. Jafnvel velmeinandi einstaklingar sem nýta sér hið mikilvæga verk leiðandi sálfræðinga sem aðhyllast hugmyndafræðina grit (Angela Duckworth) og vaxtarhugsun (Carol S. Dweck), vanmeta hina raunverulegu mannlegu getu þegar þeir treysta eingöngu á lært mynstur og hunsa guðlega möguleika okkar í Kristi.

  2. Sjá Dale G. Renlund, „Ósanngirni sem vekur reiði,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

  3. Sjá Matteus 25:14–30. Í dæmisögunni um talenturnar fékk hver þjónn mismunandi fjölda talenta frá húsbónda sínum. Dómgreindin ákvarðaðist þó ekki af því sem þeir fengu, heldur hvernig með það var farið. Það var aukningin sem varð til þess að Drottinn sagði: „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns“ (Matteus 25:21).

  4. Sjá Mósía 3:19. Ein afleiðing getur verið sú að við finnum mismunandi fyrir áhrifum hins náttúrlega þar sem erfðafræðilegar tilhneigingar eru mismunandi. Rétt eins og okkur öllum eru gefnar mismunandi gjafir, þá höfum við líka mismunandi líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar áskoranir sem við verðum að læra að takast á við og sigrast á.

  5. Alma 7:11–12. Kristur hjálpar okkur ekki aðeins að sigrast á syndum okkar með iðrun, heldur veit hann hvernig á að hughreysta okkur í erfiðleikum lífsins, því með friðþægingunni hefur hann upplifað og sigrast á öllum þjáningum manna.

  6. Öldungur David A. Bednar minnir okkur á að við erum höfum sjálfstæðan vilja og verðum að breyta sjálfstætt. Þegar við skilgreinum okkur eftir auðkennum heimsins, takmörkum við guðlega möguleika okkar og þar með möguleika okkar til að velja. Sjá David A. Bednar, „Og þeim er við engri hrösun hætt,“ aðalráðstefna, október 2006.

  7. Sjá Russell M. Nelson, „The Love and Laws of God“ (trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 17. sept. 2019), speeches.byu.edu. Á þessari trúarsamkomu í BYU kennir Nelson forseti að vegna þess að Guð og sonur hans elska okkur hafa þeir gefið okkur lög og væntingar sem munu hjálpa okkur. „Lögmál Guðs endurspegla fullkomna elsku hans til okkar allra. Lög hans halda okkur andlega öruggum og stuðla að eilífri framþróun okkar“ (bls. 2).

  8. Carlos A. Godoy, BYU – Pathway Connections-ráðstefnan, Líma, Perú, 3. maí 2018.

  9. 2. Nefí 25:23.

  10. Foreldrar mínir komu á almennu einkunarorðum fyrir Gilbert-fjölskylduna, sem er „GERIÐ YKKAR BESTA.“ Önnur leið til að nálgast dæmisöguna um hallalínuna, er að leggja áherslu á að við getum treyst því að Guð bregðist við, ef við gerum okkar besta.

  11. Sjá Clark G. Gilbert, „From Grit to Grace“ (trúarsamkoma BYU – Pathway Worldwide, 25. sept. 2018), byupathway.org/speeches. Í þessum boðskap kanna ég þá hugmynd að þrátt fyrir að við verðum að læra að vinna hörðum höndum og þróa áhrifarík agamynstur, til að átta okkur á raunverulegum möguleikum okkar í Jesú Kristi, þá verðum við að læra að nýta náð hans.

  12. Rex E. Lee, „Some Thoughts about Butterflies, Replenishment, Environmentalism, and Ownership“ (trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 15. sept. 1992), speeches.byu.edu; sjá einnig 5. Mósebók 6:11.

  13. Sjá Clayton M. Christensen, „How Will You Measure Your Life,“ Harvard Business Review, júlí–ágúst 2010, hbr.org. Þessi boðskapur var upphaflega gefinn í ræðu á námsdegi í tengslum við útskrift úr Harvard viðskiptaskóla. Í boðskap sínum varaði prófessor Christensen nemendur sína við því að aftengja sjálfstraust og auðmýkt og minnti þá á að til þess að halda áfram að þroskast allt lífið, þyrftu þeir að vera nægilega auðmjúkir til að leita leiðréttingar og læra af öðrum.

  14. Sjá D. Todd Christofferson, „Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga,“ aðalráðstefna, apríl 2011.