Aðalráðstefna
Treystið á ný
Aðalráðstefna október 2021


Treystið á ný

Traust á Guði og hvert öðru færir himneskar blessanir.

Eitt sinn, er ég var mjög ungur hugleiddi ég það í skamma stund að strjúka að heiman. Eins og litlum dreng, fannst mér enginn elska mig.

Eftirtektarsöm móðir mín hlustaði og hughreysti mig. Ég var í öryggi heima.

Hefur ykkur einhvern tíma fundist þið vera að strjúka að heiman. Að strjúka að heiman, þýðir oft að traustið hafi brostið eða verið brotið – traustið á okkur sjálfum, hvert öðru, á Guði. Þegar reynt er á traustið, hugleiðum við hvernig á að treysta á ný.

Boðskapur minn í dag er að Guð sé að koma til móts við okkur, 1 hvort sem við séum að koma heim eða fara heim. Í honum getum við fundið trú og hugrekki, visku og dómgreind fyrir því að treysta á ný. Að sama skapi biður hann okkur að hafa kveikt á ljósinu fyrir hvert og eitt okkar, til að fyrirgefa meira og vera minna dómhörð við okkur sjálf og hvert annað, svo að kirkja hans geti verið staður sem við skynjum sem heimili, hvort sem við séum að koma í fyrsta skiptið eða snúa aftur.

Traust er trú í verki. Guð hefur trú á okkur. Samt er hægt að grafa undan trausti manna eða brjóta það þegar:

  • Vinur, samstarfsaðili eða einhver sem við treystum fer frjálslega með sannleikann, særir okkur eða notfærir sér okkur. 2

  • Maki er ótrúr.

  • Þegar ástvinur okkar stendur óvænt frammi fyrir dauða, meiðslum eða veikindum.

  • Við stöndum frammi fyrir óvæntum spurningum varðandi fagnaðarerindið, kannski eitthvað sem hefur að gera með sögu kirkjunnar eða reglur kirkjunnar og einhver segir að kirkjan okkar hafi á einhvern hátt falið sannleikann eða látið hann ósagðan.

Aðrar aðstæður kunna að vera óljósari en jafn mikið áhyggjuefni.

Kannski sjáum við okkur sjálf ekki í kirkjunni, okkur finnst við ekki passa inn eða finnst við dæmd af öðrum.

Kannski höfum við líka gert allt sem ætlast er til af okkur en hlutirnir hafa bara ekki enn gengið upp. Þrátt fyrir persónulega reynslu okkar með heilagan anda, finnst okkur við kannski ekki enn vita að Guð lifir og að fagnaðarerindið sé sannleikur.

Margir í dag finna fyrir mikilli þörf fyrir að endurreisa traust á mannleg samskipti og nútíma samfélag. 3

Þegar við hugleiðum traust, vitum við að Guð er Guð sannleika og „getur ekki logið.“ 4 Við vitum að sannleikur er þekking á hlutum eins og þeir eru, voru og munu verða. 5 Við vitum að áframhaldandi opinberanir og innblástur laga óbreytilegan sannleika að breytilegum aðstæðum.

Við vitum að brotnir sáttmálar brjóta hjörtu. „Ég hagaði mér óskynsamlega,“ segir hann „Geturðu nokkurn tíma fyrirgefið mér?“ Eiginmaður og eiginkona kunna að haldast í hendur, í von um að treysta á ný. Á ólíkum vettvangi íhugar fangi: „Ef ég hefði haldið Vísdómsorðið, væri ég ekki hér í dag.“

Við vitum að gleði á sáttmálsvegi Drottins og kallanir til að þjóna í kirkju hans, eru boð um að finna traust Guðs og elsku gagnvart okkur og hvert öðru. Kirkjumeðlimir, þar með taldið ungt einhleypt fólk, þjóna reglulega í kirkjunni og í samfélagi okkar.

Eftir innblástur kallaði biskupsráð ungt par til að þjóna í barnastofu deildarinnar. Í fyrstu situr eiginmaðurinn í horninu, afskiptur og fjarlægur. Smátt og smátt fer hann að brosa til barnanna. Seinna tjá hjónin þakklæti. Þau segja frá því að áður hafi eiginkonunni langað í börn en eiginmanninum ekki. Nú hefur þjónustan breytt þeim og sameinað þau. Það hefur einnig fært gleðina af börnum inn í hjónaband þeirra og heimili.

Í annarri borg eru ung kona með lítil börn og eiginmaður hennar, forviða og gagntekin yfir því er hún er kölluð sem Líknarfélagsforseti deildarinnar, en þau þiggja köllunina. Stuttu seinna slær vetrarstormur út rafmagninu og allar hillur í búðunum eru tómar og heimilin ísköld. Vegna þess að þau hafa rafmagn og hita, opnar þessi unga fjölskylda heimili sitt örlátlega fyrir nokkrar fjölskyldur og einstaklinga þar til storminn lægir.

Traust verður raunverulegt þegar við gerum erfiða hluti með trú. Þjónusta og fórn eykur getuna og fágar hjörtu. Traust á Guði og hvert öðru færir himneskar blessanir.

Eftir að hafa sigrast á krabbameini, lendir trúfastur bróðir í bílslysi. Í staðinn fyrir að vorkenna sjálfum sér biður hann í bænarhug: „Hvað get ég lært frá þessari reynslu?“ Á gjörgæsludeildinni finnur hann sig knúinn til að fylgjast með hjúkrunarfræðingi sem er áhyggjufull vegna eiginmanns síns og barna. Þjáður sjúklingur finnur svör er hann treystir Guði og reynir að ná til annarra.

Á sama tíma og bróðir sem á í vanda með klámefni situr fyrir utan skrifstofu stikuforseta síns, biður stikuforsetinn þess að vita hvernig hann geti hjálpað. Skýr skilaboð koma: „Opnaðu dyrnar og hleyptu bróðurnum inn.“ Með trú og trausti mun Guð hjálpa og prestdæmisleiðtoginn opnar dyrnar og faðmar bróðurinn. Hvor um sig finnur umbreytandi kærleika og traust til Guðs og hvors annars. Styrktur getur bróðirinn hafist handa við að iðrast og breytast.

Þó að einstaklingsaðstæður séu persónulegar, þá geta reglur fagnaðarerindisins og heilagur andi hjálpað okkur að vita hvort, hvernig og hvenær við getum treyst öðrum aftur. Þegar traust hefur verið brotið eða svikið, þá eru vonbrigði og vitund um blekkingu raunveruleg, þá er þörfin fyrir dómgreind líka raunveruleg, til að vita hvenær rétt er að nota trú og hugrekki til að treysta aftur í mannlegum samskiptum.

Samt, varðandi Guð og persónulega opinberun, þá fullvissar Russel M. Nelson forseti: „Þið þurfið ekki að velta fyrir ykkur hverjum má örugglega treysta.“ 6 Við getum ætíð sett traust okkar á Guð. Drottinn þekkir okkur betur og elskar okkur meira en við þekkjum og elskum okkur sjálf. Óendanleg elska hans og fullkomin þekking á fortíð, nútíð og framtíð gera boðorð hans og loforð stöðug og örugg.

Treystið á það sem ritningarnar kalla „[líðandi tíma].“ 7 Með blessun Guðs, líðandi tíma og áframhaldandi trú og hlýðni getum við fundið úrlausn og frið.

Drottinn huggar:

„Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.“ 8

„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ 9

„Á jörðu er engin sorg sem himininn fær ekki læknað.“ 10

Treystið Guði 11 og kraftaverkum hans. Við og sambönd okkar geta breyst. Í gegnum friðþægingu Krists Drottins, getum við afklæðst hinu eigingjarna náttúrlega sjálfi og orðið börn Guðs, hógvær auðmjúk, 12 uppfull af trú og viðeigandi trausti. Þegar við iðrumst, þegar við játum og látum af syndum okkar, segir Drottinn að hann minnist þeirra ekki lengur. 13 Það er ekki að hann gleymi þeim, frekar þá virðist það vera að hann velji á athyglisverðan hátt, að muna ekki eftir þeim, það þurfum við heldur ekki.

Treystið innblæstri Guðs til að greina viturlega. Við getum fyrirgefið öðrum á þeim rétta tíma og rétta máta og Drottinn segir að við verðum að gera, 14 á sama tíma og við erum „kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur.“ 15

Stundum þegar hjörtu okkar eru mest niðurbrotin og iðrandi, erum við opnust fyrir huggun og leiðsögn heilags anda. 18 Fordæming og fyrirgefning hefjast báðar á því að bera kennsl á það sem er rangt. Fordæming einbeitir sér oft að því sem liðið er. Fyrirgefning horfir frelsandi til framtíðarinnar. „Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.“ 17

Postulinn Páll spyr: „Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists?“ Hann svarar svo: „Hvorki dauði né líf…hæð né dýpt … muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.“ 18 Samt er það einhver sem getur aðskilið okkur frá Guði og Jesú Kristi – og sá hinn sami erum við sjálf. Eins og Jesaja segir: „syndir yðar hylja auglit hans svo að hann hlustar ekki á yður.“ 19

Samkvæmt guðlegri elsku og guðlegu lögmáli, erum við ábyrg fyrir vali okkar og afleiðingum þess. Elska friðþægingar frelsara okkar er „algjör og eilíf.“ 20 Þegar við erum tilbúin að halda heim, jafnvel þó að við séum „enn langt í burtu,“ 21 þá er Guð reiðubúinn að taka á móti okkar af mikilli samúð og bjóða okkur af gleði það besta sem hans er. 22

J. Reuben Clark forseti sagði: „Ég trúi því að himneskur faðir vilji frelsa sérhvert barna sinna, … að í réttlæti sínu og miskunn muni hann veita okkur hámarks laun fyrir verk okkar, gefa okkur allt sem hann getur gefið, og á hinn bóginn, trúi ég að hann muni dæma okkur til þeirrar minnstu mögulegrar refsingar sem hann fær gert.“ 23

Á krossinum var miskunnasöm bón frelsarans til föður síns ekki sett fram óskilyrt „faðir fyrirgef þeim“ heldur frekar „Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera.“ 24 Sjálfræði okkar og frelsi hafa merkingu, því að við erum ábyrg frammi fyrir Guði og okkur sjálfum, fyrir því hver við erum, það sem við vitum og gerum. Sem betur fer, getum við treyst fullkomnu réttlæti Guðs og miskunn til að dæma ásetning okkar og gjörðir.

Við ljúkum eins og við hófumst handa – með samúð Guðs er við komum öll heim til hans og hvers annars.

Munið þið eftir dæmisögu Jesú Krists um ákveðinn mann sem átti tvo sonu? 25 Annar sonurinn fór að heiman og sóaði arfi sínum. Þegar þessi sonur kom til sjálfs sín, vildi hann fara heim. Hinum syninum, sem fannst hann hafa haldið boðorðin „öll þessi ár,“ 26 langaði ekki bjóða bróður sinn velkominn heim.

Bræður og systur, viljið þið hugleiða að Jesús er að biðja ykkur að opna hjörtu ykkar, sýna skilning, samúð og auðmýkt og sjá okkur sjálf í báðum þessum hlutverkum.

Eins og fyrri sonurinn, eða dóttir, gætum við villst af leið og reynt að komast aftur heim. Guð bíður þess að bjóða okkur velkomin.

Eins og á við um hinn soninn, eða dótturina, þá hvetur Guð okkur mildilega til að fagna saman er við komum öll heim til hans. Hann býður okkur að gera söfnuði okkar, sveitir, námsbekki og viðburði að opnum, einlægum, öruggum – heimilum fyrir okkur öll. Með góðvilja, skilningi og gagnkvæmri virðingu leitum við Drottins og biðjum og bjóðum öllum upp á hinar endurreistu blessanir hans.

Vegferð okkar er einstaklingsbundin, en við getum komið aftur til Guðs föður okkar og ástkærs sonar hans með því að treysta Guði, hvert öðru og okkur sjálfum. 27 Jesús kallar: „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ 28 Megum við, á sama hátt og spámaðurinn Joseph, ótrauð treysta á himnaföðurinn. 29 Kæru bræður, kæru systur, kæru vinir, leitið aftur að trú og trausti – kraftaverki sem hann lofar ykkur í dag. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.