2023
Safnað heim heilu og höldnu
Maí 2023


Safnað heim heilu og höldnu

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

Faðir anda okkar þráir að börnum sínum verði safnað heim heilu og höldnu. …

Þeir sem taka við fagnaðarerindi Jesú Krists, hvert svo sem rekja mætti ættir þeirra, verða hluti af hinum samansafnaða Ísrael. Þessi samansöfnun og hin fjölmörgu musteri sem verið er að byggja og hafa verið tilkynnt, setja okkur í einstæða stöðu til að safna saman Ísrael beggja vegna hulunnar af meiri krafti en áður, samkvæmt áætlun föðurins. …

… Við erum þakklát fyrir að meðlimir og trúboðar auka nú starf samansöfnunar hins tvístraða Ísraels. … Þrátt fyrir þetta, getur skuldbinding okkar um að elska, miðla og bjóða aukist mjög.

Nauðsynlegur hluti þessa trúboðsstarfs, er að meðlimir verði fordæmi og leiðarljós hvar sem þeir búa. Við getum ekki dulist. Kristilegt fordæmi okkar um góðvild, réttlæti, gleði og einlægan kærleika til allra manna getur ekki aðeins verið þeim leiðarljós, heldur líka skilningur um að örugga höfn sé að finna í helgiathöfnum sáluhjálpar og upphafningar í hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists. …

Við virðum sjálfræði. Í þessum stundlega heimi munu ekki margir bregðast við og taka þátt í samansöfnun Ísraels. Það munu samt margir gera og Drottinn væntir þess að þeir sem tekið hafa við fagnaðarerindinu muni keppa að því að vera leiðarljós sem hjálpar öðrum að koma til Guðs. Það gerir bræðrum okkar og systrum um allan heim mögulegt að njóta himneskra blessana og helgiathafna hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists og vera safnað heim heilu og höldnu.