2023
Eitt í Kristi
Maí 2023


Eitt í Kristi

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

Einungis í Jesú Kristi getum við sannarlega orðið eitt.

Að vera eitt í Kristi gerist einn í einu – hvert og eitt okkar byrjar á sér sjálfu. Við erum tvíþættar verur líkama og anda og stundum erum við í stríði við okkur sjálf. …

Jesús var einnig vera líkama og anda. Hann var reyndur, hann skilur, hann getur hjálpað okkur að ná einingu hið innra. …

… Að „íklæðast Kristi“ þýðir að gera hið „æðsta og fremsta boðorð“ [sjá Matteus 22:37–38] sannarlega að okkar æðsta og fremsta boðorði, og ef við elskum Guð, þá munum við halda boðorð hans.

Eining með bræðrum okkar og systrum í líkama Krists vex er við höldum annað boðorðið – sem er órjúfanlega tengt hinu fyrsta – að elska aðra eins og okkur sjálf. …

Þegar við „íklæðumst Kristi,“ verður mögulegt að leysa eða leggja ágreining, ósætti og deilur til hliðar. …

Eining krefst ekki einsleika, en hún krefst samhljóms. Hjörtu okkar geta verið bundin saman í kærleika, verið eitt í trú og kenningu og samt hvatt mismunandi lið, verið ósammála um ýmis stjórnmálaleg málefni, rökrætt markmið og réttu leiðina að þeim og margt annað þess háttar. Við megum hins vegar aldrei vera ósátt eða sýna hvert öðru reiði eða fyrirlitningu. …

Ég segi aftur að það er einungis í og með einstaklingshollustu okkar og elsku gagnvart Jesú Kristi að við getum vonast til að vera eitt – eitt hið innra, eitt heima við, eitt í kirkjunni og að lokum eitt í Síon, og framar öllu, eitt með föðurnum og syninum og heilögum anda.