2023
Hósanna sé æðstum Guði
Maí 2023


Hósanna sé æðstum Guði

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

Fyrir næstum tvö þúsund árum, markaði pálmasunnudagur upphaf síðustu viku jarðneskrar þjónustu Jesú Krists. …

… Sigurinnreið Jesú Krists í Jerúsalem og atburðir vikunnar sem fylgdu á eftir, eru dæmi um kenningu sem við getum tileinkað okkur í lífi okkar í dag. …

Fyrsta: Spádómur. …

Önnur: Samfélag heilags anda. …

Þriðja: Að vera lærisveinn. …

Fjórða: Friðþæging Jesú Krists. …

Þessa síðustu örlagaríku viku jarðlífsþjónustu sinnar, sagði Jesús Kristur dæmisöguna um meyjarnar tíu. … Hann dró upp mynd af logandi ljóslömpum með varaolíu til að viðhalda loganum, til að lýsa fúsleika til að lifa að hans hætti, hans sannleika og deila ljósi hans. …

Við, eins og meyjarnar tíu, höfum lampa; en höfum við olíu? Ég óttast að einhverjir séu bara að reyna að komast af á lítilli, þunnri olíu, of upptekin af hinum veraldlega þrýstingi til að undirbúa sig almennilega. Olía hlýst með því að trúa og fara eftir spádómum og orðum lifandi spámanna, einkum Nelsons forseta, ráðgjafa hans og postulanna tólf. Olía fyllir sál okkar þegar við hlýðum á og skynjum heilagan anda og breytum eftir þeirri guðlegu leiðsögn. Olía hellist inn í hjörtu okkar þegar val okkar sýnir að við elskum Drottin og við elskum það sem hann elskar. Olía hlýst með því að iðrast og leita sér lækningar með friðþægingu Jesú Krists.