2023
Fylgjendur friðarhöfðingjans
Maí 2023


Fylgjendur friðarhöfðingjans

Útdráttur

Ljósmynd
veggfóður

Hala niður veggfóðri

Sem lærisveinar friðarhöfðingjans, hefur okkur verið boðið að lifa með „hjörtu … tengd böndum einingar og elsku hver til annars.“[Mósía 18:21]. …

… Eitt af mest áberandi táknum þess að við erum að nálgast frelsara okkar og verða líkari honum er hið ástríka, þolinmóða, góðviljaða viðhorf sem við sýnum náunga okkar, sama hverjar aðstæðurnar eru. …

… það er ekkert skrítið að ein af aðferðum andstæðingsins sé að espa upp óvild og hatur í hjörtum barna Guðs. Hann fagnar því þegar hann sér fólk gagnrýna, hæða og rægja hvert annað. …

Kæru bræður mínir og systur, er við leitumst við að öðlast samskonar eiginleika og frelsarinn, getum við orðið hans verkfæri til friðar í heiminum, að þeirri fyrirmynd sem hann kom á sjálfur. Ég býð ykkur að hugleiða hvernig þið getið breytt ykkur sjálfum í upplyftandi og stuðningsríka einstaklinga, sem hafa skilningsríkt og fyrirgefandi hjarta, fólk sem leitar að því besta í öðrum, ávallt með í huga að „sé eitthvað dyggðugt, fagurt, háleitt eða lofsvert, þá sækjumst vér eftir því“ [Trúaratriðin 1:13].

Ég lofa ykkur því að er við leggjum á okkur að þroska þessa eiginleika, verðum við ástúðlegri og næmari fyrir þörfum náunga okkar og munum upplifa gleði, frið og andlegan vöxt.