Scripture Stories
Daníel og vinir hans


„Daníel og vinir hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Daníel og vinir hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Daníel 1

Daníel og vinir hans

Neita að borða mat konungs

Ljósmynd
drengir teknir af hermönnum

Konungsríkið Babýlon hertók Jerúsalem. Þeir tóku einhverja þá snjöllustu og sterkustu ungu menn frá fjölskyldum sínum í Jerúsalem og færðu þá til Babýlon til að þjóna konunginum.

Daníel 1:1–4

Ljósmynd
ungir menn í konungshöll

Daníel og vinir hans voru nokkrir þessara ungu manna. Þeir voru útvaldir til að þjóna í konungshöllinni og verða vitringar hans.

Daníel 1:4–6

Ljósmynd
matur og vín

Konungurinn gaf Daníel og vinum hans mat og vín, en þeir vildu hvorki borða mat konungs né drekka vínið. Það stangaðist á við boðorð Guðs.

Daníel 1:5–8

Ljósmynd
ungir menn borða

Þjónn konungs hræddist um líf sitt vegna þessa. Hann annaðist Daníel og vini hans og hélt að ef þeir neituðu að borða mat konungs, þá myndu þeir verða veikbyggðari en hinir ungu mennirnir. Þá myndi konungurinn verða reiður og aflífa hann.

Daníel 1:9–10

Ljósmynd
Daníel talar við þjón

Daníel treysti samt Guði og vildi hlýða boðorðum hans. Daníel bað þjóninn um að gefa þeim vatn og grænmeti í 10 daga og gera síðan samanburð á heilsu þeirra og heilsu hinna ungu mannanna. Þjónninn samþykkti þetta.

Daníel 1:11–14

Ljósmynd
Daníel og vinir hans læra

Eftir 10 daga voru Daníel og vinir hans hraustari en allir hinir ungu mennirnir. Daníel og vinir hans fylgdu boðorðum Guðs og Guð gerði þá að vitrustu mönnum í konungshöllinni.

Daníel 1:15–20