Scripture Stories
Spámaðurinn Jónas


„Spámaðurinn Jónas,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2021)

„Spámaðurinn Jónas,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Jónas 1–4

Spámaðurinn Jónas

Læra að treysta á miskunn Drottins

Ljósmynd
Jónas virðist leiður

Jónas var spámaður. Drottinn sagði honum að vara fólkið í Níníve við því að borg þeirra yrði lögð í rúst, ef það iðraðist ekki.

Jónas 1:1–2

Ljósmynd
Jónas stígur um borð í skip

Fólkið í Níníve var óvinveitt Ísraelsmönnum. Jónas vildi ekki prédika fyrir því. Hann fór því um borð í skip til að sigla langt í burtu frá Níníve.

Jónas 1:3

Ljósmynd
skip á stormasömum sjó

Þegar Jónas var á skipinu kom mikið óveður. Mennirnir á skipinu hræddust um líf sitt. Þeir báðu Jónas um að biðja til Drottins til að bjarga þeim.

Jónas 1:4–6

Ljósmynd
Jónas talar við sjómenn

Jónas vissi að Drottinn sendi óveðrið af því að hann hafði flúið það sem Drottinn hafði beðið hann um að gera. Jónas vildi bjarga fólkinu á skipinu. Hann sagði að ef þeir hentu honum í sjóinn myndi storminn lægja.

Jónas 1:12

Ljósmynd
sjómenn kasta Jónasi fyrir borð

Mennirnir vildu ekki henda Jónasi fyrir borð. Þeir reyndu að róa bátnum í land, en óveðrið var of mikið. Að lokum köstuðu þeir Jónasi í sjóinn.

Jónas 1:13–15

Ljósmynd
stór fiskur gleypir Jónas

Storminn lægði, en svo gleypti stór fiskur Jónas.

Jónas 1:15; 2:1

Ljósmynd
Jónas á sjávarströndu

Jónas var í kviði fisksins þrjá daga og þrjár nætur. Á þeim tíma bað Jónas og iðraðist. Hann vildi gera það sem rétt var og hlusta á Drottin. Drottinn heyrði bænir Jónasar og lét fiskinn spýta Jónasi upp á þurrt land.

Jónas 2:1–11

Ljósmynd
Jónas prédikar fyrir fólki

Drottinn sagði Jónasi aftur að prédika fyrir fólkinu í Níníve. Í þetta sinn hlýddi Jónas. Hann fór til Níníve og bauð fólkinu að iðrast, ella legði Drottinn borg þeirra í rúst. Konungurinn og þjóð hans iðruðust. Drottinn fyrirgaf þeim og lagði Níníve ekki í rúst.

Jónas 3

Ljósmynd
Jónas með reiðisvip

Jónas var vonsvikinn yfir að fólkinu hafi ekki verið tortímt. Honum fannst það ekki verðskulda fyrirgefningu.

Jónas 4:1–2

Ljósmynd
Jónas horfir á visið tré

Til að veita Jónasi áminningu lét Drottinn plöntu vaxa upp, sem skýldi Jónasi fyrir sólinni. Síðan visnaði plantan og Jónasi leið illa yfir því.

Jónas 4:5–9

Ljósmynd
Jónas kennir hópi fólks

Drottinn veitti Jónasi áminningu um börn hans. Jónas lærði það að hann ætti að syrgja þegar fólk iðraðist ekki og gleðjast þegar það gerði það.

Jónas 4:10–11