Scripture Stories
Job


„Job,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2021)

„Job,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Jobsbók 1–3; 19; 38–42

Job

Treysta elsku Drottins

Ljósmynd
Job og fjölskylda snæða máltíð

Job var góður maður sem elskaði Drottin og hélt boðorð hans. Hann og eiginkona hans áttu 10 börn og hann átti margar hjarðir af dýrum og mikil auðæfi.

Jobsbók 1:1–5

Ljósmynd
Job horfir á storm

Drottinn leyfði það að trú Jobs yrði reynd. Job upplifði erfiðleika.

Jobsbók 1:6–12

Ljósmynd
Hús Jobs alelda

Dag nokkurn var mörgum dýrum Jobs stolið. Síðar urðu allar eignir Jobs fyrir eldi og þjónar hans og önnur dýr dóu. Síðan braut stormur niður hús Jobs. Börn hans voru öll inni og létust. Job og eiginkona hans áttu ekkert eftir, nema heilsu sína.

Jobsbók 1:13–19

Ljósmynd
Job og eiginkona hans á bæn

Job og kona hans voru döpur. Þau höfðu tapað öllu, jafnvel börnum sínum, en Job trúði áfram á Drottin. Hann kenndi Drottni ekki um það sem hafði gerst.

Jobsbók 1:20–22

Ljósmynd
Eiginkona Jobs matar veikan Job

Þá varð Job mjög veikur. Kvalafull kaun þöktu líkama hans. Job og eiginkona hans veltu því fyrir sér hvers vegna allir þessir slæmu hlutir gerðust.

Jobsbók 2:7–9; 3:1–11

Ljósmynd
Jesús sýnir Job alheiminn

Drottinn talaði til Jobs og sýndi honum jörðina, stjörnurnar og allt lifandi. Drottinn kenndi Job mikilvæga lexíu. Allt var skapað til að hjálpa börnum himnesks föður að læra um son hans, Jesú Krist, og fylgja honum.

Jobsbók 38–41

Ljósmynd
Job og fjölskylda

Job iðraðist og bað Drottin um fyrirgefningu fyrir að efast. Hann lofaði að setja traust sitt á Drottin. Drottinn vissi að Job elskaði hann. Hann læknaði Job og blessaði hann með fleiri börnum og tvöfalt meiri auðæfum en áður.

Jobsbók 19:25–2642