Scripture Stories
Sköpun jarðar


„Sköpun jarðar,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Sköpun jarðar,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 1–2; HDP Móse 1–3; Abraham 3–5

Sköpun jarðar

Fallegt heimili fyrir börn himnesks föður

Ljósmynd
Guð og Drottinn skapa alheiminn

Guð himneskur faðir okkar, kynnti sáluhjálparáætlun sína á himnum. Við hrópuðum öll af gleði! Við gætum komið til jarðar til að hljóta áþreifanlegan líkama. Á meðan við værum á jörðinni myndum við læra að fylgja syni Guðs, Drottni Jesú Kristi. Drottinn skapaði jörðina eftir leiðbeiningum Guðs.

1. Mósebók 1:1; Jobsbók 38:4–7; HDP Móse 1:32–33; 2:1; Abraham 3:22–27

Ljósmynd
pláneta í geimnum

Á fyrsta degi greindi Drottinn ljósið frá myrkrinu. Hann kallaði ljósið dag en myrkrið kallaði hann nótt.

1. Mósebók 1:3–5; HDP Móse 2:3–5; Abraham 4:1–5

Ljósmynd
ský og haf

Á öðrum degi greindi hann vötn skýja himinsins frá vötnum hafsins á jörðinni.

1. Mósebók 1:6–8; HDP Móse 2:6–8; Abraham 4:6–8

Ljósmynd
frumskógur hjá hafinu

Á þriðja degi mótaði Drottinn mikil höf og þurrlendi. Hann kallaði vötnin sjó en þurrlendið jörð. Hann fegraði landið með blómum, ávöxtum, gróðri og trjám.

1. Mósebók 1:9–13; HDP Móse 2:9–13; Abraham 4:9–13

Ljósmynd
mynd af degi og nótt

Á fjórða degi skapaði hann sólina, svo hún skini á daginn. Hann skapaði svo tunglið og stjörnurnar, svo þær skinu á næturnar.

1. Mósebók 1:14–19; HDP Móse 2:14–19; Abraham 4:14–19

Ljósmynd
sjávarskepnur

Á fimmta degi gerði Drottinn fiska sjávar og fugla himins. Hann blessaði skepnurnar svo þær myndu margfaldast og fiskana svo þeir myndu fylla vötnin.

1. Mósebók 1:20–23; HDP Móse 2:20–23; Abraham 4:20–23

Ljósmynd
dýr frumskógarins

Á sjötta degi skapaði hann dýr jarðarinnar, sem sum gengu og önnur skriðu.

1. Mósebók 1:24–25; HDP Móse 2:24–25; Abraham 4:24–25

Ljósmynd
Adam og Eva í aldingarðinum Eden

Himneskur faðir og Drottinn fóru til jarðar á sjötta degi. Karl og kona voru sköpuð eftir mynd Guðs. Himneskur faðir sagði þeim að annast hvort annað og eignast börn. Karlinum og konunni var líka treyst fyrir umsjá jarðarinnar og dýranna.

1. Mósebók 1:26–27; HDP Móse 2:26–27; Abraham 4:26–31; 5:7–8

Ljósmynd
Adam og Eva horfa á dýr

Himneskur faðir var glaður með allt sem þeir höfðu skapað. Á sjöunda degi hvíldu þeir sig eftir verk sitt. Jörðin var fögur og full af lífi.

1. Mósebók 2:1–3; HDP Móse 3:1–3; Abraham 5:1–3