Scripture Stories
Hagar


„Hagar,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Hagar,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 16

Hagar

Áætlun Drottins fyrir dóttur sína

Ljósmynd
Hagar barnshafandi

Hagar var ambátt Söru. Sara var gömul og átti engin börn. Hún bauð eiginmanni sínum, Abraham, að giftast Hagar svo þau gætu eignast börn. Abraham og Hagar giftust og brátt varð Hagar barnshafandi.

1. Mósebók 16:1–3

Ljósmynd
Hagar fer í burtu

Hagar og Sara urðu óvinsamlegar við hvor aðra. Hagar tók það til ráðs að fara út í eyðimörkina.

1. Mósebók 16:4–6

Ljósmynd
Hagar hvílist við vatn

Á ferð sinni varð Hagar mjög þreytt og þyrst. Hún komst loks að vatni þar sem hún hvíldist.

1. Mósebók 16:7

Ljósmynd
engill talar við Hagar

Drottinn vissi af vanda Hagar og hafði ráðgert að hjálpa henni. Hann sendi engil til að biðja hana að fara aftur til Abrahams og Söru. Hann lofaði því að fjölskylda Hagars myndi stækka. Hann sagði að barnið sem hún bæri væri drengur og að hún skildi nefna hann Ísmael.

1. Mósebók 16:7–14

Ljósmynd
Hagar og Ísmael með Abraham og Söru

Hagar treysti Drottni og hlýddi englinum. Hún fór aftur til Abrahams og Söru. Hagar átti drenginn og nefndi hann Ísmael. Hagar vissi að Drottinn vakti yfir henni.

1. Mósebók 16:11, 15