Scripture Stories
Drottinn talar til Elía


„Drottinn talar til Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Drottinn talar til Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Konungabók 19

Drottinn talar til Elía

Hlustað á rödd Drottins

Ljósmynd
Akab talar við Jesebel, eldur í bakgrunni

Akab konungur sagði Jesebel drottningu að Drottinn hefði séð við prestum Baals. Jesebel varð reið og sagðist ætla að drepa spámanninn Elía.

1. Konungabók 19:1–2

Ljósmynd
Elía finnur helli

Elía fór frá Ísraelslandi til að leita öryggis. Hann ferðaðist í 40 daga og 40 nætur og fór fastandi. Hann kom þá að Sínaífjalli og fann þar helli til að fela sig í. Drottinn bauð Elía að fara upp á fjallstoppinn svo hann gæti talað til Elía.

1. Konungabók 19:3, 8–11

Ljósmynd
Elía horfir á vind, jarðskjálfta og eld

Öflugur vindur skall á og mölbraut steinana umhverfis hellinn. Að því loknu skók jarðskjálfti jörðina. Síðan kviknaði eldur. Elía heyrði hávaðann í vindinum, jarðskjálftanum og eldinum. Rödd Drottins var þó ekki í þessum hávaða.

1. Konungabók 19:11–12

Ljósmynd
Drottinn talar til Elía

Elía heyrði þá lágværa og kyrrláta röddu. Hann vissi að hún var Drottins. Drottinn spurði Elía hvað hann væri að gera þarna.

1. Konungabók 19:12–13

Ljósmynd
Elía talar við Drottin

Elía sagðist vera í felum til að gæta öryggis síns. Allir spámennirnir höfðu verið drepnir og fólkið hafði afneitað Drottni.

1. Konungabók 19:14

Ljósmynd
Elía finnur Elísa

Drottinn hughreysti Elía og sagði marga Ísraelsmenn enn tilbiðja sig. Drottinn bauð Elía að fara aftur heim og undirbúa annan spámann. Nafn þess nýja spámanns var Elísa.

1. Konungabók 19:15–18