Scripture Stories
Davíð konungur


„Davíð konungur,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Davíð konungur,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Samúelsbók 18–19; 31; 2. Samúelsbók 1; 5; 11–12

Davíð konungur

Erfiði konungs

Ljósmynd
Sál konungur og Davíð horfa á borg

Sál konungur, konungur yfir Ísrael, þótti mikið til koma yfir sigri Davíðs á Golíat. Sál gerði Davíð að leiðtoga yfir herjum sínum.

1. Samúelsbók 18:5

Ljósmynd
Davíð

Davíð elskaði Drottin og vildi alltaf gera það sem rétt var. Ísraelsþjóð unni Davíð.

1. Samúelsbók 18:6–7

Ljósmynd
Sál með reiðisvip

Sál varð öfundsjúkur og reyndi að drepa Davíð. Davíð fylgdi Drottni og Drottinn verndaði hann frá Sál.

1. Samúelsbók 18:6–16; 19:1

Ljósmynd
Ísraelsk útför

Ísraelsmenn háðu mörg stríð. Dag einn dóu Sál og synir hans í orrustu. Davíð unni þeim og var afar dapur yfir dauða þeirra. Nú þurftu Ísraelsmenn nýjan konung. Drottinn valdi Davíð til að vera konungur. Fólkið var ánægt.

1. Samúelsbók 31:2–6; 2. Samúelsbók 1:11–12; 5:1–5

Ljósmynd
Davíð stýrir her

Drottinn blessaði Davíð konung og veitti honum leiðsögn. Með hjálp Drottins, sigraðist her Davíðs á andstæðingum sínum.

2. Samúelsbók 5:6–10, 17–25

Ljósmynd
Davíð borðar vínber

Dag einn, þegar Davíð hefði átt að fara í orrustu, var hann heima. Hann sá fallega konu. Hún hét Batseba og vildi Davíð giftast henni. Hún var samt þegar gift Úría, hermanni í her Davíðs.

2. Samúelsbók 11:1–3

Ljósmynd
Davíð talar við Úría

Davíð vildi giftast Batsebu, svo hann sendi eiginmann hennar, Úría, í hættulega orrustu til þess að hann yrði drepinn.

2. Samúelsbók 11:4–17

Ljósmynd
Davíð og Batseba

Davíð frétti fljótlega að Úría hafði dáið í orrustu. Davíð sendi þjóna sína til að flytja Batsebu í hús sitt og hann giftist henni.

2. Samúelsbók 11:24, 26–27

Ljósmynd
Natan talar við Davíð

Drottinn var ekki ánægður með það sem Davíð hafði gert. Drottinn sendi Natan, sem var spámaður, til að segja Davíð hversu alvarleg synd hans væri. Davíð varð afar leiður yfir því sem hann hafði gert Úría og Batsebu. Hann bað og fastaði fyrir fyrirgefningu Drottins.

2. Samúelsbók 11:27; 12:1–13