Scripture Stories
Spámaðurinn Móse


„Spámaðurinn Móse,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Spámaðurinn Móse,“ Sögur úr Gamla testamentinu

2. Mósebók 2–3

Spámaðurinn Móse

Kallaður til að frelsa þjóð Drottins

Ljósmynd
Egypti slær Ísraelsmann

Móse ólst upp sem sonur dóttur faraós. Móse sá að Egyptar voru vondir við Ísraelsmenn. Hann sá að Egyptar gerðu Ísraelsmenn að þrælum sínum.

2. Mósebók 2:10–11

Ljósmynd
Móse ver Ísraelsmann

Dag einn sá Móse Egypta slá Ísraelsmann. Móse réð Egyptanum bana, til að verja Ísraelsmanninn.

2. Mósebók 2:11–14

Ljósmynd
Móse í óbyggðunum

Þegar faraó komst að þessu ætlaði hann að drepa Móse, en Móse flúði Egyptaland.

2. Mósebók 2:15

Ljósmynd
Móse og fjölskylda

Móse kom til staðar sem hét Midían, þar hitti hann konu sem hét Sippóra. Þau giftu sig og eignuðust börn.

2. Mósebók 2:21–22

Ljósmynd
Móse horfir á logandi runna

Þegar Móse bjó í Midían sá hann logandi runna, en runninn brann þó ekki. Drottinn birtist í logunum og talaði til Móse.

2. Mósebók 3:1–6

Ljósmynd
Jesús talar við Móse

Drottinn sagðist vita að Ísraelsmenn þjáðust í Egyptalandi. Hann bauð Móse að snúa aftur til Egyptalands og segja faraó að sleppa Ísraelsmönnum lausum. Drottinn sagði að hann myndi hjálpa Móse að frelsa Ísraelsmenn og leiða þá til fyrirheitins lands.

2. Mósebók 3:7–18