Scripture Stories
Plágur Egyptalands


„Plágur Egyptalands,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Plágur Egyptalands,“ Sögur úr Gamla testamentinu

2. Mósebók 4–5; 7–12

Plágur Egyptalands

Faraó og valkostir Drottins

Ljósmynd
Móse og Aron á tali við faraó

Móse treysti Drottni og sneri aftur til Egyptalands. Móse og bróðir hans, Aron, fóru til faraó og báðu hann að gefa Ísraelsmönnum frelsi og leyfa þeim að yfirgefa Egyptaland. Faraó var reiður og neitaði. Hann neyddi Ísraelsmenn til að vinna enn meira.

2. Mósebók 4:10–16; 5:1–18

Ljósmynd
fljótið breytist í blóð

Egyptar voru þjakaðir af hræðilegum plágum, vegna þess að faraó hafði ekki hlýtt á Drottin. Fyrst breyttist allt vatn í Egyptalandi í blóð. Móse bað faraó aftur að frelsa Ísraelsmenn, en faraó sagði nei.

2. Mósebók 7:14–25

Ljósmynd
froskar hoppa á Egypta

Næst sendi Drottinn froska til Egyptalands. Þeir voru úti um allt. Faraó sagði að hann myndi sleppa Ísraelsmönnum, ef froskarnir færu í burtu. Drottinn lét froskana fara í burtu, en faraó sleppti Ísraelsmönnum ekki. Þá sendi Drottinn lýs og flugur.

2. Mósebók 7:26–29; 8:1–28

Ljósmynd
Egyptar og dauðar skepnur

Næst dó allur búfénaður Egypta, en engin dýr Ísraelsmanna dóu. Því næst fengu Egyptar sársaukafull kýli á líkama sinn.

2. Mósebók 9:3–12

Ljósmynd
hagl og eldstormur leggja Egyptaland í rúst

Mikið haglél og eldur komu yfir Egyptaland. Þetta olli mikilli eyðileggingu.

2. Mósebók 9:22–35

Ljósmynd
engisprettur éta uppskeru

Faraó vildi enn ekki sleppa Ísraelsmönnum. Þá sendi Drottinn engisprettur og þær átu allan mat fólksins.

2. Mósebók 10:12–20

Ljósmynd
faraó

Svo voru þrír dagar myrkurs. Þegar margar pláganna dundu yfir, lofaði faraó að sleppa Ísraelsmönnum ef plágurnar hættu, en hann sagði ósatt í hvert skipti.

2. Mósebók 10:21–23, 27

Ljósmynd
Móse og fjölskylda

Eftir níu mismunandi plágur vildi faraó ekki enn leyfa Ísraelsmönnum að fara. Drottinn sagði Móse að önnur hræðileg plága myndi koma. Drottinn leiðbeindi og verndaði Ísraelsmenn þegar þeir biðu eftir frelsi sínu.

2. Mósebók 11:4–7; 12:1–13.