Scripture Stories
Daníel og draumur konungs


„Daníel og draumur konungs,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Daníel og draumur konungs,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Daníel 2

Daníel og draumur konungs

Dularfull skilaboð Guðs til konungs

Ljósmynd
konung dreymir

Konung Babýlon hafði dreymt draum sem kom honum í uppnám. Hann krafðist þess að prestar hans og vitringar segðu honum hvað draumurinn þýddi.

Daníel 2:1–3

Ljósmynd
konungur hugsar

Konungurinn vildi ekki segja þeim frá draumnum. Hann sagði að ef prestarnir og vitringarnir hefðu í raun mátt, þá gætu þeir sagt honum frá draumnum og hvað hann þýddi.

Daníel 2:4–9

Ljósmynd
konungur hrekur vitringa á brott

Prestarnir og vitringarnir sögðu konungi að þeir gætu ekki túlkað draum hans ef hann segði þeim ekki frá honum. Þeir sögðu að enginn maður gæti það. Konungurinn var reiður og sagðist ætla að drepa alla vitringa konungsríkisins, þar á meðal Daníel og vini hans.

Daníel 2:10–13

Ljósmynd
Daníel talar við hermann

Þegar varðmenn konungs komu til að taka Daníel og vini hans, þá bað Daníel um meiri tíma til að segja konungi hvað draumur hans þýddi. Daníel vissi að Guð veit og sér allt, jafnvel drauma. Daníel bað vini sína um að biðja með sér.

Daníel 2:14–18

Ljósmynd
Daníel biður

Guð sýndi Daníel draum konungs í sýn og sagði Daníel frá merkingu hans. Daníel þakkaði Guði fyrir að svara bænum sínum og vina sinna og fyrir að bjarga lífi þeirra. Hann fór svo til að segja konungi frá merkingu draumsins.

Daníel 2:19–25

Ljósmynd
Daníel talar við konung

Daníel sagði að draumur konungs snerist um risavaxna styttu sem eyðilögð var af steini sem hafði losnað úr fjalli nokkru. Styttan táknaði konungsríki jarðar. Steinninn sem losnaði úr fjallinu táknaði konungsríki Guðs, sem myndi þekja alla jörðina. Konungurinn vissi að Daníel sagði satt.

Daníel 2:26–49