Scripture Stories
Hersveit Gídeons


„Hersveit Gídeons“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Hersveit Gídeons,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Dómarabókin 6–7

Hersveit Gídeons

Treysta Drottni í orrustu

Ljósmynd
Midíanítar stela mat

Ísraelsmenn nutu blessunar í mörg ár. Þeir tóku þá að óhlýðnast Drottni. Drottinn lét óvini þeirra, Midíaníta, taka mat þeirra og skepnur, til að auðvelda þeim að minnast hans. Ísraelsmenn voru hungurmorða, svo þeir minntust Drottins og báðu til hans um liðsinni.

Dómarabókin 6:1–7

Ljósmynd
engill talar við Gídeon

Gídeon var maður frá fátækri fjölskyldu Drottinn sendi engil til að kalla hann til að frelsa Ísraelsmenn. Gídeon furðaði sig á að Drottinn skyldi velja sig.

Dómarabókin 6:11–15

Ljósmynd
fólk reiðist Gídeon við hlið eyðilagðs skurðgoðs

Drottinn bauð Gídeon að eyðileggja staði þar sem Ísraelsmenn tilbáðu falsguði. Þegar Gídeon hlýddi því, reiddist fólkið.

Dómarabókin 6:25–27

Ljósmynd
Faðir Gídeons verndar hann gegn reiðu fólki

Ísraelsmenn vildu Gídeon feigan. Faðir Gídeons tókst að sannfæra þá um að skaða hann ekki. Gídeon naut verndar.

Dómarabókin 6:28–32

Ljósmynd
Gídeon á bæn

Gídeon taldi sig ekki geta frelsað Ísraelsmenn. Það voru yfir 135.000 hermenn í hersveit Midíanítanna. Drottinn gaf Gídeon hins vegar visku og styrk.

Dómarabókin 6:13–16; 8:10

Ljósmynd
hermenn yfirgefa herinn

Drottinn vildi að Ísraelsmenn vissu að þeir gætu sigrað með styrk hans, en ekki á eigin spýtur. Þótt Ísraelsmenn hefðu einungis 32.000 hermenn, bauð Drottinn Gídeon að senda heim alla hermenn sem voru óttaslegnir. Þegar 22.000 þeirra fóru heim, voru aðeins 10.000 eftir.

Dómarabókin 7:2–3.

Ljósmynd
hermenn drekka vatn

Drottinn sagði að 10.000 væri enn of margir hermenn. Hann bauð Gídeon að fara með hersveitina niður að vatninu. Þeir sem drykkju vatnið beint með munninum ætti að senda heim. Þeir sem notuðu hendurnar til að drekka vatnið ættu að vera áfram. Nú voru einungis 300 menn eftir.

Dómarabókin 7:4–7.

Ljósmynd
Hermenn Ísraelsmanna með lúðra og lampa umhverfis herbúðir Midíaníta

Loks var Ísraelsher tilbúinn til að berjast. Drottinn sýndi Gídeon hvernig sigra ætti Midíanítana. Gídeon bauð hersveit sinni að nota lúðra og lampa til að hræða þá. Hávaðinn og ljósin gerðu Midíanítana svo ráðvillta að þeir tóku að berjast innbyrðis. Þeir hrópuðu síðan upp og hlupu í burtu.

Dómarabókin 7:16–22

Ljósmynd
Gídeon í forustu hermanna

Ísraelsmenn sigruðu hinn fjölmenna her Midíanítanna með einungis 300 hermönnum, vegna þess að Gídeon treysti Drottni. Drottinn frelsaði Ísraelsmenn.

Dómarabókin 7:23–25