Kenningar forseta
Samantekt á sögulegum atburðum


Samantekt á sögulegum atburðum

Efíftirfarandi skrá atburða í tímaröð veitir lítils háttar innsýn í bakgrunn lífs spámannsins Josephs Smith og kenningar hans.

1805, 23. desember:

Fæddur í Sharon, Windsor-sýslu, Vermont, fimmta barn af ellefu börnum þeirra Josephs Smith eldri og Lucy Mack Smith.

um 1813: (7 ára)

Sýktist af taugaveiki, sem olli því að gera varð aðgerð á vinstra fótlegg. Á þessum tíma bjó Smith-fjölskyldan í West Lebanon, New Hampshire, sem var einn nokkurra staða sem fjölskyldan fluttist búferlum til árin 1808 til 1816 í atvinnuleit.

1816: (10 ára)

Flytur með fjölskyldu sinni til þorpsins Palmyra, New york.

um 1818–19: (a12 eða 13 ára)

Flytur með fjölskyldu sinni frá þorpinu Palmyra í bjálkahús í bæjarumdæmi Palmyra, New York.

1820, snemma vors: (14 ára)

Biðst fyrir úti í skógi nærri heimili sínu. Guð faðir og Jesús Kristur vitjuðu hans. Hann spurðist fyrir um hvaða trúfélag hann skyldi ganga í. Frelsarinn sagði að þeim skjátlaðist öllum og því ætti hann ekki að ganga í nokkurt þeirra.

1823, 21.–22. september: (17 ára)

Moróní vitjar hans og greinir honum frá verki Drottins á jörðinni á síðari dögum og Mormónsbók. Hann sér gulltöflurnar, sem grafnar eru í nálægri hæð, en var boðið að taka þær ekki að sinni.

1825: (19 ára)

Flytur með fjölskyldu sinni úr bjálkahúsi í nýlega byggt hús á sveitabýli þeirra í bæjarumdæminu Manchester, New York.

1827, 18. janúar: (21 árs)

Giftist Emmu Hale frá Harmony, Pennsylvaníu. Þau giftu sig í Suður- Bainbridge, New York.

1827, 22. september:

Fær töflurnar af hendi Morónís, eftir að hafa hitt Moróní 22. september ár hvert frá 1823.

1827, desember: (22 ára)

Flytur frá Harmony, Pennsylvaníu, til að flýja bæjarmúginn í Palmyra og Manchester sem reyndi að stela töflunum. Hóf stuttu síðar þýðingu Mormónsbókar.

1828, febrúar:

Martin Harris sýnir þekktum fræðimönnum afrit af leturgerð gulltaflnanna, svo og Charles Anthon og Samuel L. Mitchill í New York-borg.

1828, júní – júlí:

Handritssíðurnar 116 með þýðingu Mormónsbókar glatast úr fórum Martins Harris.

1829, 5. apríl: (23 ára)

Oliver Cowdery kemur til Harmony til að þjóna sem ritari við þýðingu Mormónsbókar og þýðingin hefst aftur 7. apríl.

1829, 15. maí:

Hlýtur Aronsprestdæmið ásamt Oliver Cowdery, af hendi Jóhannesar skírara. Joseph og Oliver skíra hvor annan í Susquehanna-fljótinu.

1829, maí – júní:

Hlýtur Melkísedeksprestdæmið ásamt Oliver Cowdery, af hendi Péturs, Jakobs og Jóhannesar, nærri Susquehanna-fljótinu, milli Harmony, Pennsylvaníu og Colesville, New York-fylki.

1829, júní:

Lýkur við þýðingu Mormónsbókar á sveitabýli Peter Whitmer eldri í bæjarumdæmi Fayette, New York. Vitnin þrjú sjá töflurnar og engilinn Moróní í Fayette og vitnin átta sjá og handleika töflurnar í bæjarumdæmi Palmyra.

1830, 26. mars: (24 ára)

Fyrstu prentuðu eintök Mormónsbókar aðgengileg almenningi í bókabúð Egberts B. Grandin í Palmyra.

1830, 6. apríl:

Kirkjan formlega stofnuð á heimili Peters Whitmer eldri í Fayette (sjá K&S 20:1).Í fyrstu var opinbert nafn kirkjunnar, Kirkja Krists. Hinn 3. maí 1834 var nafni kirkjunnar breytt í Kirkja hinna Síðari daga heilögu. Hinn 26. apríl 1838 var nafni hennar breytt eftir opinberun í Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (sjá K&S 115:4).

1830, júní:

Samkvæmt fyrirmælum Drottins hefst innblásin endurskoðun Biblíunnar, sem nú er kunn sem Þýðing Josephs Smith á Biblíunni.

1830, 9. júní:

Fyrsta ráðstefna kirkjunnar haldin í Fayette.

1830, September:

Flytur frá Harmony, Pennsylvaníu, til Fayette, New York. Frá desember 1827 fram til þessa tíma bjuggu Joseph og Emma í Harmony. Joseph ferðaðist öðru hverju til Manchester, Fayette og Palmyra til að vinna að málefnum varðandi þýðingu Mormónsbókar, undirbúa útgáfu Mormónsbókar, koma skipulagi á kirkjuna, vera í forsæti fyrstu ráðstefnu kirkjunnar og sinna öðrum kirkjuskyldum.

1830, September:

Hlýtur opinberun um að trúboðar skuli „fara til Lamanítanna“ til að boða fagnaðarerindið (K&S 28:8; sjá einnig 30:5–6; 32:1–3). Í október fóru fjórir öldungar í trúboð til að kenna á yfirráðasvæði indíána í vesturhluta Missouri-fylkis.

1830, desember: (25 ára)

Hlýtur opinberun um að hinir heilögu skuli safnast saman í Ohio (sjá K&S 37).

1831, snemma í febrúar:

Kemur til Kirtland, Ohio, eftir að hafa ferðast yfir 400 kílómetra frá New York.

1831, 20. júlí:

Hlýtur opinberun í Independence, Jackson-sýslu, Missouri, sem staðfestir að Independence sé „miðpunktur“ Síonar (sjá K&S 57:1–3).

1831, 2. ágúst:

Er í forsæti þegar Sidney Rigdon vígir Jackson-sýslu, Missouri, sem landsvæði Síonar.

1831, 3. ágúst:

Vígir musterislóð í Independence.

1832, 25. janúar: (26 ára)

Studdur sem forseti hins háa prestdæmis í Amherst, Ohio.

1832, 8. mars:

Stofnar Æðsta forsætisráðið, með Sidney Rigdon og Jesse Gause sem ráðgjafa, í Kirtland. Hinn 18. mars 1833 kom Frederick G. Williams í stað Jesse Gause.

1832, 27.–28. desember: (27 ára)

Hlýtur fyrimæli um að reisa musteri í Kirtland (sjá K&S 88:119–20).

1833, janúar:

Stofnar Skóla spámannanna.

1833, 2. júlí:

Lýkur við upphafsverk sitt á innblásinni þýðingu Biblíunnar, sem nú er kunn sem Þýðing Josephs Smith á Biblíunni. Bók Móse og Joseph Smith - Matteus voru hluti af því verki, en tilheyra nú Hinni dýrmætu perlu.

1833, 20. júlí:

Múgur eyðileggur prentvélina í Independence, Missouri, sem Boðorðabókin var prentuð á, og einnig flestar prentuðu arkirnar. Í september voru opinberanirnar úr Boðorðabókinni, sem og aðrar opinberanir, gefnar út í Kirtland í fyrstu útgáfu Kenningar og sáttmála.

1833, 23. júlí:

Hornsteinn lagður að Kirtland-musterinu.

1833, 18. desember:

Joseph Smith eldri vígður sem patríarki kirkjunnar.

1834, maí – júlí: (28 ára)

Leiðir Síonarfylkinguna frá Kirtland, Ohio til Clay-sýslu, Missouri, til að liðsinna hinum heilögu sem gerðir voru brottrækir frá heimilum sínum í Jackson sýslu, Missouri. Snýr aftur til Kirtland eftir að hafa hlotið opinberun um að hinir heilögu „bíði um stund lausnar Síonar“ (K&S 105:9).

1835, 14. febrúar: (29 ára)

Stofnar Tólfpostulasveitina.

1835, 28. febrúar:

Skipuleggur sveit hinna Sjötíu.

1835, júlí:

Hlýtur egypska papírushandritið sem geymir rit Abrahams.

1836, 27. mars: (30 ára)

Vígir Kirtland-musterið (sjá K&S 109).

1836, 3. apríl:

Jesús Kristur birtist Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu og samþykkir musterið. Móse, Elías og Elía birtast þar einnig og veita Joseph og Oliver prestdæmislykla. (Sjá K&S 110.)

1837, júní: (31 árs)

Sendir öldunga frá Kirtland og Upper Kanada til þjónustu í Englandi sem trúboða, sem var fyrsta trúboðið utan Norður-Ameríku.

1838, 12. janúar: (32 ára)

Fer frá Kirtland til Far West, Missouri, til að flýja ofbeldisverk skrílsins.

1838, 14. mars:

Kemur til Far West og stofnar þar höfuðstöðvar kirkjunnar.

1838, 27. apríl:

Byrjar að rita sögu sína, útgefin í framhaldsgreinum sem „History of Joseph Smith“ í kirkjutímariti, fyrst 1842; síðar gefið út sem History of the Church.

1838, 27. október:

Fylkisstjóri Missouri, Lilburn W. Boggs, gefur út hina svívirðilegu „Útrýmingartilskipun.“ Sú fyrirskipun, ásamt grimmilegum ofsóknum, varð til þess að hinir heilögu yfirgáfu Missouri og fóru til Illinois, veturinn og vorið 1838–39.

1838, 1. desember:

Settur í fangelsi, ásamt öðrum leiðtogum kirkjunnar í Liberty, Missouri.

1839, 20. mars: (33 ára)

Skrifar bréf til hinna heilögu frá Libertyfangelsi, hluti bréfsins var síðar skráður sem Kenning og sáttmálar 121, 122 og 123.

1839, um miðjan apríl:

Er leyft að flýja af fangavörðum sínum, meðan hann var fluttur frá Gallatin til Columbia, Missouri.

1839, 22. apríl:

Sameinast fjölskyldu sinni að nýju í Quincy, Illinois.

1839, 10. maí:

Flytur með fjölskyldu sinni í lítið bjálkahús í Commerce, Illinois. Gefur síðar borginni nafnið Nauvoo.

1839, 29. nóvember:

Fer til Martins Van Buren, forseta Bandaríkjanna, í Washington, D.C., til að leita leiðréttingar á ranglætinu í Missouri. Leitar einnig aðstoðar Bandaríkjaþings í þessari ferð sinni.

1840, 15. ágúst: (34 ára)

Kunngjörir opinberlega kenninguna um skírn fyrir dána í útför í Nauvoo. Skírn fyrir hina dánu var fyrst framkvæmd í Mississippi-fljóti og nálægum bæjarlækjum.

1840, september:

Tilkynnir í ávarpi Æðsta forsætisráðs kirkjunnar að komið sé að því að hefja byggingu musteris í Nauvoo.

1841, 4. febrúar: (35 ára)

Er valinn sem undirhershöfðingi nýlega stofnaðrar Nauvoo-hersveitar, sem tilheyrði her Illinois-fylkis.

1841, 6. apríl:

Hornsteinn lagður að Nauvoo-musterinu.

1841, 21. nóvember:

Fyrsta skírnin fyrir hina dánu í Nauvoomusterinu framkvæmd í viðarfonti, sem var smíðaður og vígður áður en musterið var að fullu tilbúið.

1842, febrúar - október: (36 ára)

Þjónar sem ritstjóri Times and Seasons, tímarits kirkjunnar í Nauvoo.

1842, 1. mars:

Gefur út Wentworth-bréfið í Times and Seasons; í mars og maí er Bók Abrahams einnig gefin út í Times and Seasons.

1842, 17. mars:

Stofnar Líknarfélag kvenna í Nauvoo, með Emmu Smith sem forseta.

1842, 4. maí:

Stjórnar fyrstu musterisgjöfinni í þakherbergi Rauðsteina-verslunar sinnar.

1842, 19. maí:

Kosinn bæjarstjóri Nauvoo.

1843, 12 júlí: (37 ára)

Skráir opinberun hins nýja og ævarandi sáttmála, og einnig eilíft eðli hjónabandssáttmálans (sjá K&S 132).

1844, 29 janúar: (38 ára)

Tilkynnir framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.

1844, mars:

Á fund með postulunum tólf og fleirum og felur hinum Tólf að stjórna kirkjunni, láti hann lífið, og útskýrir að í þeim tilgangi hafi hann veitt þeim allt valdsumboð og lykla og réttinn til að framkvæma allar helgiathafnir.

1844, 27. júní:

Myrtur, ásamt bróður sínum Hyrum, í Carthage-fangelsi, Illinois.

1844, 29. júní:

Jarðsettur með Hyrum í Nauvoo, Illinois.