Aðalráðstefna
Allt okkur til velfarnaðar
Aðalráðstefna apríl 2024


Allt okkur til velfarnaðar

Um tíma og eilífð er tilgangur sköpunar og eðli Guðs sjálfs að sameina allt okkur til velfarnaðar.

Í dag er 6. apríl, sem markar daginn er Jesús Kristur endurreisti síðari daga kirkju sína – og hluti af páskunum, er við berum gleðilegt vitni um fullkomið líf Jesú Krists, friðþægingarfórn og dýrðlega upprisu.

Kínversk saga hefst á því er sonur manns finnur fallegan hest.

„En heppinn,“ sögðu nágrannarnir.

„Við sjáum til,“ segir maðurinn.

Sonurinn féll síðan af hestbaki og hlaut varanlega áverka.

„En óheppinn,“ sögðu nágrannarnir.

„Við sjáum til,“ segir maðurinn.

Herkvaðningarsveit kemur en tekur ekki særða soninn.

„En heppinn,“ sögðu nágrannarnir.

„Við sjáum til,“ segir maðurinn.

Þessi hverflyndi heimur er oft stormasamur, óöruggur, stundum lánsamur og – of oft – ólánsamur. Við vitum samt að í þessum heimi andstreymis,1 „samverkar allt til góðs, þeim sem [Guð elskar]“2 Þegar við göngum grandvör og höfum sáttmála okkar hugfasta, mun vissulega „allt vinna saman að velfarnaði yðar.“3

Allt okkur til velfarnaðar.

Undravert loforð! Hughreystandi fullvissa frá sjálfum Guði! Á undraverðan hátt er tilgangur sköpunarinnar og eðli Guðs að þekkja upphafið og endinn.4 til að koma öllu til leiðar, sem okkur er til góðs og til að hjálpa okkur að helgast og verða heilög fyrir náð og friðþægingu Jesú Krists.

Friðþæging Jesú Krists getur frelsað okkur og endurleyst okkur frá synd. Jesús Kristur skilur þó líka náið allan sársauka okkar, þrengingar, sjúkdóma5 sorgir og aðskilnað. Um tíma og eilífð getur sigur hans yfir dauða og helju fært allt í réttar skorður.6 Hann hjálpar við að græða hina niðurbrotnu og vanvirtu, sætta hina reiðu og sundurleitu, hugga einmana og einangraða, hvetja óvissa og ófullkomna og leiða fram kraftaverk sem aðeins eru möguleg með Guði.

Við syngjum hallelúja og hrópum hósanna! Af eilífum krafti og óendanlegri gæska sæluáætlunar Guðs, getur allt samverkað okkur til góðs. Við getum tekist á við lífið með sjálfsöryggi en ekki ótta.

Ef við erum skilin eftir ein, vitum við kannski ekki af gæsku okkar sjálfra. Þegar „ég vel mig,“ er ég líka að velja mín eigin takmörk, veikleika, misbresti. Þegar allt kemur til alls, verðum við að vera góð, til að koma til leiðar því besta.7 Þar sem enginn nema Guð er góður,8 þá leitumst við eftir fullkomnun í Jesú Kristi.9 Við verðum aðeins okkar sanna og besta sjálf þegar við losum okkur úr viðjum hins náttúrlega karls eða konu og verðum barn frammi fyrir Guði.

Með trausti okkar og trú á Guð, geta raunir og þrengingar helgað okkur til góðs. Jósef var seldur í ánauð til Egyptalands, en bjargaði síðar fjölskyldu sinni og fólki sínu. Drottinn sagði við Joseph Smith í Liberty fangelsinu: „Vita skaltu þá, sonur minn, að allt mun þetta veita þér reynslu og verða þér til góðs.“10 Að lifa í trú, raunum og fórnum, sem við myndum aldrei velja, getur blessað okkur og aðra á þann hátt sem við fáum vart ímyndað okkur.11

Við eflum trú og traust á Drottin, á að allt geti samverkað okkur til góðs, er við öðlumst eilífa yfirsýn;12 skiljum að raunir okkar hverfi „innan skamms“;13 viðurkennum að þrengingar geti helgast okkur til farsældar;14 viðurkennum að slys, ótímabær dauði, lamandi sjúkdómar og veikindi séu hluti af jarðlífinu; og treystum að kærleiksríkur himneskur faðir veiti ekki þrengingar til að refsa eða dæma. Hann mundi ekki gefa þeim stein sem biður um brauð, eða þeim höggorm sem biður um fisk.15

Þegar þrengingar koma, þráum við oftast að einhver hlusti og sé með okkur.16 Í augnablikinu geta klisjukennd svör verið gagnslaus, hversu hughreystandi sem þeim er ætlað að vera. Stundum þráum við einhvern sem syrgir, þjáist og grætur með okkur; leyfir okkur að tjá sársauka, gremju og stundum jafnvel reiði; og viðurkennir með okkur að það eru hlutir sem við þekkjum ekki.

Þegar við treystum Guði og elsku hans til okkar, geta jafnvel okkar dýpstu sorgir á endanum samverkað okkur til góðs.

Ég minnist þess dags er mér bárust fréttir af alvarlegu bílslysi þar sem ástvinir mínir áttu hlut að máli. Á slíkum stundum, í angist og trú, getum við aðeins sagt með Job: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“17

Um 3.500 stikur og umdæmi um allan heim og um 30.000 deildir og greinar veita skjól og öryggi.18 Innan stika okkar og deilda standa margar trúfastar fjölskyldur og einstaklingar frammi fyrir erfiðum áskorunum, jafnvel þótt þau viti (án þess að vita enn hvernig) að hlutirnir munu samverka okkur til góðs.

Í Huddersfield, Englandi, greindist bróðir Samuel Bridgstock með krabbamein á fjórða stigi nokkru áður en kalla átti nýjan stikuforseta. Í ljósi skelfilegrar greiningar, spurði hann eiginkonu sína, Önnu, hvers vegna hann ætti yfir höfuð að fara í viðtal.

„Af þeirri ástæðu,“ sagði systir Bridgstock, „að þú verður kallaður sem stikuforseti.“

Ljósmynd
Bridgstock-fjölskyldan.

Bridgstock forseti (sem er hér í dag), sem sagt var að hann ætti eitt eða tvö ár ólifuð, er nú á fjórða þjónustuári sínu. Hann á góða og slæma daga. Stikan hans kemur saman í aukinni trú, þjónustu og góðvild. Þetta er ekki auðvelt, en eiginkona hans og fjölskylda lifa í trú, þakklæti og skiljanlegri sorg, sem þau treysta að verði að eilífri gleði fyrir tilstilli endurreisandi friðþægingar Jesú Krists.19

Þegar við erum hljóð, opin og lotningarfull, kunnum við að skynja fegurð, tilgang og æðruleysi sáttmálsaðildarinnar sem Drottinn býður. Á helgum stundum leyfir hann okkur ef til vill að sjá hinn stærri eilífa veruleika, sem daglegt líf okkar er hluti af, þar sem hinir smáu og einföldu hlutir vinna saman að velfarnaði gefenda og þiggjendum.

Rebekah, dóttir fyrsta trúboðsforsetans míns, sagði frá því hvernig Drottinn svaraði bæn hennar um huggun með óvæntu tækifæri til að svara bæn einhvers annars.

Ljósmynd
Rebekah gaf konunni súrefnisvél móður sinnar.

Seint kvöld eitt, er Rebekah syrgði nýlegt lát móður sinnar, fékk hún sterkt hugboð um að fara og kaupa bensín á bílinn sinn. Þegar hún kom á stöðina mætti hún eldri konu með stóran súrefniskút sem átti erfitt með öndun. Síðar gat Rebekah gefið konunni handsúrefnisvél móður sinnar. Þessi systir sagði þakklát: „Þú hefur veitt mér frelsið mitt aftur.“ Hlutirnir samverka til góðs þegar við þjónum eins og Jesús Kristur myndi gera.

Faðir sem hafði verið falið að vera hirðisþjónustufélagi sonar síns sem var á kennaraaldri sagði: „Þjónusta er þegar við förum frá því að vera nágrannar sem gefum kökur í það að vera traustir vinir, fyrstu andlegu viðbragðaðilar.“ Sáttmálsaðild í Jesú Kristi huggar, tengir og helgar.

Jafnvel í sorgum getur andlegur undirbúningur minnt okkur á að himneskur faðir vissi af því þegar við vorum einmana og viðkvæmust. Fjölskylda sem átti barn sem var flutt á sjúkrahús, fann til að mynda huggun í því að minnast þess að heilagur andi hafði hvíslað fyrirfram að þeim því sem vænta mátti.

Stundum felur hinn stærri, eilífi veruleiki sem Drottinn leyfir að við skynjum í sér fjölskyldu hinumegin hulunar. Systir nokkur fann gleði er hún snérist til trúar á hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists. Tvö áföll höfðu þó haft djúpstæð áhrif á líf hennar – hún varð vitni að bátsslysi og missti móður sína, sem hafði svift sig lífi.

Ljósmynd
Systir sigraðist á ótta sínum og var skírð.

Þessi systir sigraðist þó nægilega á ótta sínum við vatn til að láta skírast með niðurdýfingu. Og á miklum gleðidegi, varð hún vitni að því þegar einhver var staðgengill fyrir látna móður hennar til skírnar í musterinu. „Musterisskírnin læknaði móður mína og hún frelsaði mig,“ sagði systirin. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fann frið frá því að móðir mín lést.“

Okkar helga tónlist endurómar fullvissu hans um að allt geti samverkað okkur til góðs.

Ver hljóð mín sál, Guð vel mun vernda þig,

vanþrædda framtíð líkt og genginn stig.

Lát ekkert hagga trausti von og trú,

tryggilega skýrist allt, sem leynt er nú.20

Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,

hræðstu ei ókunn lönd.

Þó ferðar þinnar löng og ströng sé leit,

leiðir þig Drottins hönd. …

Ef deyjum vér, en leið ei lokið er,

Þá glaðnar hjarta. Allt fer vel.”21

Mormónsbók er sönnun í hendi okkar um að Jesús er Kristur og að Guð uppfyllir spádóma sína. Mormónsbók er skrifuð af innblásnum spámönnum sem sáu okkar tíma og hefst á miklum sjónleik – fjölskyldu sem tekst á við djúpstæðan ágreining. Þegar við nemum og hugleiðum 1. Nefí 1 til og með Moróní 10, munum við þó tengjast Jesú Kristi með staðföstum vitnisburði um að það sem þar gerðist geti blessað okkur hér og nú.

Þegar Drottinn, með sínum lifandi spámanni, færir fleiri hús Drottins nær á mörgum stöðum, vinna musterisblessanir saman að velfarnaði okkar. Við komum til Guðs föður okkar og Jesú Krists fyrir tilstilli sáttmála og helgiathafna og öðlumst eilífa sýn á jarðlífið. Einu af öðru, frá nafni til nafns, bjóðum við skyldmennum – áum – helgiathafnir og sáttmálsblessanir að fyrirmynd frelsara Drottins á Síonarfjalli.22

Eftir því sem musterin verða nær okkur og á fleiri stöðum, verður musterisfórn okkar sú að leita oftar eftir heilagleika í húsi Drottins. Í mörg ár höfum við lagt fyrir, skipulagt og fórnað til að komast til musterisins. Komið nú jafnvel oftar til Drottins í hans heilaga hús, eftir því sem aðstæður leyfa. Látið reglubundna tilbeiðslu og þjónustu í musterinu blessa, vernda og innblása ykkur og fjölskyldu ykkar – fjölskylduna sem þið eigið eða fjölskylduna sem þið munuð eignast og verður ykkar einhvern daginn.

Ljósmynd
Amma fyrir utan musterið

Íhugið vinsamlega blessun þess að eiga eigin musterisklæði, ef aðstæður leyfa.23 Amma nokkur í auðmjúkri fjölskyldu sagði að það sem hún þráði mest væru eigin musterisklæði. Ömmusonur hennar sagði: „Amma hvíslaði: ‚Ég mun þjóna í mínum eigin musterisklæðum og eftir að ég dey verð ég grafin í þeim.‘“ Og þegar hennar tími kom, var það gert.

Russell M. Nelson forseti kennir: „Allt sem við trúum og öll loforð sem Guð hefur gefið sáttmálsfólki sínu er sett fram í musterinu.“24

Um tíma og eilífð er tilgangur sköpunar og eðli Guðs sjálfs að sameina allt okkur til velfarnaðar.

Þetta er eilífur tilgangur Drottins. Það er eilíf yfirsýn hans. Þetta er hans eilífa loforð.

Þegar lífið er í óreiðu og tilgangurinn er ekki skýr, þegar þið viljið lifa betra lífi en vitið ekki hvernig, komið þá til Guðs föður okkar og Jesú Krists. Treystið að þeir lifa, elska ykkur og vilja allt ykkur til velfarnaðar. Ég vitna að þeir gera það, óendanlega og eilíflega, í hinu helga og heilaga nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Jóhannes 16:33.

  2. Rómverjabréfið 8:28.

  3. Kenning og sáttmálar 90:24. Hið vinsæla orðtak „allt er gott“ gefur oft til kynna að hlutirnir séu í lagi og í röð og reglu, án þess endilega að merkja að þeir verði í raun okkur til góðs.

  4. Sjá HDP Móse 1:3.

  5. Sjá Alma 7:11.

  6. Sjá 2. Nefí 9:10–12. Guð virðir siðferðislegt sjálfræði og leyfir jafnvel stundum að óréttlát verk annarra hafi áhrif á okkur. Þegar við þó reynum fúslega að gera allt sem við getum, megnar náð Jesú Krists og virkjandi og friðþægjandi kraftur hans að hreinsa, græða, binda um og sætta okkur við okkur sjálf og hvert annað, beggja vegna hulunnar.

  7. Sjá Moróní 7:6, 10–12. Prófessor Terry Warner skrifar af næmni um þetta efni.

  8. Sjá Jóhannes 3:10; Moróní 10:25.

  9. Sjá Moróní 10:32.

  10. Sjá Kenning og sáttmálar 122:4, 7.

  11. Við lærum af reynslu sem við myndum aldrei velja. Stundum getum við orðið betur í stakk búin til að takast á við þær byrðar með hjálp Drottins; Mósía 24:10–15 útskýrir loforð Drottins um að „vitja fólks míns í þrengingum þess“ og „[styrkja það, svo það gat] borið byrðar sínar.“ Alma 33:23 kennir að „byrðar [hans geti orðið] léttar fyrir gleðina yfir syni hans.“ Mósía 18:8 minnir okkur á að þegar við erum „fús að bera hver annars byrðar,“ … „[geta þær orðið léttar].“

  12. Spámaðurinn Jesaja talar um Messías: „Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurkramið hjarta, … til að hugga alla hrellda, til að láta hinum hrelldu í Síon í té, gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði í stað hugarvíls“ (Jesaja 61:1–3). Á svipaðan hátt setur sálmaskáldið fram Drottins fyrirheitnu sýn: „Að kveldi gistir oss grátur en gleðisöngur að morgni“ (Sálmarnir 30:5). Þetta felur í sér hin dýrðlegu fyrirheit fyrir hina réttlátu að morgni fyrstu upprisunnar.

  13. Kenning og sáttmálar 122:4. Að trúa að prófraunir hverfi í eilífu samhengi „innan skamms,“ merkir ekki að lítið sé gert úr þeim krefjandi sársauka eða þjáningu sem við gætum upplifað dag eftir dag í þessu lífi, á óbærilegum svefnlausum nóttum eða í óbærilegri óvissu hvers nýs dags. Kannski getur loforðið um að geta litið til baka og séð jarðneskar þjáningar okkar, í ljósi samúðar Guðs og eilífrar sýnar, aukið við skilning okkar á jarðlífinu og von okkar um að standast allt til enda í trú og trausti á hann. Einnig, þegar við höfum augu til að sjá, þá má oft finna eitthvað gott í núinu; Við þurfum ekki endilega að bíða eftir framtíðinni til að sjá hið góða.

  14. Sjá 2. Nefí 2:2.

  15. Sjá Matteus 7:9–10. Að láta Guð ríkja í lífi okkar, merkir ekki að meðtaka allt sem kemur sinnulaust. Það er að trúa því virkilega að himneskur faðir og frelsari okkar, Jesús Kristur, vilji aðeins og alltaf það besta fyrir okkur. Þegar áföll dynja yfir, ættum við ekki að spyrja: „Af hverju ég?“ heldur að spyrja í trú: „Hvað get ég lært?“ Við getum líka syrgt með sundurkrömdu hjarta og sáriðrandi anda í vitneskju um að blessanir og tækifæri munu berast á hans tíma.

  16. Við syrgjum með syrgjendum og huggum þá sem huggunar þarfnast (sjá Mósía 18:9).

  17. Jobsbók 1:21.

  18. Sjá Kenning og sáttmálar 115:6.

  19. Trú frammi fyrir erfiðleikum er andstæða tilvistarlegrar angistar og örvæntingar sem Mormónsbók segir um þá sem „[formæla Guði og óska sér dauða],“ en „þó börðust þeir með sverði fyrir lífi sínu“ (Mormón 2:14).

  20. „Ver hljóð, mín sál,“ Sálmar, nr. 41.

  21. „Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,“ Sálmar, nr. 13. Hafið einnig í huga:

    Þá ást og visku veitti hann. …

    endurlausnin okkur er.

    Þar eru réttvísi, kærleikur og miskunn

    í himneskum samhljóm!“

    („How Great the Wisdom and the Love,“ Hymns, nr. 195.)

    Mitt í óvissu lífsins, vitum við að hin mikla fyrirætlan endurlausnarinnar mun sameina réttvísi, kærleika og miskunn, okkur til góðs.

  22. Sjá Óbadía 1:21. Spámaðurinn Joseph Smith kenndi: „Hvernig verða þeir [Síðari daga heilagir] frelsarar á Síonarfjalli? Með því að byggja musteri sín, reisa skírnarfonta sína og ganga fram og meðtaka allar helgiathafnirnar … í þágu allra áa sinna sem dánir eru“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 473).

  23. Meðlimir sem fara í musterið í fyrsta skipti geta keypt musterisfatnað á tiltölulega miklum afslætti.

  24. Russell M. Nelson, „Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ aðalráðstefna, október 2021.