Aðalráðstefna
Bið, hann er þar
Aðalráðstefna apríl 2024


Bið, hann er þar

Ég býð ykkur að biðja þess að vita að himneskur faðir er til staðar, biðja þess að vaxa til að líkjast honum og biðja þess að sýna öðrum elsku hans.

Bræður og systur, ég gleðst þegar ég bregst við hugboðum um að tala til barna!

Telpur og drengir, hvar sem þið eruð í heiminum, mig langar að miðla ykkur svolitlu.

Himneskur faðir okkar elskar ykkur! Þið eruð börn hans, Hann þekkir ykkur. Hann þráir að blessa ykkur. Ég bið þess af öllu hjarta að þið munið skynja elsku hans.

Finnst ykkur gaman að fá gjafir? Mig langar að ræða við ykkur um einstaka gjöf sem himneskur faðir hefur gefið ykkur til að hjálpa ykkur. Þetta er gjöf bænarinnar. Hve mikil blessun sem bænin er! Við getum beðið til himnesks föður alltaf og alls staðar.

Ljósmynd
Jesús með börnum.

Þegar Jesús var á jörðunni, kenndi hann okkur að biðja. Hann sagðir: „Biðjið og yður mun gefast.“1

Hvaða gjafa getið þið beðist fyrir um? Þær eru margar, en í dag langar mig að deila með ykkur þremur:

  1. Biðjið þess að vita.

  2. Biðjið þess að vaxa.

  3. Biðjið þess að sýna.

Tölum um hverja þeirra.

Í fyrsta lagi, biðjið þess að vita

Hvað þurfið þið að vita?

Það er söngur um bænina sem Barnafélagsbörn syngja um allan heim. Hann hefst á spurningu. Vitið þið hvaða söngur það er? Ef ég væri mjög hugrökk, myndi ég syngja hann fyrir ykkur!

„Himneskur faðir, ert þú þarna, heyrir og svarar bænum allra barna?“2

Hvernig getið þið vitað að himneskur faðir sé raunverulega til, jafnvel þegar þið fáið ekki séð hann?

Russell M. Nelson forseti hefur boðið ykkur: „Úthellið hjarta ykkar frammi fyrir himneskum föður. … Leggið síðan við hlustir!“.3 Hlustið á það sem þið skynjið í hjarta ykkar og á það sem upp í hugann kemur.4

Himneskur faðir er með dýrðlegan líkama af holdi og beinum og er faðir anda okkar. Þar sem himneskur faðir hefur allt vald og veit alla hluti, getur hann séð öll börn sín5 og heyrt og svarað hverri bæn. Þið getið sjálf komist að því að hann er til staðar og að hann elskar ykkur.

Þegar þið vitið að himneskur faðir er raunverulegur og að hann elskar ykkur, getið þið lifað í hugrekki og von! „Bið, hann er þar, tala, hann hlustar.“6

Hafið þið einhverntíma verið einmanna? Dag einn, þegar barnabarn okkar, Ashley, var sex ára, var hún sú eina sem var vinalaus á leikvelli skólans. Þar sem hún stóð og upplifði sig lítilfjörlega og óséða, kom ákveðin hugsun í huga hennar: „Bíddu aðeins! Ég er ekki ein! Ég hef Krist!“ Ashley kraup á miðjum leikvellinum, krosslagði hendur sínar og bað til himnesks föður. Um leið og hún opnaði augun stóð stúlka á hennar aldri þar og spurði hvort hún vildi leika. Ashley gerði sér grein fyrir að: „Við erum Drottni mikilvæg og við erum aldrei raunverulega ein.“

Stundum gætuð þið viljað vita hvers vegna eitthvað erfitt er að gerast í lífi ykkar eða hvers vegna þið hlutuð ekki blessun sem þið báðust fyrir um. Oft er besta spurningin til himnesks föður ekki sú að spyrja hvers vegna heldur hvað.

Munið þið þegar Nefí og fjölskylda hans voru svöng á ferð sinni í óbyggðunum? Þegar Nefí og bræður hans fóru að veiða til matar, braut Nefí bogann sinn. En hann spurði ekki hvers vegna.

Ljósmynd
Nefí spurði Lehí hvar fæðu væri að finna.

Nefí bjó til nýjan boga og spurði föður sinn, Lehí, hvert hann gæti farið til að afla matar. Lehí baðst fyrir og Drottinn sýndi þeim hvert Nefí gæti farið.7 Himneskur faðir mun leiða ykkur þegar þið spyrjið hann hvað þið getið gert og hvað þið getið lært.

Í öðru lagi, biðjið þess að vaxa

Himneskur faðir vill hjálpa ykkur að vaxa! Hann elskar ykkur svo mikið að hann sendi son sinn, Jesú Krist, til að sýna okkur hvernig á að lifa.8 Jesús þjáðist, dó og reis upp svo við getum hlotið fyrirgefningu synda okkar og vaxið til að vera líkari honum.

Viljið þið vaxa í þolinmæði eða heiðarleika? Viljið þið vaxa í færni? Kannski eruð þið feimin og viljið vaxa í hugrekki. „Bið, hann er þar“!9 Hjarta ykkar getur breyst í gegnum anda hans og þið getið hlotið styrk.

Jonah, nýr vinur minn, skrifaði: „Ég er oft kvíðinn þegar ég er á leið í skólann á morgnana. Ég hef áhyggjur af hlutum eins og að verða seinn, gleyma einhverju og taka próf. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að fara með bænir á leið minni í skólann með mömmu. Ég bið um þá hjálp sem ég þarfnast og ég bið líka fyrir fjölskyldu minni. Ég hugsa líka um það sem ég er þakklátur fyrir. [Að biðja til himnesks föður hefur] hjálpað mér. Stundum finn ég ekki fyrir létti þegar ég stíg út úr bílnum, en þegar ég er kominn í skólastofuna finn ég fyrir friði.“10

Trú Jonah vex þegar hann biðst fyrir dag hvern og heldur síðan áfram.

Í þriðja lagi, biðjið þess að sýna

Þið getið beðið um hjálp til að sýna öðrum elsku himnesks föður.11 Himneskur faðir mun með anda sínum hjálpa ykkur að taka eftir einhverjum sem er sorgmæddur, svo þið getið huggað hann. Hann getur hjálpað ykkur að sýna elsku sína með því að þið fyrirgefið einhverjum. Hann getur veitt ykkur hugrekki til að þjóna einhverjum og látið þau vita að þau séu börn Guðs. Þið getið hjálpað öðrum að læra að þekkja og elska Jesú og himneskan föður eins og þið gerið.12

Alla mína ævi hef ég beðið um að faðir minn myndi gerast meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Jafnvel sem ung stúlka vissi ég hversu margar blessanir hann gæti hlotið. Fjölskylda okkar gæti öðlast blessanir þess að vera innsigluð um eilífð. Fjölskylda mín, vinir og ég báðum oft fyrir honum, en hann gekk ekki í kirkjuna. Himneskur faðir neyðir engan til að velja.13 Hann getur sent okkur svör við bænum okkar á annan hátt.

Ljósmynd
Porter forseti ásamt foreldrum sínum og systkinum.

Þegar ég var nægilega gömul, hlaut ég patríarkablessunina mína. Í blessuninni sagði patríarkinn að það besta sem ég gæti gert til að hjálpa fjölskyldu minni að vera saman á himnum væri að vera fordæmi fagnaðarerindis Jesú Krists. Ég gæti gert það!

Faðir minn varð 86 ára gamall. Fimm dögum eftir að hann dó fann ég helga gleðitilfinningu. Himneskur faðir lét mig vita með anda sínum að faðir minn vildi meðtaka blessanir fagnaðarerindis Jesú Krists! Ég mun aldrei gleyma þeim degi er ég kraup umhverfis altarið í musterinu með systur minni og bræðrum, til að innsiglast foreldrum mínum. Ég hafði byrjað að biðja fyrir þessari blessun þegar ég var í Barnafélaginu og ég hlaut hana þegar ég var amma.

Þið eruð kannski að biðja um blessanir fyrir fjölskyldu ykkar og aðra sem eru ykkur kærir. Gefist ekki upp! Himneskur faðir mun sýna ykkur hvað þið getið gert.

Miðlið himneskum föður því sem býr í hjarta ykkar.14 Þegar þið biðjið einlæglega um hjálp hans, munið þið hljóta anda hans ykkur til leiðsagnar.15 Daglegar bænir munu fylla ykkur kærleika til himnesks föður og Jesú Krists. Þetta mun hjálpa ykkur að vilja fylgja þeim allt ykkar líf!

Ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef öll börnin í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu, Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu flyttu bænir dag hvern. Allur heimurinn yrði blessaður með auknum kærleika Guðs!

Ljósmynd
Börn víða um heim biðjast fyrir.

Ég býð ykkur að biðja þess að vita að himneskur faðir er til staðar, biðja þess að vaxa til að líkjast honum og biðja þess að sýna öðrum elsku hans. Ég veit að hann lifir og elskar ykkur. „Bið, hann er þar.“ Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.