2009
Kirkjan í Ungverjalandi
April 2009


Kirkjan í Ungverjalandi

Árið 1887 snerist Ungverjinn Mischa Markow til trúar í grennd við Konstantínópel (Istanbul) í Tyrklandi. Árið 1899 þjónaði hann sem trúboði í heimalandi sínu, en hann var tekinn fastur og gerður burtrækur úr Ungverjalandi vegna predikunar sinnar. Hann reyndi að miðla fagnaðarerindinu í nágrannalöndunum, en eftir erfiðleika þar predikuðu öldungur Markow og félagi hans í Temesvár í Ungverjalandi þangað til stjórnvöld neyddu þá til að fara burt. Daginn áður en þeir fóru skírðu þeir og staðfestu 12 manns og tilnefndu leiðtoga fyrir 31 manns söfnuð.

Fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu samtals 106 manns gengið í kirkjuna í Ungverjalandi. Pólitískar hömlur takmörkuðu síðan trúboðsstarf þar til eftir 1980.

Í júní 1988 varð kirkjan löglega viðurkennd í Ungverjalandi. Einu ári síðar vígði Thomas S. Monson forseti fyrsta samkomuhúsið í landinu. Budapest trúboð Ungverjalands var stofnað í júní 1990.

Hér eru fáeinar staðreyndir um kirkjuna í Ungverjalandi í dag:

Meðlimafjöldi

4.253

Trúboðsstöðvar

1

Deildir og greinar

19

Ættfræðisöfn

5