2009
Snúa örugg aftur til föður okkar á himnum
April 2009


Kom, heyrið spámann hefja raust

Snúa örugg aftur til föður okkar á himnum

Úr ræðu á aðalráðstefnu í apríl 2007

Uchtdorf forseti kennir að vegna friðþægingarinnar getum við iðrast og alltaf átt von.

Ljósmynd
President Dieter F. Uchtdorf

Örugg viðsnúningsmörk

Við flugstjórnarnám mitt varð ég að læra að stjórna vélinni langar vegalengdir. Flug yfir hin breiðu úthöf, þvert yfir víðáttumiklar eyðimerkur og meginlönd krefst nákvæmrar skipulagningar til að tryggja örugg ferðalok á áfangastað. Stundum varir þetta samfellda flug allt að 14 stundum og getur náð tæpum 15.000 kílómetrum.

Mikilvægur tími ákvarðana í slíku langflugi er það sem oft er nefnt hin öruggu viðsnúningsmörk. Fram að þeirri stundu hefur flugvélin nægilegt eldsneyti til að snúa við og komast örugglega til baka á flugtaksflugvöllinn. Fari flugstjórinn út fyrir þessi mörk er sá valkostur ekki lengur fyrir hendi og því verður hann að halda ferð sinni áfram. Oft er vísað til þess að þá sé viðsnúningur ómögulegur.

Það er aldrei of seint

Satan vill fá okkur til að trúa að við séum komin út fyrir „viðsnúningsmörkin“—að of seint sé fyrir okkur að breyta um stefnu. Friðþæging Jesú Krists er gjöf Guðs til barna hans, til að leiðrétta og sigrast á afleiðingum syndar. Kristur kom til að frelsa okkur. Ef við höfum tekið ranga stefnu, getur friðþæging Jesú Krists veitt okkur fullvissu um að syndin merki ekki að viðsnúningur sé ómögulegur. Örugg endurkoma er möguleg ef við fylgjum sáluhjálparáætlun Guðs.

Það er alltaf von

Hvar sem við erum á þessari ferð, hverjar sem raunir okkar eru, þá erum við alltaf innan viðsnúningsmarka öruggrar endurkomu. Það er alltaf von. Þið eruð flugmenn lífs ykkar, og Guð hefur gert áætlun um að koma ykkur aftur til hans heilum á húfi, á hinn guðlega ákvörðunarstað ykkar.

Friðþægingargjöf Jesú Krists færir okkur öllum stundum og á öllum stöðum blessanir iðrunar og fyrirgefningar. Vegna þessarar gjafar gefst okkur öllum, hvenær sem er, kostur á að snúa örugglega frá skelfilegri stefnu syndar. Hamingja í þessu lífi og eilíf gleði í komanda lífi verða laun okkar ef við kjósum að þiggja og tileinka okkur gjöf föður okkar á himnum.

Teikning: Scott Greer