2009
Kannið ritningarnar af kostgæfni
April 2009


Boðskapur heimsóknarkennara

Kannið ritningarnar af kostgæfni

Kennið þær ritningargreinar og tilvitnanir sem munu hjálpa systurinni sem þið heimsækið að skilja þessar reglur. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og þær hafi lært.

Hvers vegna að kanna ritningarnar

Howard W. Hunter forseti (1907–95): „Ég mæli með opinberunum Guðs sem mælikvarða er við verðum að fylgja í lífi okkar og sem við verðum að meta sérhverja ákvörðun og sérhvert verk okkar eftir. Samkvæmt því snúum við okkar að ritningunum og spámönnunum þegar við höfum áhyggjur eða erum í vanda“ („Fear Not, Little Flock,“ í 1988–89 Devotional and Fireside Speeches [1989], 112).

Ezra Taft Benson forseti (1899–1994): Velgengni í réttlæti, kraftur til að forðast blekkingar og standast freistingar, leiðsögn í daglegu lífi, lækningar sálarinnar—þetta eru aðeins fáein af þeim loforðum sem Drottinn hefur gefið þeim sem leita vilja til orða hans. … Ákveðnar blessanir er aðeins að finna í ritningunum, aðeins með því að leita til orðs Drottins og halda fast við það …

… Heitið á ný að lesa ritningarnar. Sökkvið ykkur niður í þær daglega, svo að þið hafið kraft andans með ykkur í köllunum ykkar. Lesið þær með fjölskyldum ykkar og kennið börnum ykkar að elska þær og meta“ („The Power of the Word,“Ensign, maí 1986, 82).

Spencer W. Kimball forseti (1895–1985): „Eftir því sem þið kynnist betur sannleika ritninganna, tekst ykkur með betra árangri að halda annað æðstu boðorðanna, að elska náungann eins og ykkur sjálf. Verðið fræðimenn í ritningunum—ekki til að niðurlægja aðra, heldur til að lyfta þeim upp! Hver hefur, þegar allt kemur til alls, meiri þörf fyrir að ‚varðveita‘ sannleika fagnaðarerindisins (sem leita má til alltaf þegar þörf er á) en konur og mæður sem einmitt veita svo mikla umönnun og kennslu?“ („The Role of Righteous Women,“ Ensign, nóv. 1979, 102).

Hvernig get ég varðveitt ritningarnar?

2 Nephi 4:15: „Því að sál mín hefur unun af ritningunum og hjarta mitt ígrundar þær og færir í letur, börnum mínum til uppfræðslu og gagns.“

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins: „Ein góð leið til þess að byrja að læra ritningarnar er að ‚tileinka‘ okkur þær (sjá 1 Nephi 19:23). Sumir byrja á því að velja í Leiðarvísinum efni sem þeir vilja vita eitthvað meira um. Eða þeir byrja á einhverri bók ritninganna og leita að einhverri ákveðinni kennslu. …

Hvernig sem við hefjum lestur á ritningunum er áframhaldandi lestur lykillinn að því að ljúka upp fyrir okkur mikilvægri vitneskju. Ég þreytist aldrei á að uppgötva hinn ríkulega sannleiksfjársjóð ritninganna, vegna þess að þær kenna ‚af hreinskilni, jafn skýrt og orð leyfa‘ (2 Nefí 32:7). Ritningarnar vitna um Krist (sjá Jóh 5:39). Þær segja okkur allt sem okkur ber að gjöra (sjá 2 Nefí 32:3). Þær ‚geta veitt [okkur] speki til sáluhjálpar‘ (2 Tím 3:15).

„Með ritningarlestri mínum og þeim bænum sem fylgja þeim lestri, hef ég öðlast vitneskju sem færir mér frið og auðveldar mér að beina orku minni að eilífum forgangsatriðum. Vegna þess að ég hóf að lesa ritningarnar daglega, hef ég lært um himneskan föður minn, son hans Jesú Krist, og hvað ég þarf að gera til að líkjast þeim“ („My Soul Delighteth in the Scriptures,“ Liahona og Ensign, maí 2004, 108–9).

Thomas S. Monson forseti: „Heilagar ritningar prýða bókahillur okkar. Tryggið að þær veiti huga ykkar næringu og lífi ykkar leiðsögn“ („The Mighty Strength of the Relief Society,“ Ensign, nóv. 1997, 95).

Teikning eftir Craig Dimond; bakgrunnur eftir Shannon Gygi Christensen