2009
Jesús Kristur er frelsari minn
April 2009


Samverustundin

Jesús Kristur er frelsari minn

„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh 14:6).

Áður en himneskur faðir sendi okkur til jarðar valdi hann Jesú Krist sem leiðtoga okkar og frelsara. Þið völduð að fylgja Jesú Kristi áður en þið fæddust.

Þegar Jesús kom til jarðar kenndi hann fagnaðarerindi sitt og stofnaði kirkju sína. Hann hélt loforð sitt, að verða frelsari okkar. Hann þjáðist og dó og reis upp, svo að við gætum risið upp og lifað á ný með föður okkar á himnum og fjölskyldum okkar.

Ritningarnar segja okkur frá þeim mörgu blessunum sem Jesús Kristur gerði mögulegar. Munið þið söguna um draum Lehís? Lehí sá tré. Tréð táknaði elsku himnesks föður og Jesú Krists.

Á trénu var ávöxtur sem gera myndi fólk hamingjusamt. Lehí bragðaði á ávextinum og fylltist mikilli gleði. Lehí vildi að öll fjölskylda sín bragðaði ávöxtinn. (Sjá 1 Nefí 8:10–12).

Ávöxtur trésins táknar þær blessanir sem við hljótum vegna Jesú Krists og friðþægingar hans. Við brögðum á ávextinum þegar við treystum á Jesú Krist, þegar við látum skírast og meðtökum heilagan anda og þegar við lifum eftir fagnaðarerindinu og finnum elsku frelsara okkar.

Verkefni

Fjarlægið blaðsíðu B5 og límið hana á þykkan pappír. Klippið rifur í tréð á hvítu línunum, og klippið út ávöxtinn. Flettið upp ritningargreininni við hvern ávöxt, finnið blessunina sem faðir okkar á himnum hefur gefið okkur og skrifið á línuna. Stingið flipanum á ávextinum inn í rifinu á trénu.

Moróní 6:8______________

Mósía 16:7–8______________

Jóh 14:27______________

Hebreabréfið 12:2______________

(2 Nefí 31:20______________

(2 Nefí 19:21______________

Jóh 8:12______________

Moróní 8:17______________

(3 Nefí 27:13______________

Moróní 7:41______________

Hugmyndir fyrir samverustund

  1. Í fortilverunni völdum við að fylgja Jesú Kristi. Biðjið börnin að nefna eitthvert val þeirra þennan dag (í hvaða föt þau ættu að fara , hvað þau ætluðu að borða, o.s.frv.). Skrifið svörin á töfluna. Útskýrið að himneskur faðir hafi gefið okkur sjálfræði, getuna til að velja sjálf. Segið þeim frá stórþingi himna, þegar faðirinn á himnum kynnti áætlun sína. Útskýrið að sjálfræði okkar sé mikilvægur hluti þeirrar áætlunar. Hjálpið börnun að skilja, að Satan vildi breyta þeirri áætlun og svipta okkur réttinum til að velja. Jesús Kristur vildi fylgja áætlun himnsks föður og bauðst til að verða frelsari okkar. Leggið áherslu á við börnin að þau velji að fylgja Jesú Kristi (sjá Barnafélagið 6, lexíu 2).

    Skrifið spurningar til að hjálpa börnunum að fara yfir það sem þau hafa lært. Setjið spurningarnar í eitthvert ílát. Veljið barn til að draga eina spurningu úr ílátinu og svara henni. Látið barnið síðan velja einhvern til að draga næstu spurningu og svara henni. Haldið áfram eins og tími leyfir. Berið vitni um mikilvægi þess að halda áfram að fylgja Jesú Kristi.

  2. Fjölskylda mín og ég munum rísa upp. Fyrirfram skuluð þið með samþykki biskups eða greinarforseta bjóða einhverjum meðlimi sem hefur misst ástvin að bera vitni um hvaða þýðingu upprisan hafi fyrir hann eða hana. Raðið eftirfarandi Trúarmyndum í stafla í eftirtalinni röð og hafið mynd 227 efst: 227 (Jesús biðst fyrir í Getsemane), 228 (Jesús svikinn), 230 (Krossfestingin), 231 (Greftrun Jesú), 233 (María og Drottinn upprisinn), 234 (Jesús sýnir sár sín) og 316 (Jesús kennir í Vesturálfu). Meðan leikið er á píanóið skuluð þið láta lítinn stein ganga á milli barnanna. Segið þeim að hann sé táknrænn fyrir steininn sem lokaði opi grafarinnar og var velt frá. Þegar tónlistin hættir skal barnið sem hefur steininn taka efstu myndina í bunkanum og segja frá henni eða velja einhvern til að hjálpa sér við það. Haldið áfram við hverja mynd, stansið eftir mynd 234 og lesið saman Lúk 24:39. Hjálpið börnun að skilja, að eftir að Jesús var upprisinn gátu postularnir fundið hendur hans rétt eins og börnin getu fundið sínar eigin hendur. Haldið áfram þar til allar myndir hafa verið útskýrðar. Kennið að vegna friðþægingar Jesús Krists muni allir sem lifað hafa á jörðu rísa upp. Biðjið gestinn sem boðið var að bera vitni.

Teikning: Brad Teare