2009
Ekki brenna miðnæturolíunni
April 2009


Ekki brenna miðnæturolíunni

Þegar kom að brautskráningu úr miðskóla, fann ég að reglur fagnaðarerindisins höfðu blessað veraldlegt—líf mitt jafnt og andlegt—.

Jafnvel þegar á unglingsárum mínum voru kallanir mínar oftast þær að kenna Barnafélagsbörnunum og það hafði áhrif á þá ákvörðun mína að verða grunnskólakennari. En val mitt á meistaragráðu voru ekki einu áhrifin sem kennsla í kirkjunni hafði á menntun mína. Það varð ljóst þegar ég bjó mig undir brautskráningu.

Síðasta verkefni mitt var lokaritgerð sem ég átti að verja munnlega frammi fyrir þremur dómurum. Dómararnir voru úr hópi þeirra kennara sem höfðu kennt mér.

Ég lauk ritgerðinni og kvöldið fyrir munnlegu vörnina æfði ég mig með fjölskyldu vinar míns. Þegar ég kvaddi sagðist móðir hans vona að allt gengi vel og vitnaði í þessi orð: „En séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast“ (D&C 38:30).

Næsti dagur rann upp. Ótal minningar streymdu um hugann. Ég minntist þess þegar ég ákvað að yfirgefa æskuheimili mitt til að afla mér frekari menntunar; ég minntist allra fórnanna sem fjölskylda mín hafði fært til að fjármagna þá menntun. Ég mátti ekki valda þeim vonbrigðum. Lokapróf mitt varð að ganga vel.

Skólasystkini mín biðu einnig sinna prófa. Öll höfðum við áhyggjur af spurningum sem dómararnir kynnu að spyrja, en mér fannst ég örugg, því ég hafði beðið um hjálp og vissi að Guð vissi um þá vinnu sem ég hafði lagt í skipulagningu, rannsóknir og samningu ritgerðarinnar.

Röðin kom að mér. Eftir að hafa útskýrt ritgerðina fyrir dómnefndinni, svaraði ég spurningum. Eftir að hafa spurt nokkurra spurninga um efnið spurði einn dómarinn: „Hve mikla vinnu lagðir þú í þessa ritgerð.

„Mjög mikla,“ svaraði ég. „Ég gaf allt sem ég gat, því ég vildi að þar kæmi fram eitthvað nýtt.“

„Léstu miðnæturolíuna loga?“

„Nei, ég vaki yfirleitt ekki lengi fram eftir við námið,“ svaraði ég. „Ég skipulegg dag minn þannig að ég geti lokið verki mínu.“

Svipur dómaranna sýndi greinilega undrun. Sami dómari sagði: „Mér finnst skrýtið að þú skulir viðurkenna að þú hafir ekki vakað lengi fram eftir. Við vitum að skólafélagar þínir gerðu það, margar nætur.“

Einn dómaranna sagði: „Ég vil segja ykkur nokkuð um þennan nemanda. Hún hefur tíma fyrir allt. Ég get fullyrt það vegna þess að ég þekki hana. Hún hefur tíma fyrir nám sitt, vini sína, fjölskyldu sína, og sækir jafnvel kirkju.“

„Er það satt?“ enn var hinn dómarinn undrandi. „Hvaða kirkju sækirðu?“

„Ég er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

„Já, ég veit hvaða kirkja það er,“ sagði einn þeirra.

„Og okkur er kennt að ganga snemma til hvílu svo við endurnærumst fyrir næsta dag.“

Ég var róleg og örugg varðandi fagnaðarerindið, jafnvel þótt ég undraðist að vera spurð um trúarbrögð í þessu prófi.

„Ritgerð þín er skrifuð af mikilli tilfinningu. Hún er frábær. Ég býst við að það stafi einnig af þeim venjum sem kirkja þín hefur kennt þér.“

„Já,“ svaraði ég. „Mér var kennt í kirkju hvernig kenna á börnum og það hefur hjálpað mér mikið í þessu námi.“

„Þú lékst þér að því eins og ekkert væri,“ sagði einn dómarinn í gríni. „Við vonum að þú hættir ekki að fara í kirkju, því þú átt henni mikið að þakka.“

Fljótlega var mér sagt að ég skyldi fara fram svo að dómararnir gætu tekið ákvörðun. Tveimur mínútum síðar var ég kölluð inn aftur.

„Það var ekki erfitt fyrir okkur að komast að samkomulagi. Með tilliti til fyrirmyndar framgöngu, frábærra einkunna og ritgerðarinnar sem þú hefur varið í dag, er það samdóma álit okkar að þú brautskráist með heiðri. Til hamingju!“

Þegar ég sagði fjölskyldu minni þetta grét hún af gleði.

Ég ber vitni um að þegar himneskur faðir okkar sagði: „Gangið snemma til hvílu, svo að þér þreytist ekki. Rísið árla úr rekkju, svo að líkami yðar og hugur glæðist“ (D&C 88:124), þá gerði hann það í þeim eina tilgangi að blessa okkur. Ég er þakklát honum fyrir þá hamingju sem fagnaðarerindið hefur veitt mér á öllum sviðum lífsins.

Teikning: Christina Smith