2009
Frá Bondi björgun til Baguio björgunar
April 2009


Frá Bondi björgun til Baguio björgunar

Blake McKeown, þekktur sem „nýliðinn“ í strandvarðahópnum í ásralíska sjónvarpsþáttaröðinni Bondi Rescue, yfirgaf stöðu sína á ströndinni í maí s.l. til að stunda annars konar björgun. Hann tók á móti trúboðsköllun til þjónustu í Baguio á Filippseyjum. Hann sagði félögum sínum og áhorfendum þáttanna frá þessum fréttum og tilfinningum sínum.

„Þegar ég komst að því að ég ætti að fara til Filippseyja varð ég undrandi,“ sagði hann. „Ég mun missa stradarinnar, það er öruggt, en trúboðsþjónustan skiptir mig miklu. Hún er nokkuð sem ég hef stefnt að allt mitt líf.“

Blake segir: „Það er ekkert sem ég hefði frekar viljað gera síðustu tvö árin en að vinna á ströndinni—það er besta starfið í heiminum—en næstu tvö árin er ekkert sem ég vil frekar gera en þjóna í trúboði. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er ekki trúarbrögð sem þú getur bara sagst vera hluti af; hún er trúarbrögð sem þú verður að lifa. Hún er líf mitt. Ég væri allt, allt önnur persóna ef ég hefði ekki verið í kirkjunni.“

Blake McKeown úr sjónvarpsþáttunum Bondi Rescue hefur tekið á móti köllun til trúboðsþjónustu á Filippseyjum.