2009
Jakbr 1:5–6
April 2009


Orð á orð ofan

Jakbr 1:5–6

Postulinn Jakob kenndi okkur hvernig hljóta má visku frá Guði.

5 Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.

6 En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi.

Spyrjið Guð

Lestur á þessu versi leiddi til þess að Joseph Smith baðst fyrir í Lundinum helga, og honum birtist Fyrsta sýnin. (sjá Joseph Smith—Saga 1:11–17). Kemur ykkur í hug dæmi úr eigin fjölskyldu eða frá eigin reynslu, þar sem einhver leitaði vitneskju í bæn og fékk svar? Skrifið um það í dagbók ykkar.

Gefur öllum

„Það eru forréttindi barna Guðs að koma til Guðs og fá opinberun. … Guð fer ekki í manngreinarálit; við njótum öll sömu forréttinda.“

Joseph Smith, Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (Melchizedek Priesthood and Relief Society course of study, 2007), 132.

Örlátlega

Örlátlega—frjálst, ríkulega, af gnægð.

Átölulaust

Átölulaust—án þess að gagnrýna, ávíta, vanda um. Guð mun, með öðrum orðum, svara ykkur og aldrei reiðast ykkur fyrir einlæga bæn til hans um svar við spurningu.

Honum mun gefast

Himneskur faðir heyrir bænir ykkar og svarar þeim. Svörin koma þegar honum þóknast og á ýmsan hátt—til dæmis eftir aðstæðum í lífi ykkar, með greiða eða góðverki annarra, eða með hinni lágværu og hljóðu rödd heilags anda. Hér eru nokkrar leiðir til að búa sig undir að hljóta leiðsögn andans (úr „Revelation,“ True to the Faith [2004], 141–43):

  • Biðjið um leiðsögn.

  • Verið lotningarfull.

  • Verið auðmjúk.

  • Haldið boðorðin.

  • Meðtakið sakramentið verðug.

  • Lesið ritningarnar daglega.

  • Gefið ykkur tíma til ígrundunar.

  • Þegar þið leitið sérstakrar leiðsagnar, kannið þá málið vel í huga ykkar.

  • Leitið þolinmóð vilja Guðs.

Biðjið í trú

„Spámaðurinn [Joseph Smith] sagði, að eftir að hann hafi lesið þetta vers hafi hann vitað með vissu, að hann yrði annaðhvort að láta reyna á Drottin og spyrja hann, eða haldast eilíflega í myrkri. … Hann hafði lesið ritningargreinina, hann skildi hana, hann treysti á Guð, sinn eilífa föður, og nú kraup hann og baðst fyrir, vitandi að Guð myndi upplýsa hann eins og hann svo einlæglega bað um. Spámaðurinn Joseph Smith kenndi okkur reglu trúar—með fordæmi sínu.“

Thomas S. Monson, „The Prophet Joseph Smith: Teacher by Example,“ Tambuli, júní 1994, 5; Ensign, júní 1994, 4.

Hluti af Brother Joseph, eftir David Lindsley; ljósmynd: David Newman